Leikjavísir skoðar helstu leikina, nýjustu stiklurnar og almennt fjör.
Íslenska leikjafyrirtækið Porcelain Fortress gefur í dag út annan leik sinn, Walk of Life, á tölvuleikjaveitunni Steam. Spilarar leiksins þurfa að taka þátt í farsakenndu lífsgæðakapphlaupi hver við annan.
Þó ég hafi átt mjög mismunandi daga í Battlefield 6 er ég ánægður með leikinn og vongóður um að ég muni spila hann mikið. Starfsmenn EA hafa fangað vel það sem fékk mann til að elska þessa leiki í „gamla daga“. Svo hjálpar til að ég hef ekki einu sinni verið drepinn af Nicki Minaj eða einhverjum skoppandi Múmínálfi.
Ég var tiltölulega stressaður fyrir Ghost of Yōtei þar sem forveri hans, Ghost of Tsushima, er einn af mínum uppáhalds leikjum. Þessar áhyggjur voru sem betur fer algjör óþarfi. GoY gefur GoT lítið sem ekkert eftir og er hreinlega betri á nánast öllum sviðum.
Bo Bragason mun leika Zeldu prinsessu í kvikmynd sem byggð er af tölvuleikjaröð af sama nafni. Leikkonan er 21 árs og, eins og eftirnafn hennar gefur til kynna, Íslendingur.
Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP opnar nýjasta leik fyrirtækisins fyrir almenningi í dag. Sá heitir EVE Frontier og deilir söguheimi með EVE Online, fyrsta leik CCP, sem spannar þúsundir sólkerfa.
Aldís Amah Hamilton leikur aðalhlutverk tölvuleiksins Echoes of the End sem kemur út í sumar eftir átta ára framleiðslu. Aldís segir það að leika í tölvuleik ekkert auðveldara en að leika á sviði eða í bíómyndum.
Eftir margra ára vinnu hafa forsvarsmenn íslenska leikjafyrirtækisins Myrkur Games í fyrsta sinn birt myndefni beint úr væntanlegum tölvuleik þeirra Echoes of the End auk þess sem útgáfutími hefur verið tilkynntur en leikurinn verður gefinn út í sumar.
Forsvarsmenn íslenska leikjafyrirtækisins Myrkur Games opinberuðu í gærkvöldi leikinn Echoes of the End. Það var gert á Future Games Show í gærkvöldi.
Hvað gerði James Bond eiginlega á Íslandi? Það er stóra spurningin sem situr eftir þegar búið er að horfa á fyrstu stiklu leikjarins 007 First Light, sem starfsmenn IO Interactive eru að framleiða.
Löng röð myndaðist fyrir utan verslun Ormsson í Lágmúla í gærkvöldi þegar spenntir tölvuleikjaspilarar mættu til að sækja nýjar Nintendo Switch 2 leikjatölvur sem þeir höfðu pantað í forsölu.
„Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum.“ Þannig hefst viðhorfsgrein eftir Kristján Blöndal sem titlar sig Warhammer Boss en hann vill ekki að nördum landsins sé líkt við Sósíalistaflokkinn.
Ofurjörð í hættu. Óvinir velmegunar og (stýrðs) lýðræðis sitja um plánetuna og eru engir betur til þess fallnir að bjarga málunum en strákarnir í GameTíví.
Strákarnir í GameTíví ætla að láta reyna á hæfileika þeirra til að fremja glæpi í kvöld. Þeir ætla að spila leikinn One-Armed Robber sem gengur, eins og nafnið gefur kannski til kynna, út á að spila sem einhentir ræningjar.
Forsvarsmenn Rockstar ákváðu á dögunum að fresta útgáfu Grand Theft Auto 6 um meira en hálft ár. Eftirvæntingin er gífurleg og sést það glögglega á því hve margir horfðu á stiklu sem birt var skömmu eftir að tafirnar urðu opinberar. Sú stikla er sögð hafa sett nýtt met.
Ný stikla úr tölvuleiknum Grand Theft Auto VI leit dagsins ljós í dag. Á örfáum klukkustundum hafa tugir milljóna horft á stikluna. Fyrirhugað er að leikurinn verði gefinn út 26. maí árið 2026.
Strákarnir í GameTíví ætla að elta drekann í kvöld. Þá munu þeir prófa nýjasta spilunarhluta Warzone og lofa þeir miklu fjöri.
Núna um helgina fór fram hátíðin EVE Fanfest í sautjánda skiptið og var hún vel sótt. Hátt í þrjú þúsund manns sóttu fjölmarga dagskrárliði hátíðarinnar en hún hefur verið haldin árlega, með undantekningum sökum heimsfaraldurs, frá árinu 2004.
Ég hef ekki tölu á því hve mörgum klukkustundum ég hef varið í Cyrodiil í gegnum árin. Ég varð því hinn ánægðasti þegar ég sá að ég gæti spilað uppfærðan Oblivion á nýjan leik og mikið rosalega hefur það verið gaman.
Grand Theft Auto VI er loks kominn með útgáfudag og á hann að koma út þann 26. maí á næsta ári. Til stóð að leikurinn kæmi út á þessu ári en í tilkynningu frá útgáfufélaginu Rockstar er beðist velvirðingar á því að útgáfa hann hafi tafist.
Strákarnir í GameTíví ætla að upplifa hrylling í kvöld. Dói mun spila Until Dawn leikinn, í tilefni af því að kvikmyndin er að koma út og gefa áhorfendum miða í bíó.
Strákarnir í GameTíví ætla að hefja páskahátíðina með því að spila Warzone með áhugasömum Íslendingum í kvöld. Opið lobbí verður fyrir Íslendingaslag í Verdansk.
Strákarnir í GameTíví ætla að feta í fótspor Walter White í kvöld og taka ákveðna U-beygju í lífinu. Þeir ætla nefnilega að snúa sér að skipulagðri glæpastarfsemi. Það er að segja í tölvuleik, ekki í alvörunni, vonandi.
Sony hefur hækkað verðið á PlayStation 5 í Evrópu, Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Mið-Austurlöndum og Afríku og segir „krefjandi efnahagsumhverfi“ vera ástæðuna .
Auðjöfurinn Elon Musk slökkti á beinu tölvuleikjastreymi sínu eftir að hafa þurft að þola látlausa svívirðingahríð af hendi nettrölla. Musk gekk erfiðlega í leiknum og dó ítrekað en hann hefur viðurkennt að hafa borgað öðrum til að koma karakterum hans á hærra stig.