Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.
Atli Sigurjónsson hefur yfirgefið KR eftir tólf leiktíðir hjá félaginu. Allar líkur eru á því að hann semji við uppeldisfélag sitt, Þór á Akureyri.
Theodór Elmar Bjarnason er hættur störfum hjá KR eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari karlaliðs félagsins í sumar og þjálfað 2. flokk.
Markvörðurinn Jökull Andrésson segist vera spenntur fyrir því að berjast í efri hlutanum í Bestu deildinni á næsta tímabili en hann samdi við FH á dögunum.
Víkingar vilja eyða öllum tengingum við Fram í Safamýrinni með því að finna nýtt Víkingsnafn á svæðið. Víkingar fengu beiðni um að senda inn hugmyndir á samfélagsmiðlum félagsins.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson sem er nýtekinn við störfum hjá HK og ætlar með liðið upp í Bestu deildina, en veit vel hversu erfitt verkefni það verður.
Skagamenn klófestu knattspyrnumanninn Gísla Eyjólfsson undir lok síðasta mánaðar. Hann kemur til liðsins eftir atvinnumennsku í Svíþjóð síðustu tvö tímabil.
Markvörðurinn Árni Snær Ólafsson hefur framlengt samning sinn við Stjörnuna út næsta tímabil.
Knattspyrnudeild Tindastóls hefur fundið arftaka Halldórs Jóns Sigurðssonar, Donna, í starf þjálfara kvennaliðs félagsins sem féll úr Bestu deildinni í haust.
Enski fótboltamaðurinn Steven Caulker hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Stjörnuna og yfirgefið félagið, ári fyrr en samningur hans sagði til um.
Anton Ingi Rúnarsson er nýtekinn við liði Fram í Bestu deild kvenna og líst vel á metnað stjórnarinnar, sem vill sjá liðið blanda sér í toppbaráttuna bráðlega.
FH teflir fram nýjum markverði á næsta tímabili en Mathias Rosenörn er á förum frá félaginu.
Diego Montiel, sem var einn besti leikmaður bikarmeistara Vestra á síðasta tímabili, er genginn í raðir KA.
Ísland vann í kvöld ákaflega mikilvægan sigur gegn Aserbaísjan í Bakú, í undankeppni HM í fótbolta. Mörkin úr leiknum má sjá á Vísi.
Davíð Smári Lamude, nýráðinn þjálfari Njarðvíkur, segir það hafa verið erfitt að starfa fjarri fjölskyldu sinni sem þjálfari Vestra á Ísafirði. Nú er hann mættur aftur suður og hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu.
Arna Sif Ásgrímsdóttir er komin aftur heim til Akureyrar og hefur skrifað undir tveggja ára samning við Bestu deildar lið Þórs/KA.
Björn Daníel Sverrisson segist hafa lagt mikið á sig til að sannfæra eiginkonuna að flytja á Höfn í Hornafirði, en hún er sjálf ættuð þaðan. Hann er nú orðinn þjálfari fótboltaliðs Sindra þar í bæ. Stefán Árni Pálsson ræddi við hann.
Eiður Aron Sigurbjörnsson hefur skrifað undir eins árs samning við knattspyrnudeild Njarðvíkur og mun spila með liðinu í Lengjudeildinni á næsta tímabili. Hann er fyrsti leikmaðurinn sem nýráðinn þjálfari liðsins, Davíð Smári Lamude, fær til félagsins.
Brynjar Björn Gunnarsson segir að allt sé til alls í Breiðholtinu til að koma Leiknismönnum aftur á beinu brautina. Hann tók við liðinu á dögunum.
Björn Daníel Sverrisson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Sindra í fótbolta.
Nik Chamberlain, fráfarandi þjálfari Íslands- og bikarmeistara kvenna Breiðabliks, á tvo leiki eftir í starfi. Hann heldur senn til Svíþjóðar þar sem hann tekur við Íslendingaliði Kristianstad.
ÍR hefur gengið frá ráðningu á nýjum þjálfara meistaraflokks kvenna en nokkuð hefur gustað um liðið í haust eftir að leikmenn liðsins sögðu upp störfum. Liðið leikur í 2. deild kvenna. Guðmundur Guðjónsson er nýr þjálfari liðsins.
Daniel Badu hefur verið ráðinn þjálfari bikarmeistara Vestra í fótbolta. Hann mun stýra liðinu í Lengju- og Sambandsdeild Evrópu á næsta tímabili.
Ólafur Jóhannesson, fyrrverandi knattspyrnuþjálfari FH, segir lágpunktinn á sínum ferli hafa verið þegar hann var rekinn frá FH og situr það í honum hvernig staðið var að uppsögninni. Stjórnendur FH hafi sýnt honum vanvirðingu og komið illa fram við hann.
Brynjar Björn Gunnarsson var í dag kynntur sem nýr þjálfari Leiknis í Lengjudeild karla í fótbolta. Hann tekur við starfinu af Ágústi Gylfasyni sem hætti að loknu síðasta tímabili.