Gerður Beta Jóhannsdóttir, forstöðuhjúkrunarfræðingur bráðaþjónustu, segir aðflæðið á bráðamóttökuna hafa verið þónokkuð meira en vanalega undanfarna sólarhringa. Það tengir hún við hálkuna.
Hún segir áverkana alls konar. Allt frá minniháttar skrámum og upp í alvarleg höfuðhögg.
„Það eru yfirleitt um 170 sem leita til okkur á dag að meðaltali. Við erum komin upp í 220 þannig að þetta eru einhverjir tugir á hverjum sólarhring,“ segir hún.
Hún brýnir til fólks að hafa varann á í hálkunni.
„Fólk er að detta á skólalóðum, á leiðinni í búðina og alls konar. Við hvetjum fólk til að fara varlega, fara sér hægt, vera með góðan skóbúnað og fyrirbyggja.“