Uppfært 12:50
Tólf íbúar og einn slökkviliðsmaður hafa látið lífið í eldhafinu,samkvæmt miðlinum South China Morning Post.
767 slökkviliðsmenn á 128 slökkvibílum og 57 sjúkrabílum, auk fjögur hundruð lögregluþjóna, taka þátt í aðgerðum á vettvangi.
SCMP hefur eftir lögreglu að nokkrar tilkynningar hafi borist um fólk sem sé fast í húsunum. Ekki er vitað hve margir urðu innlyksa í húsunum en talið er að þeir séu að minnsta kosti þrettán.
Eldurinn dreifðist hratt milli húsa vegna stillasa sem stóðu við þau.AP/Chan Long HeiÍ heildina standa átta fjölbýlishús þarna á svæðinu. Í þeim húsum eru nærri því tvö þúsund íbúðir og þarna bjuggu nærri því fimm þúsund manns, árið 2021,samkvæmt frétt BBC.
SCMP hefur eftir embættismönnum að eldurinn hafi nú dreifst í öll húsin en umfang eldhafsins í húsunum liggur ekki vel fyrir að svo stöddu. Embættismenn segja óljóst hvort yfir höfuð sé hægt að ná tökum á eldunum.
Hér að neðan má sjá beina útsendingu Reuters frá Hong Kong.
Hringdu eftir hjálp
Lögreglan sagði fyrr í morgun, að þremur klukkustundum eftir að eldarnir kviknuðu hefðu enn verið að berast símtaöl frá fólki sem sat fast inn í húsunum. Einn þeirra var fastur á þaki eins hússins.
SCMP hefur eftir embættismanni í Hong Kong að talið sé að að minnsta kosti þrettán séu fastir inni í húsunum.
Eldurinn var fyrst settur í fyrsta flokk en fljótt færður upp í þann fjórða. Síðar var hann svo settur í fimmta flokk, sem er hæsti flokkur elda í Hong Kong. Flokkarnir fara eftir því hversu alvarlegir eldarnir eru.
Þetta er fyrsti fimmta flokks eldurinn í Hong Kong í sautján ár.
Mikið viðbragð er á vettvangi en yfirvöld segjast hafa stjórn á eldinum í einu af fjölbýlishúsunum.AP/Chan Long HeiStillansar úr bambus eru algengir þar sem framkvæmdir eiga sér stað í Hong Kong. Yfirvöld þar tilkynntu fyrr á þessu ári að til stæði að reyna að fækka þeim á opinberum vinnustöðum, til að auka öryggi.
83 ára maður sem bjó í einu húsinu sagði við blaðamenn að brunabjöllur hefðu ekki farið í gang þegar eldarnir kviknuðu. Þess vegna hafi fólk verið lengi að átta sig á hættunni.
Aðrir íbúarhafa slegið á svipaða strengi.
Embættismaður sem talað var við hafði eftir íbúum sem flúðu að þeir hefðu áttað sig á stöðunni þegar þeir fundu brunalykt og þegar öryggisvörður barði á dyrnar hjá þeim. Þá var eldurinn orðinn töluvert útbreiddur og þau hafi haft lítinn tíma til að flýja.
Fréttin hefur verið og verður uppfærð.
Frá Hong Kong í morgun. Fjölbýlishúsin sem loga eru mjög stór.AP/Chan Long Hei