Útgáfan ber heitið „Pleasing Yourself“ sem má íslenska sem „Gerðu vel við sjálfan þig“ eru skrauthvörf yfir sjálfsfróun. Þó er aðeins um tvær vörur að ræða: bleikan og vínrauðan titrara og sleipiefni í stíl.
Á vefsíðunni segir að titrarinn sé „fagurfræðilega sér á parti“ og sleipiefnið veiti „langvarandi raka og silkimjúku skriði með engu glýseríni“.
Harry Styles, sem er þekktastur fyrir veru sína í strákabandinu One Direction og síðar eigin sólóferil, stofnaði fyrirtækið Pleasing árið 2021 og bauð þá upp á kynhlutlaust naglalakk, húðvörur, ilmvötn og tískuföt. Nú hafa unaðsvörurnar bæst og spurning í hvaða átt verður farið næst.
Allt er nú til.Verslunin The Pleasing Pleasure Shop opnaði í gær í New York þar sem áhugasamir geta verslað sér vörurnar á staðnum en vörurnar eru einungis sendar til Bandaríkjanna og Bretlands.
Fræga fólkið hefur verið fyrirferðarmikið í fegurðarbransanum síðustu ár, þar má nefna Rihönnu með Fenty Beauty og Hailey Bieber með Rhode. En fleiri og fleiri hafa verið að færa sig yfir í unaðsbransann.
Fyrirsætan Cara Delavigne gekk til lið við kynlífstækjaframleiðandann Lora DiCarlo sem meðeigandi árið 2020, tónlistarkonan Lily Allen gaf út eigin titrara hjá þýska fyrirtækinu Womanizer í fyrra og leikkonan Dakota Johnson tók nýlega við sem listrænn stjórnandi hjá unaðsvörufyrirtækinu Maude.
Styles hefur bæst við flóruna og er það kannski til marks um að frægir gaurar séu á leið út í unaðsbransann.