Zumbi (1655 –20. nóvember1695), einnig kallaðurZumbi dos Palmares, var síðasti foringi útlaga- og flóttafólksinsQuilombo dos Palmares sem bjó þar sem nú er héraðiðAlagoas íBrasilíu.Quilombo voru búðir flóttafólks og útlaga afafrískum uppruna. Þessar búðir voru andspyrnuhreyfing á þeim tíma sem þrælahald var við leyfi í Brasilíu, þrælar struku og settust að í Quilombo-búðum og börðust fyrir frelsi sínu og auknum völdum. Quilombo dos Palmares var ríkiMaroon fólks sem hafði flúðu frá portúgölskum landsvæðum í Brasilíu. Þar bjuggu þegar mest var yfir 30 þúsund manns. Stríðsmenn þar þurftu að verjast árásum portúgalskra nýlenduherra og urðu sérfræðingar í bardagalistinnicapoeira sem upprunnin er í Afríku.
Zumbi fæddist frjáls í flóttabúðunum í Palmares árið 1655 og er talinn ættaður fráImbangala stríðsmönnum íAngóla. Hann var handsamaður af Portúgölum og hnepptur í þrældóm þegar hann var um sex ára gamall. Þar var hann gefinn til trúboða sem hét António Melo ogskírður nafninu Francisco. Zumbi var uppfræddur í kristnum fræðum og lærðiportúgölsku oglatínu og hjálpaði til við messur. Zumbi flúði árið1670 þá fimmtán ára gamall og komst til baka í fæðingarbæ sinn. Hann varð seinna þekktur fyrir bardaga- og hernaðarlist.
Árið1678 var landstjórinn íPernambuco í Pedro Almeida þreyttur á langvarandi árekstrum við Palmares og kom til foringja þeirraGanga Zumba með ólífugrein. Almeida bauð að allir flóttaþrælar fengju frelsi ef Palmares gengi Portúgölum á hönd og leist Ganga Zumba vel á þá samninga. En Zumbi treysti ekki Portúgölum og neitaði að þiggja frelsi fyrir fólkið í Palmares á meðan aðrir Afríkumenn væru ennþá þrælar. Hann sór þess heit að halda áfram andspyrnu við nýlenduveldi Portúgala og varð hinn nýi leiðtogi Palmares.
Zumbi ríkti í Palmares í fimmtán ár en þá var gerð árás á Quilombo-búðirnar í Palmares. Þann6. febrúar1694 var Cerca do Macaco, sem var aðalbyggðin og miðstöð Palmares, jöfnuð við jörðu. Zumbi gat flúið og sveit hans hélt áfram andspyrnu í næstum tvö ár en fundu portúgalar dvalarstað hans eftir ábendingu frá uppljóstrara sem var lofað að halda lífi ef hann bendi á dvalarstaðinn. Zumbi var handtekinn og hálshöggvinn20. nóvember1695. Portúgalar fluttu höfuð Zumbi tilRecife þar sem það var haft til sýnis á aðaltorginu til brjóta niður baráttuþrek og þá goðsögn sem gekk meðal afríkskra þræla að Zumbi væri ódauðlegur. Afkomendur þeirra sem bjuggu í Quilombo höfðust við í héraðinu í hundrað ár í viðbót.
Dagurinn20. nóvember er haldinn hátíðlegur í Brasilíu sem dagur afrískrar-brasíliskrar vitundar og Zumbi er hetja og frelsistákn afkomenda afríkumanna í Brasilíu og þjóðhetja í Brasilíu.