Movatterモバイル変換


[0]ホーム

URL:


Fara í innihald
WikipediaFrjálsa alfræðiritið
Leit

Yuan Shikai

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þetta er kínverskt nafn: kenni- eða fjölskyldunafnið er Yuan, eiginnafnið er Shikai.
Yuan Shikai
袁世凱
Yuan Shikai árið 1915.
Forseti Lýðveldisins Kína
Í embætti
10. mars1912 12. desember1915
Forsætisráðherra
VaraforsetiLi Yuanhong
ForveriSun Yat-sen (til bráðabirgða)
EftirmaðurHann sjálfur sem keisari
Í embætti
22. mars1916 6. júní1916
ForsætisráðherraXu Shichang
Duan Qirui
VaraforsetiLi Yuanhong
ForveriHann sjálfur sem keisari
EftirmaðurLi Yuanhong
Keisari Kína
Í embætti
12. desember1915 22. mars1916[1]
ForveriHann sjálfur sem forseti
EftirmaðurHann sjálfur sem forseti
Persónulegar upplýsingar
Fæddur16. september1859
Xiangcheng,Kína
Látinn6. júní1916 (56 ára)Peking,Kína
Börn32
StarfStjórnmálamaður, herforingi
Undirskrift

Yuan Shikai (袁世凱; 16. september 1859 – 6. júní 1916) var kínverskur stríðsherra og stjórnmálamaður sem naut mikilla áhrifa á síðustu árumTjingveldisins á valdaárumCixi keisaraekkju. Hann lék lykilhlutverk í afsögn síðasta Tjing-keisarans,Puyi, og réð síðan með alræðisvaldi sem fyrsti formlegi forsetiLýðveldisins Kína frá 1912 til 1915 og aftur árið 1916. Þess á milli reyndi Yuan að endurreisa keisaraveldi í Kína með því að taka sér sjálfurkeisaratign semHongxian-keisarinn (洪憲皇帝). Yuan naut þó ekki almennrar viðurkenningar sem keisari og er yfirleitt ekki hafður með í talningum á keisurum Kína.

Æviágrip

[breyta |breyta frumkóða]

Starfsferill

[breyta |breyta frumkóða]

Á árunum 1882 til 1894 var Yuan Shikai búsettur íKóreu og árið 1894 tók hann við stjórn kínverskrar hersveitar sem hafði hlotið þjálfun hjáÞjóðverjum. Flutningur þessarar hersveitar til Kóreu átti þátt í því að spilla samskiptum Kínverja við Japani, sem stuðlaði aðfyrra stríði Kína og Japans á árunum 1894 til 1895.

Í september 1898 var Yuan settur yfir stjórn herdeildar í héraðinuZhili sem átti að styðja umbótaherferðGuangxu-keisarans. Þegar keisarinn gaf Yuan skipun um að handtaka hina volduguCixi keisaraekkju gerði Yuan keisaraekkjunni strax viðvart, sem leiddi til þess að hún framdi valdarán og fangelsaði keisarann í eigin höll.

Umbótaherferð Yuans

[breyta |breyta frumkóða]

Cixi launaði Yuan með því að útnefna hann landstjóra í héraðinuShandong. Þar gat hann sér gott orð íboxarauppreisninni árið 1900 með því að taka hart á uppreisnarmönnunum og takast að vernda líf og eignir útlendinga. Í nóvember 1901 var Yuan kallaður tilTianjin og gerður varakonungur í héraðinu Zhili. Yuan varð brátt einn voldugasti embættismaður í Kína og beitti sér fyrir umbótum í stjórnsýslu og herafla ríkisins. Menntakerfið var endurskipulagt með aðstoð bandarísks sérfræðings, Tianjin fékk rafmagnsljós, vatnsveitu og nútímalega lögreglu og ítarlegra gatnaskipulag var innleitt í hreinlætisskyni. Allur norðurherinn var endurskipulagður með hjálp þýskra og síðan japanskra leiðbeinenda.

Hægfara umbótaherferð Yuans, sem gekk út á að umbæturnar skyldu koma frá Kínverjum sjálfum, mætti andspyrnu meðal íhaldssamramansjúskra embættismanna en hlaut hins vegar náð fyrir augum Cixi keisaraekkju, sem verðlaunaði hann með ýmsum nýjum embættum og fríðindum. Árið 1902 varð Yuan verslunarráðherra og fékk umsjón yfir verslun, námuvinnslu, járnbrautum og ritsímum um allt ríkið sem meðlimur í stórráðinu (Junjichu) og forseti í utanríkisráðuneytinu (Waiwubu). Sagt er að Yuan hafi látið framfylgja tilskipun umópíumbann (í nóvember 1906), sent rannsóknarnefndir til Evrópu og látið stofna nýtt ríkisráð sem átti að undirbúa nútímalega stjórnarskrá fyrir kínverska ríkið (1907).

Yuan lét jafnframt innleiða samhæfðan gjaldmiðil og mælieiningar fyrir Kína og innleiddi nýtt og nútímalegra og kerfi til að ráða embættismen í stjórnsýsluna í stað gamla embættisprófakerfisins. Þegar Guangxu-keisarinn og Cixi keisaraekkja létust í nóvember 1908 hafði það í fyrstu ekki mikil áhrif á völd Yuans. Þann 2. janúar 1909 létChun prins, sem varríkisstjóri í Kína í nafni hins ólögráðaPuyi keisara, hins vegar svipta Yuan embættum og skipaði honum að snúa aftur til æskuslóða sinna. Í tilskipun um brottrekstur Yuans var einfaldlega sagt að hann væri með verk í fótleggnum sem gerði honum „erfitt fyrir að ganga og framfylgja settum reglum“.

Forseti Kína og sjálfskipaður keisari

[breyta |breyta frumkóða]
Fáni Yuan Shikai sem keisara Kína.

ÞegarXinhai-byltingin braust út í október 1911 var Yuan Shikai kallaður aftur til þjónustu keisarahirðarinnar til að semja við byltingarmennina. Yuan tókst að koma því í kring að Puyi keisari sagði af sér árið 1912 og var síðan skipaður annar forseti hins nýjaLýðveldis Kína á eftirSun Yat-sen. Yuan Shikai safnaði fljótt að sér miklum völdum. Hann er talinn hafa skipað morðið áKuomintang-liðanumSong Jiaoren í mars 1913 og lét sama ár leysa upp nýja þingið í Peking, sem var aðallega skipað meðlimum úr Þjóðernisflokknum. Honum tókst að fá sjálfan sig nefndan forseta til lífstíðar og árið 1915 hóf einkaritari hans,Liang Shiyi, að leggja grunn að því að keisaraveldið yrði endurreist með Yuan sem keisara. Opinberlega þóttist Yuan ekki hafa átt neitt með þessar tilþreifingar að gera, enda mættu hugmyndir um endurreisn keisaradæmisins harðri andspyrni frá umbótasinnanumLiang Qichao.

Japan, Bretland og Rússland sendu stjórn Yuans þann 28. október 1915 aðvörðun „í nafni almenns friðar“ þar sem ríkin bentu á að almenningur myndi ekki allur styðja endurreisn keisaradæmisins og tilraunir til slíks kynnu að leiða til óeirða. Undirskriftalistar um málefnið bárust hins vegar til stjórnarinnar um Peking víðs vegar að úr ríkinu og í nóvember lét stjórnin halda atkvæðagreiðslur í héruðum Kína þar sem „einróma“ var kosið að endurreisa keisaradæmið. Þingið bauð Yuan Shikai að taka við keisaratign og í ályktun þann 11. desember 1915 sagðist hann viljugur til að taka við krúnunni og fól stjórnini að gera allar nauðsynlegar ráðstafanir.

Áætlað var að Yuan tæki formlega keisaratign í febrúar 1916. Í desember 1915 brutust hins vegar út uppreisn á móti endurreisn keisaradæmisins í héraðinuYunnan undir stjórn hershöfðingjansCai E. Með stuðningi Liang Qichao breiddist uppreisnin fljótt út um allan suðurhluta Kína og Yuan gat jafnvel ekki reitt sig á stuðning í norðurhlutanum. Því gaf Yuan út yfirlýsingu þann 21. mars 1916 að hann hefði hætt við að taka við keisarakrúnunni. Þann 22. apríl skipaði hann nýja umbótasinnaða ráðherra í stjórn sína.

Yuan var hins vegar í afar veikri stöðu eftir þessa atburði og skorað var á hann úr öllum áttum að segja af sér. Þann 11. maí kaus bráðabirgðaherstjórn íGuangzhou að lýsa varaforsetannLi Yuanhong forseta. Á sama tíma fór heilsu Yuans hrakandi og hann lést þann 6. júní úrþvageitrun. Li Yuanhong tók við af honum sem forseti í samræmi við síðustu tilskipun hans og hershöfðinginnDuan Qirui sat áfram sem forsætisráðherra.

Ítarefni

[breyta |breyta frumkóða]

Tilvísanir

[breyta |breyta frumkóða]
  1. Hans Hägerdal (2012).Kinas ledare : 1912-2012 (sænska). Historiska Media. bls. 49.ISBN 9789186297411. Afrit afupprunalegu geymt þann 20 apríl 2016.


Fyrirrennari:
Sun Yat-sen
(til bráðabirgða)
Forseti Lýðveldisins Kína
(10. mars191212. desember1915)
Eftirmaður:
Hann sjálfur sem keisari
Fyrirrennari:
Hann sjálfur sem forseti
Keisari Kína
(12. desember191522. mars1916)
Eftirmaður:
Hann sjálfur sem forseti
Fyrirrennari:
Hann sjálfur sem keisari
Forseti Lýðveldisins Kína
(22. mars19166. júní1916)
Eftirmaður:
Li Yuanhong


Forsetar Lýðveldisins Kína
Forsetar lýðveldisins ámeginlandi Kína (1912–1949)
  1. Sun Yat-sen (1912)
  2. Yuan Shikai (1912–1916)
  3. Li Yuanhong (1916–1917; 1922–1923)
  4. Xu Shichang (1918–1922)
  5. Cao Kun (1923–1924)
  6. Duan Qirui (1924–1926)
  7. Zhang Zuolin (1927–1928)
  8. Tan Yankai (1928)
  9. Chiang Kai-shek (1928–1931; 1943–1948)
  10. Lin Sen (1931–1943)
Fáni Lýðveldisins Kína
Forsetar lýðveldisins áTaívan (1948–)
  1. Chiang Kai-shek (1948–1949; 1950–1975)
  2. Yen Chia-kan (1975–1978)
  3. Chiang Ching-kuo (1978–1988)
  4. Lee Teng-hui (1988–2000)
  5. Chen Shui-bian (2000–2008)
  6. Ma Ying-jeou (2008–2016)
  7. Tsai Ing-wen (2016–2024)
  8. Lai Ching-te (2024–)
Sótt frá „https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Yuan_Shikai&oldid=1925471
Flokkar:

[8]ページ先頭

©2009-2025 Movatter.jp