Hagstofutölurnar eru ótvírætt réttari. Þjóðskrártölurnar eru frekar gagnslausar þegar kemur að heildarfjölda en gefa kannski fyrr vísbendingu um breytingar.Bjarki (spjall)11. desember 2024 kl. 11:26 (UTC)Svara
Við erum með dökkt þema á Wikipediu og í því þema ernýji hausinn hvítur með allt annað á síðunni svart (sjá mynd, gamla fyrir ofan, nýja fyrir neðan). Í þessu þema er textinn í hausnum líka ljós og því ólesanlegur. Hægt er að laga þetta með því að nota dökka stílinn úrSnið:Forsíða/Haus/styles.css, frá línu 128 niðrúr.
Hef afgreitt hluta af þessu. Skil reyndar ekki tvennt. Annars vegar þetta með takkana og hins vegar þetta með dagatenglana.
Það sést stóraukning á umferð til dagasíðnanna þegar tengillinn til þeirra er á forsíðunni. Um er að ræða 40+ PW þann dag, sem er meira en grein mánaðarins á góðum degi. Það má eyða þessu mín vegna en það mætti prufa þetta í 2-3 daga og sjá PW-niðurstöðurnar úr því.
Hvort áttu viðSnið:Forsíða/Tengill eðaSnið:Forsíða/Takki? Annars var það meiningin að hafa takkana áberandi (einkum þann undir grein mánaðarins sem segir lesa;) ) til þess að beina umferð þangað og skapa eftirspurn. En ef þér líst ekki á þá, þá væri sennilega einfaldara að fjarlægja þá og setja gömlu tenglana í staðinn.
Síðan ætlaði ég að spyrja hvað þér findist um tengilinn í fyrirsögninni "Fréttum". Á nánast öllum öðrum Wikipedium eru til gáttir fyrir fréttir en vissulega eru gáttirnar gjörsamlega óvirkar hérna. Pæling að sleppa því að hafa tengil í þessari fyrirsögn. Síðan er málið um fyrirsögnina sjálfa, hvort ætti hún að vera "Fréttir" eða "Í fréttum"?Logiston (spjall)26. desember 2024 kl. 20:31 (UTC)Svara
Ætla leyfa þér að breyta forsíðuhaus og snið:systurverkefni eins og ég sagði.
Sáttur við takkana eins og þeir eru, var aðalega bara að búa til einhvert samningsatriði sem ég gæti gripið til ef hin atriðin væru ekki löguð. Það er að segja, ef að hin atriðin hefðu ekki verið löguð þá hefði ég sagt að næturstillingin skipti meira máli og notað takkana sem skiptimynt í samningum.
Fyrst að þú nefnir Gátt:Fréttir þá gætum við tengt íWikipedia:Í fréttum.... Nokkuð viss um að atriði þaðan enda á dagsetningagreinum (t.d.28. desember og2024), sem er eflaust ástæðan fyrir tenglinum á 2024.
Í staðinn fyrir að búa til nýtt redirect í hverjum mánuði, væri ekki betra að nota strengja módulinn eða ehv slíkt? Sem dæmi gæti þetta virkað (eins og þetta er uppsett núna) til að sækja heitið á núverandi grein mánaðarins.
Greinin er hard coded á forsíðunni eins og er (* {{Forsíða/Takki | Grikkland hið forna | Lesa }}) (lína 15). Þessi strengja module myndi þá koma inn í takkann svo að það sé sjálfvirkt.
Mig grunar að þetta sé miklu betra. Sparar okkur óþarfa vinnu sem er verðmætt. Og losnum líka við redirect-quoteið efst á síðunni þegar ýtt er á takkann.
Mjög flott:) Samt ein pæling þar sem efnisyfirlitið er horfið. Væri hægt að fá linka að „Verkefninu“ sem er í aðalvalmyndinni? Þ.e. Nýlegar breytingar, (Nýjustu greinar), Samfélagsgátt og (Potturinn) (eða þá uppfæra mobile viðmótið þar sem þeir koma ekki upp þar).Fyxi (spjall)29. desember 2024 kl. 00:55 (UTC)Svara
Síðasta athugasemd:fyrir 10 mánuðum4 athugasemdir3 aðilar í umræðu
Mér dettur í hug hvort það gæti ekki verið sniðugt að halda uppi verkefnissíðu með lista af Íslendingum sem eru með greinar um sig á öðrum tungumálaútgáfum Wikipediu, en ekki enn á íslensku Wikipediu? Mér finnst það sjálfsagt markmið hjá íslensku Wikipediu að vera allavega með betri upplýsingar um Ísland og Íslendinga en hin enska, svo það væri gagnlegt sem vegvísir að greinum sem vanti sérstaklega.TKSnaevarr (spjall)30. desember 2024 kl. 21:22 (UTC)Svara
Síðasta athugasemd:fyrir 10 mánuðum7 athugasemdir4 aðilar í umræðu
Ég setti eyðingartillögu á tvær greinar @Bjornkarateboy gerði um börn Höllu Tómasdóttur þar sem þau eru ekki sérlega þekkt fyrir neitt annað en móður sína, sem nægir að mínu mati augsýnilega ekki til að uppfylla markverðugleikaregluna. Hann benti hins vegar á að það eru til nokkrar greinar hér um börn og foreldra forseta sem hafa fengið að standa. Mér þykir vert að ræða þessar greinar líka og hvaða stefnu við viljum hafa um þær.
Þessar síður sýnast mér vera um fólk sem er ekki þekkt fyrir margt annað en að vera foreldrar forseta. Ég hugsa að Þórarinn og Grímur sleppi þar sem þeir gegndu opinberum störfum eða embættum, en ég er ekki viss um hin þrjú. Hvað finnst ykkur?TKSnaevarr (spjall)7. janúar 2025 kl. 16:05 (UTC)Svara
Svanhildur sleppur líka sem útgefinn höfundur (bréfritari). Jóhannes var talsvert þekktur sem frjálsíþróttamaður, íþróttakennari og þjálfari (m.a. fræðslufulltrúi ÍSÍ). Grímur var auðvitað vel þekktur, en aðallega sem rakari. Hann finnst mér að eigi fremur heima í kafla um fjölskyldu ÓRG en sem sérgrein.--Akigka (spjall)7. janúar 2025 kl. 16:17 (UTC)Svara
En svo má líka athuga það sjónarmið að ef það er ekki augljóst hvernig hægt væri að auka við grein um viðkomandi einstakling, svo hún verði meira en ein málsgrein, þá ætti hún kannski fremur heima sem undirkafli í grein um frægari ættingja (sjá)--Akigka (spjall)7. janúar 2025 kl. 16:24 (UTC)Svara
Grímur Kristgeirsson var vel þekktur, þá sérstaklega fyrir vestan, löngu áður en Ólafur Ragnar varð það. Það er til nóg af efni um hann til að skrifa meira en eina málsgrein.Alvaldi (spjall)7. janúar 2025 kl. 20:04 (UTC)Svara
Já, eftir á að hyggja er ég sammála um að greinin um Svanhildi sleppi þar sem skrif hennar hafa verið gefin út og berklasetrið er nefnt eftir henni. Jóhannes mögulega líka, en greinin um hann þyrfti þá að gera betur grein fyrir því hver framlög hans í íþróttum voru, sem mér finnst hún ekki gera núna. Af þessum greinum finnst mér greinin um Sigrúnu síst eiga rétt á sér. Sú grein gefur ekki til kynna að hún hafi verið sérlega þekkt fyrir neitt annað en að eiga fræg börn.TKSnaevarr (spjall)7. janúar 2025 kl. 21:14 (UTC)Svara
Síðasta athugasemd:fyrir 9 mánuðum9 athugasemdir5 aðilar í umræðu
Mig langar að stinga upp á stefnubreytingu varðandi vélþýðingar. Við höfum (oft) eytt umyrðalaust eða gert eyðingartillögur þar sem vélþýddur texti er settur inn lítt breyttur. Ástæðan er auðvitað að slíkur texti hefur hingað til verið "óforbetranlegur" og ekki þess virði að reyna að laga hann til. Þetta hefur hins vegar breyst síðustu 2 ár. Nú er vélþýddur texti frá sumum forritum oft bara bærilegur og hægt að setja inn með tiltölulega litlum lagfæringum. Það er enn augljóst þegar texti er settur inn óbreyttur frá vélþýðanda, en oft er hægt að gera hann góðan með litlum lagfæringum. Mér finnst það því ekki lengur eyðingarsök að texti sé frá vélþýðanda, heldur fremur tilefni til lagfæringar. Mér finnst við ættum því að nota hreingerningarsnið fremur en eyðingarsnið, nema vélþýðingin sé þeim mun verri. Hvað finnst ykkur?Akigka (spjall)11. janúar 2025 kl. 19:34 (UTC)Svara
Hafnað. Líttu á rannsóknir um vélarþýðingar og þar sést mjög skýrt að vélarþýðingar eru enn slæmar. Íslenska ólíkt ensku er mun flóknari, beygingarlýsingar eru helsta dæmið hérna. Það er ekki boðlegt að koma með svona fullyrðingar án þess að fletta hlutunum upp.
Rannsóknir á íslenskum vélarþýðingum nota oft WER - word error rate, sem felur í sér hvort rétt orð er valið, ekki hvort beygingarmyndin sé rétt eða orðið passi vel í setninguna. Þannig er vélarþýðing miðeindar samkvæmt þeim sjálfum með 20% WER, en það er ekki nóg fyrir góða íslensku. Það að taka tölur frá þeim sjálfum er líka ekki góð vísindi og talan líklega í raun mun verri. Það er ekki til rannsókn á WER á íslensku í vélarþýðingunni semContentTranslate notar. Ef Mói væri hérna ennþá þá myndi hann setja út á allar þessar vélarþýðingar.
Til að skoða beygingarlýsingar, skoðaðu IceNLP og Greini. Báðir möguleikarnir geta ekki snúið setningu með orðum með greini úr ensku yfir í íslensku og aftur yfir á ensku án þess að missa úr orð.
Hvað hreingerningasniðið varðar þá er bara fleiri og fleiri greinar sem bætast þar við og ekkert sjónmál á því að það minnki niður, hvað þá niður í núll. Meðal erlenda stofnenda síðu hefur aðeins einn náð að setja fram góða þýdda grein og það varMaxí. Hann var að læra íslensku og þrátt fyrir það tók það hann dágóðan tíma að fá þýðinguna rétta, eftir margar athugasemdir. Þær greinar sem eru helst merktar sem vélarþýðingar af mér eru eftir erlenda stofnendur sem geta ekki lagað greinarnar. Stundum hef ég bent áWikipedia:Overview sem þeir geta ekki farið eftir heldur, þó það sé á ensku. Merkingar með hreingerningarsniði er bara merking til að slá vandamálinu á frest um ókominn tíma.Snævar (spjall)11. janúar 2025 kl. 20:46 (UTC)Svara
Wikipedia er skrifuð af notendum ekki tölvuforritum. Eins og Snævar nefndi eru þessar vélþýðingar ekki nógu góðar fyrir íslensku sama hve mörg ár hafa liðið. Menn vilja skrifa og bæta greinar um áhugamál sín en ekki laga eitthvert gervigreindarsull. ChatGPT er nákvæmasta vélþýðing sem ég þekki en samt er hún langt frá því að vera fullkomin. Hún bullar ennþá stundum orðum, beygir ekki orð rétt (einkum í fleirtölu eða kyni) og notar skrýtin orðatiltæki. Einnig getur hún ekki alltaf flett up t.d. í orðabók til að leita að viðurkenndum þýðingum o.fl. Dæmigerður notandi sem er að stofna vélþýddar síður er ekki með aðgang að gögnunum sem gera henni kleift að skrifa passlega íslensku fyrir alfræðisíðu. Að leyfa vélþýðingu myndi leiða til fleiri lægri gæða síðna þar sem höfundurinn getur ekki borið ábyrgð á þýðingu hennar.
Ég er frekar efins um að það væri skynsamlegt skref. Ég hef frekar litið á það þannig að skánandi vélþýðingar eigi að verða til þess að við herðum frekar á kröfu um að greinar á íslensku Wikipediu séu á skiljanlegri íslensku frekar en að slaka á þeim. Þeir sem vilja lesa vélþýtt efni á íslensku geta nefnilega gert það með því að heimsækja WP á öðrum tungumálum og þýða efnið þar með hjálp þeirra tæknilausna sem eru í boði. Það er því óþarfi að búa sérstaklega til síður hér með hrátt vélþýddu efni, en auðvitað sjálfsagt að nota vélþýðingu sem hjálpartæki til að flýta fyrir þýðingum. Tilgangurinn með því að halda úti Wikipediu á íslensku hlýtur að vera að leyfa efnistökum og áherslum íslenskumælandi notenda að njóta sín. Svo tek ég líka undir með Snævari að það er ekki góð lausn að setja greinar á lélegri íslensku í viðhaldsflokka. Að hreinsa til eftir aðra er líklega óvinsælasta verkefnið á meðal notenda hér.Bjarki (spjall)12. janúar 2025 kl. 16:08 (UTC)Svara
Takk fyrir góð svör. Vitið þið um einhver benchmarking-próf á íslenskuþýðingum frá þessum nýju þýðendum (ég á við LLM-þýðendur eins og m.is, velthyding.is, Google Translate, Gemini og ChatGPT)? Það eru auðvitað margar greinar hér með töluvert af villum, þótt þær komi ekki frá þýðingarvélum. Þetta er frekar spurning um hvernig á að merkja þær sem eru augljóslega vélþýddar.Akigka (spjall)12. janúar 2025 kl. 17:12 (UTC)Svara
Hérna er samantekt á þýðingarvélum og einkunnum þeirra. Athugaðu að greynir er með hlutfall yfir rétt svör, á meðan hinar þýðingarvélarnar eru með hlutfall rangra svara. Einnig inniheldur greynir beygingar, en hinir ekki. Vegna þess setti ég inn rannsókn á beygingum greynis einnig.
Rannsóknin segir að færeyska sé þýdd út frá íslensku og að sum orð séu íslenskuð. Það er því ljóst að NLLB-200 á íslensku er betri en þessar tölur segja til um.
Ég met þessar niðurstöður þannig að Greynir sé bestur, síðan GoogleTranslate í öðru sæti. Beygingarrannsóknin á greyni sýnir að greynir er veikari í þýðingum, en ekki beygingum. Sambærilegt skor á Greini við hinar vélarnar væri líklega á milli talnana tveggja, 75% rétt eða 25% WER, sem er betra en GoogleTranslate. Út frá færeysku NLLB-200 rannsókninni sést að NLLB-200 er verri en Greynir.
Þýðingar með ContentTranslate á Wikipediu eru sendar aftur í þýðingarvélina til að bæta hana enn frekar. Sjámw:Content_translation/Machine_Translation/NLLB-200#Wikimedia_Foundation’s_obligations. NLLB-200 og greynir eru gerfigreindar þýðingarvélar. Ef þú lætur þau fá gögn sem eru með minna en 20% leiðrétts texta, eins og með notandann JetLowly, þá lendir þú íen:Garbage in, garbage out aðstæðum. Þýðingarvélin fær skilaboð um að þýðingin sín sé að nær öllu leyti rétt og byggir aðrar þýðingar á því. Þýðingarnar verða verri með tímanum.
Þetta að ekki eyða vélarþýðingum hefur verið reynt áður. Árið 2017, á milli júlí og september og aftur í desember bjó notandinn Japan Football til893 greinar sem eru allar vélarþýddar. Hann stoppaði ekki fyrr en hann varbannaður á öllum verkefnum í september, fékk annað tækifæri í desember sem var brotið samstundis og var bannaður aftur.
Það að vélarþýddar greinar séu í sama gæðaflokki og aðrar greinar er rangt. Ámw:Content_translation/Deletion_statistics_comparison í öðrum ársfjórðungi 2022 var 13% fleiri greinum eytt sem voru búnar til af ContentTranslate, heldur en öðrum greinum. Það sama gildir um aðra ársfjórðunga á þeirri síðu. Íslenska Wikipedia endar á þessum lista þegar hlutfall greina frá ContentTranslate sem hefur verið eytt er hátt. Það er enn eitt dæmið um að vélþýðingar séu ekki nógu góðar án leiðréttinga.
Ég hef enga samúð með notendum sem að opna bara ContentTranslate, smella nokkrum sinnum án þess að leiðrétta nokkurn skapaðan hlut og gefa út grein þannig. Það að afrita og líma frá öðrum þýðingarvélum án leiðréttinga er alveg jafn slæmt.
Ég mæli með þessum vinnubrögðum:
Notist við ContentTranslate, vélþýðing.is (Greynir) eða GoogleTranslate. Tungutorg og Apertium eru annars flokks þýðingarvélar og ekki nothæfar.
Notandi skal hafa kunnáttu á íslensku, minnst eitt ár í íslenskukennslu eða með íslensku sem móðurmál. Notendur með minni kunnáttu geta ekki breytt beygingamyndum vegna þekkingarleysis.
Notandi skal alltaf leiðrétta vélarþýðingar. Síður sem hafa verið merktar af ContentTranslate íFlokkur:Síður með óathuguðum þýðingum hafa minna en 20% leiðréttan texta frá notenda. Notandi sem vistar slíka grein hefur verið varaður við af ContentTranslate og því er réttlætanlegt að eyða henni.
Takk fyrir þetta. Ég vissi ekki af NLLB-200. Þetta eru verðmætar upplýsingar, en aðeins ein rannsókn (á Google Translate) inniheldur benchmarking upplýsingar fyrir tauganetsþýðanda á íslensku. GT hefur aðeins batnað síðan 2018, en (sýnist mér) ekki nógu mikið til að breyta þessum niðurstöðum verulega. Út frá minni eigin reynslu er GT versti tauganetsþýðandinn sem ég hef prófað. Ég er alveg sammála því að óbreyttur texti frá Content Translate hefur oftast verið ónothæfur. Ég hef oft reynt að nota CT en var kominn á það að það svaraði ekki kostnaði. Ég væri fljótari að þýða frá grunni. Ég kannski prófa það aftur. Ég er rétt að byrja að prófa m.is/thyding og Gemini Pro, en við fyrstu sýn virðast mér þessi tæki þýða mun betur en bæði GT og CT, nógu vel til að hægt væri að bera villufjölda saman við íslenskan Wikipedia-notanda með litla reynslu af textaskrifum, en ég get að vísu ekki vísað í nein alvöru próf til að staðfesta það.Akigka (spjall)13. janúar 2025 kl. 11:45 (UTC)Svara
Fann loks próf sem sýnir hvað þýðandinn í ContentTranslate gerir. Hann er með skorið 25% réttBLEU. Ef ég hefði ekki verið búinn að biðja WMF um að nota Greyni/GPT-4 þá hefði ég tekið ákvörðunina íWikipedia:Potturinn/Safn 27#Reverting to Google as the default Machine Translation in Icelandic Wikipedia til endurskoðunar. Líka, prófin sem ég vísa til eru að prófa texta frá Íslensku Wikipediu, hún hefur verið hluti af þessum prófunum í nokkur ár.
M.is hefur engin próf, þannig þetta lyktar af sömu vitleysunni og umræðan "Reverting to Google as the default Machine Translation in Icelandic Wikipedia". Beiðni hafnað. M.is er ekki með skráðan þýðanda eða tokanizer. Sú vefsíða skráir bara orðabækur og hugbúnað sem skrifar texta frá talmáli. Apertium bætti sig um 5% við það að taka upp tokanizerinn Ice-NLP. Sýnir bara að metnaðurinn að hafa bestu þýðingarvélina er ekki til staðar hjá m.is.Snævar (spjall)28. janúar 2025 kl. 05:00 (UTC)Svara
We’re happy to announce the launch ofWiki Loves Ramadan 2025, an annual international campaign dedicated to celebrating and preserving Islamic cultures and history through the power of Wikipedia. As an active contributor to the Local Wikipedia, you are specially invited to participate in the launch.
This year’s campaign will be launched for you to join us write, edit, and improve articles that showcase the richness and diversity of Islamic traditions, history, and culture.
To get started, visit thecampaign page for details, resources, and guidelines: Wiki Loves Ramadan 2025.
Addyour community here, and organized Wiki Loves Ramadan 2025 in your local language.
Whether you’re a first-time editor or an experienced Wikipedian, your contributions matter. Together, we can ensure Islamic cultures and traditions are well-represented and accessible to all.
Feel free to invite your community and friends too. Kindly reach out if you have any questions or need support as you prepare to participate.
Síðasta athugasemd:fyrir 9 mánuðum9 athugasemdir4 aðilar í umræðu
Ég setti inn tillögu að úrvalsgrein fyrir bráðum þremur árum sem enginn tók afstöðu til. Gæti einhver sagt sína skoðun? Annars finnst mér að við mættum vera miklu duglegri að tilnefna úrvalsgreinar og gæðagreinar. Flestar greinarnar sem hafa þá stöðu voru samþykktar fyrir löngu, og það eru til fullt af nýrri greinum af sambærilegum gæðum.TKSnaevarr (spjall)18. janúar 2025 kl. 22:04 (UTC)Svara
Ég hef lengi ætlað mér að gera tillögur um breytingar, bæði á því hvernig greinar fá þessar gæðamerkingar og líka mögulega inntaki þeirra. Það er augljóst að þessar reglur um tilnefningar og kosningar gera ráð fyrir miklu stærra og virkara samfélagi notenda en nú er. Það er hreinlega ómögulegt að fá nýja úrvalsgrein samþykkta samkvæmt þessum reglum af því að það eru ekki einu sinni sex virkir notendur sem eru líklegir til að taka þátt í slíkri yfirferð. Svona stífar reglur um tiltekinn atkvæðafjölda og fleira ganga í raun gegn því hvernig ákvarðanir eru yfirleitt teknar á WP.Bjarki (spjall)18. janúar 2025 kl. 23:02 (UTC)Svara
Í sannleika sagt finnst mér líka eins og gæðastaðallinn hafi færst eitthvað til frá því að flestar eldri greinarnar voru samþykktar. Margar greinarnar sem eru í flokknum Gæðagreinar eru styttri og með færri heimildir en greinar sem hefur verið hafnað í seinni tíð, eða hafa aldrei verið tilnefndar.TKSnaevarr (spjall)19. janúar 2025 kl. 04:10 (UTC)Svara
Það er hægt að útskýra stóran hluta þessara felldna tillaga út frá hlutfalli ytri tengla og lengd greinarinnar (lengd greinar/fjöldi ytri tengla). Ég ætla ekki að reyna að telja heimildirnar sjálfar, það er gífurleg vinna. Það getur líka verið að greinin hafi breyst nægilega mikið frá því að tillagan var lögð fram. Það hefur áður verið gert allsherjar endurmat á úrvalsgreinum og það kemur til greina að gera það sama fyrir gæðagreinar. Meðalstærð gæðagreina er 32.043 bæti.
Meðal felldra tillagna eru þessar greinar með hæsta hlutfallið af ytri tenglum á lengd greinar og takmarkað við greinar sem eru stærri en 32.000 bæti:Kanada,Bandaríkin,Íslenska þjóðkirkjan,Ítalía. Fyrir utan Íslensku þjóðkirkjuna voru þessar tillögur meðal fyrstu 11 tilnefningana og Íslenska þjóðkirkjan var tilnefnd 2007.
Legg til að breyta atkvæðafjölda fyrir tillögur til gæðagreina úr 3 í 2 og atkvæðafjölda fyrir úrvalsgreina úr 6 í 4. Endurmats atvæðafjöldi verður áfram sá sami. Þar að auki, sá sem leggur fram tillögu, bæði endurmat og tillögu um nýja gæðagrein eða úrvalsgrein, telst sem atvæði með tillögunni, svo framalega sem hann stenst kosningarétt.
Dæmi:
Eftir að tillaga hefur verið lögð fram um nýja gæðagrein, þarf bara eitt atkvæði með tillögunni í viðbót. Ef slík tillaga fær síðan eitt atkvæði á móti þá fellur hún, enda hlutfall mótmæla yfir 25%.--Snævar (spjall)19. janúar 2025 kl. 00:41 (UTC)Svara
Ég setti inn nokkrar tillögur að gæðagreinum. Þetta eru ekki endilega gallalausar greinar (annars myndi ég tilnefna þær sem úrvalsgreinar), en þær eru að mínu mati ekkert síðri en margar eldri greinar sem hafa stöðu gæðagreina.TKSnaevarr (spjall)19. janúar 2025 kl. 20:01 (UTC)Svara
Samþykkt. Ég er með í huga tillögu að aðeins róttækari breytingu á þessum ferlum sem ég þarf að móta aðeins betur, en þetta er skref í rétta átt. Þar sem enginn hefur mótmælt þessu í þrjár vikur, þá lít ég svo á að það sé sátt um þetta.--Bjarki (spjall)10. febrúar 2025 kl. 11:17 (UTC)Svara
Universal Code of Conduct annual review: provide your comments on the UCoC and Enforcement Guidelines
My apologies for writing in English.Please help translate to your language.
I am writing to you to let you know the annual review period for the Universal Code of Conduct and Enforcement Guidelines is open now. You can make suggestions for changes through 3 February 2025. This is the first step of several to be taken for the annual review.Read more information and find a conversation to join on the UCoC page on Meta.
Síðasta athugasemd:fyrir 9 mánuðum1 athugasemd1 aðili í umræðu
Please help translate to your language
Dear Wiki Community,
You are humbly invited to organize theFeminism and Folklore 2025 writing competition from February 1, 2025, to March 31, 2025 on your local Wikipedia. This year, Feminism and Folklore will focus on feminism, women's issues, and gender-focused topics for the project, with aWiki Loves Folklore gender gap focus and a folk culture theme on Wikipedia.
You can help Wikipedia's coverage of folklore from your area by writing or improving articles about things like folk festivals, folk dances, folk music, women and queer folklore figures, folk game athletes, women in mythology, women warriors in folklore, witches and witch hunting, fairy tales, and more. Users can help create new articles, expand or translate from a generated list of suggested articles.
Organisers are requested to work on the following action items to sign up their communities for the project:
Create a page for the contest on the local wiki.
Set up a campaign onCampWiz tool.
Create the local list and mention the timeline and local and international prizes.
This year, the Wiki Loves Folklore Tech Team has introduced two new tools to enhance support for the campaign. These tools include theArticle List Generator by Topic andCampWiz. The Article List Generator by Topic enables users to identify articles on the English Wikipedia that are not present in their native language Wikipedia. Users can customize their selection criteria, and the tool will present a table showcasing the missing articles along with suggested titles. Additionally, users have the option to download the list in both CSV and wikitable formats. Notably, the CampWiz tool will be employed for the project for the first time, empowering users to effectively host the project with a jury. Both tools are now available for use in the campaign.Click here to access these tools
Learn more about the contest and prizes on ourproject page. Feel free to contact us on ourmeta talk page or by email us if you need any assistance.
Síðasta athugasemd:fyrir 9 mánuðum1 athugasemd1 aðili í umræðu
Please help translate to your language
Dear Wiki Community,You are humbly invited to participate in theWiki Loves Folklore 2025 an international media contest organized on Wikimedia Commons to document folklore and intangible cultural heritage from different regions, including, folk creative activities and many more. It is held every year from the1st till the 31st of March.
You can help in enriching the folklore documentation on Commons from your region by taking photos, audios, videos, andsubmitting them in this commons contest.
You can alsoorganize a local contest in your country and support us in translating theproject pages to help us spread the word in your native language.
Feel free to contact us on ourproject Talk page if you need any assistance.
Síðasta athugasemd:fyrir 9 mánuðum1 athugasemd1 aðili í umræðu
My apologies for writing in English.Please help translate to your language.
This is a reminder that the first phase of the annual review period for the Universal Code of Conduct and Enforcement Guidelines will be closing soon. You can make suggestions for changes throughthe end of day, 3 February 2025. This is the first step of several to be taken for the annual review.Read more information and find a conversation to join on the UCoC page on Meta. After review of the feedback, proposals for updated text will be published on Meta in March for another round of community review.
Please share this information with other members in your community wherever else might be appropriate.
Flott. Einnig gæti verið þægilegt að hafa fyrirmyndir. T.d. ef búa á til grein um hljómsveit má horfa til einhverrar ákveðinnar greinar eða greina um hljómsveit. Það myndi vonandi líka hjálpa til við samræmi milli greina.Cinquantecinq (spjall)8. febrúar 2025 kl. 22:51 (UTC)Svara
Rýmkaði textann aðeins á tveimur stöðum. Í fyrsta lagi leyfir feitletunarreglan núna að merkja atriði, sem passar betur við röksemdarfærsluna. Í öðru lagi mega fyrirsagnir núna innihalda tengla (bæði innri og ytri tengla), en ekki heimildir. Röksemdarfærslan var að fyrirsagnir gætu ekki innihaldið tengla af tæknilegum ástæðum, sem reyndist rangt við prófun. Þessi sama prófun sýndi líka að heimildir í fyrirsögn virkar ekki, vegna þess að ekki var hægt að tengja í fyrirsögnina.
Lít á þessar breytingar sem tiltölulega minniháttar. Í ljósi þess að tveir eru sammála (með mér meðtöldum) og enginn á móti þá geri ég þetta að reglu.--Snævar (spjall)6. mars 2025 kl. 02:42 (UTC)Svara
Það væri samt í andstöðu við þar sem mælt er með því að tengja undir fyrirsagnir fremur en í fyrirsögninni sjálfri. Er ástæða til að bregða út af þeirri reglu?--Akigka (spjall)6. mars 2025 kl. 14:47 (UTC)Svara
Já, það er ástæða fyrir því að leyfa tengla í fyrirsögnum. Enska wikipedia bætti við sinni reglu í breytingunnien:Special:Diff/291987216 sem notaren:WP:ACCESS sem ástæðu, sem hefur ekki þetta atriði, en wp:access er fyrir aðgengismál. Enska wikipedia byggir líka ofaná staðlinum WCA fráW3C sem segir "In some situations, authors may want to provide part of the description of the link in logically related text that provides the context for the link." (https://www.w3.org/WAI/WCAG22/Understanding/link-purpose-in-context.html )
Einstaklingur sem er blindur eða hálfblindur myndi nota skjálesara hugbúnað. Sjálesarinn myndi lesa "fyrirsögn tengill <kaflatitill>". Setningin "Eftirfarandi kafli er um[[<kaflatitil>]]", sem kæmi í staðinn fyrir tengilinn í fyrirsögninni, er bara umbreyting á stikkorðum í setningu án frekara samhengis. Snið:Aðalgrein er lítið skárri, en ég ætla að leyfa þeirri notkun að vera einstaklingsbundri.Snævar (spjall)6. mars 2025 kl. 16:49 (UTC)Svara
Upcoming Language Community Meeting (Feb 28th, 14:00 UTC) and Newsletter
Síðasta athugasemd:fyrir 9 mánuðum1 athugasemd1 aðili í umræðu
Hello everyone!
We’re excited to announce that the nextLanguage Community Meeting is happening soon,February 28th at 14:00 UTC! If you’d like to join, simply sign up on thewiki page.
This is a participant-driven meeting where we share updates on language-related projects, discuss technical challenges in language wikis, and collaborate on solutions. In our last meeting, we covered topics like developing language keyboards, creating the Moore Wikipedia, and updates from the language support track at Wiki Indaba.
Got a topic to share? Whether it’s a technical update from your project, a challenge you need help with, or a request for interpretation support, we’d love to hear from you! Feel free toreply to this message or add agenda items to the documenthere.
Also, we wanted to highlight that the sixth edition of the Language & Internationalization newsletter (January 2025) is available here:Wikimedia Language and Product Localization/Newsletter/2025/January. This newsletter provides updates from the October–December 2024 quarter on new feature development, improvements in various language-related technical projects and support efforts, details about community meetings, and ideas for contributing to projects. To stay updated, you can subscribe to the newsletter on its wiki page:Wikimedia Language and Product Localization/Newsletter.
We look forward to your ideas and participation at the language community meeting, see you there!
Síðasta athugasemd:fyrir 8 mánuðum1 athugasemd1 aðili í umræðu
Hello Wikipedians,
Apologies as this message is not in your language,Please help translate to your language.
TheLanguage and Product Localization team has improved theContent Translation dashboard to create a consistent experience for all contributors using mobile and desktop devices. The improved translation dashboard allows all logged-in users of the tool to enjoy a consistent experience regardless of their type of device.
With a harmonized experience, logged-in desktop users now have access to the capabilities shown in the image below.
Notice that in this screenshot, the new dashboard allows: Users to adjust suggestions with the "For you" and "...More" buttons to select general topics or community-created collections (like the example of Climate topic). Also, users can use translation to create new articles (as before) and expand existing articles section by section. You can see how suggestions are provided in the new dashboard in two groups ("Create new pages" and "Expand with new sections")-one for each activity.In the current dashboard, you will notice that you can't adjust suggestions to select topics or community-created collections. Also, you can't expand on existing articles by translating new sections.
We will implementthis improvement on your wikion Monday, March 17th, 2025 and remove the current dashboardby May 2025.Please reach out with any questions concerning the dashboard in this thread.
Thank you!
On behalf of the Language and Product Localization team.
TheWikimedia Foundation will switch the traffic between its data centers. This will make sure that Wikipedia and the other Wikimedia wikis can stay online even after a disaster.
All traffic will switch on19 March. The switch will start at14:00 UTC.
Unfortunately, because of some limitations inMediaWiki, all editing must stop while the switch is made. We apologize for this disruption, and we are working to minimize it in the future.
A banner will be displayed on all wikis 30 minutes before this operation happens. This banner will remain visible until the end of the operation.
You will be able to read, but not edit, all wikis for a short period of time.
You will not be able to edit for up to an hour onWednesday 19 March 2025.
If you try to edit or save during these times, you will see an error message. We hope that no edits will be lost during these minutes, but we can't guarantee it. If you see the error message, then please wait until everything is back to normal. Then you should be able to save your edit. But, we recommend that you make a copy of your changes first, just in case.
Other effects:
Background jobs will be slower and some may be dropped. Red links might not be updated as quickly as normal. If you create an article that is already linked somewhere else, the link will stay red longer than usual. Some long-running scripts will have to be stopped.
We expect the code deployments to happen as any other week. However, some case-by-case code freezes could punctually happen if the operation require them afterwards.
Síðasta athugasemd:fyrir 8 mánuðum5 athugasemdir4 aðilar í umræðu
Ég hef búið til síður um skólameistara FG en þær eru merktar sem ómarkverðar. Ég vil því grípa tækifærið og segja að það eru til minnst þrjár síður um Rektora MR sem hafa fengið að standa ansi lengi.85.220.124.1324. mars 2025 kl. 00:42 (UTC)Svara
Það er alveg umræða út af fyrir sig hvort við ættum að vera með greinar um rektora menntaskóla almennt.Viðmið um markverðugleika fólks (þótt þær séu ekki bindandi) hníga ekki sérstaklega í þá átt, og aðrar tungumálaútgáfur virðast lítið vera með greinar um kennara eða skólastjóra fyrir neðan háskólastig, nema þeir séu þekktir fyrir eitthvað annað en skólastarfið.
Ég tel frekar borðliggjandi að grunnskólastjórar uppfylla ekki markverðugleikareglur nema þeir séu þekktir fyrir eitthvað fleira. @Bjornkarateboy bjó til tvær greinar um grunnskólakennara. Í annarri greininni er tekið fram að viðkomandi hafi verið bæjarfulltrúi, sem gæti réttlætt að henni sé haldið. Í hinni greininni (um Gunnlaug Sigurðsson) kemur ekkert fram annað en að hann hafi verið grunnskólastjóri, og sú grein þyrfti því að gera betur grein fyrir störfum hans ef það á að halda henni.TKSnaevarr (spjall)24. mars 2025 kl. 03:19 (UTC)Svara
Leitaði að öllum greinunum, bæði greinum Björns og MR skólastjórunum. Fyrrgreindur listi MR skólastjóra voru allir með tug eða hundruð leitarniðurstaðna á tímarit.is, fyrir utan Yngva og Elísabetu. Elísabet var fyrsti framhaldsskóla forvarnafulltrúinn, svo hún sleppur, en Yngvi hefur ekki gert neitt markvert.
Eina sem ég hefði á móti því er að þá er eins og "Varðskipið" sé hluti af nafni skipsins, sem það er ekki. Hvað með t.d.Þór (varðskip 1951-1982)? Erlendis er víða hefð fyrir einhvers konar forskeyti, (MS, SS, HMS o.s.frv.), en það er þá formlegur hluti nafnsins í skipaskrá.--Akigka (spjall)26. mars 2025 kl. 12:55 (UTC)Svara
Það mætti færa rök fyrir því að það algenga nafn skipana (samanberWP:COMMONNAME á ensku WP) og því heppilegra fyrir greinina en ég væri alveg sáttur við þína tillögu þar sem hún er einnig betur lýsandi heldur en núverandi nafnahefð.
Það er einnig spurning um að nota forskeytið V/S en Landhelgisgæslan notar það að einhverju leyti og notkun þess finnst einnig á Tímarit.is, sbr. og. V/S stendur reyndar fyrir Varðskip. Enska WP notar ICGV (Icelandic Coast Guard Vessel) forskeytið á undan í greinum um íslensku varðskipinICGV Þór (2009) og LHG virðist nota það að einhverju leyti á ensku.Alvaldi (spjall)26. mars 2025 kl. 13:57 (UTC)Svara
Mér finnst í lagi að setja 'varðskipið' í titilinn (án þess að vera í sviga). Ef við tökum Ægi sem dæmi og leitum að því á tímarit.is, þá fáum við meldingu frá vefnum að hafa leitina nákvæmari. Ægir skilar líka þúsundum niðurstaðna fyrir vígslu skipsins 1968. Þannig ég tel að titilinn sé enn að fylgja eftir 'algengasta heiti viðfangsefnisins' reglunni afWikipedia:Nafnavenjur greina.Snævar (spjall)26. mars 2025 kl. 14:08 (UTC)Svara
Mér finnst það vafasamt, af því þessi skip hafa formlegt nafn sem er að finna í opinberum gögnum (skipaskrá). Þór er þar til dæmis skráður sem "Þór RE". Að setja "Varðskipið" fyrir framan er dálítið eins og að hafa flettur á borð við "Rapparinn Kanye West", eða "Tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson".--Akigka (spjall)26. mars 2025 kl. 14:44 (UTC)Svara
Þá ætti þetta að veraÍslenska varðskipið Þór, eða hvað? Ég tek fram að ég hef ekki sterka skoðun á þessu. Fannst bara að flettuheitið ætti að fylgja heiti skipsins með aðgreiningu í sviga eftir þörfum, eins og venjan er. Mikilvægara er þó að vera með vandaðar greinar um þessi merkilegu skip.--Akigka (spjall)26. mars 2025 kl. 15:47 (UTC)Svara
Þætti það vera óþarfi fyrir íslensk varðskip amk í ljósi þess að þetta er íslenska Wikipedia. En sjáum hvort við fáum ekki fleiri álit hérna inn. Stefni á að renna yfir þessar greinar á næstunni og laga þær til.Alvaldi (spjall)26. mars 2025 kl. 16:17 (UTC)Svara
Síðasta athugasemd:fyrir 7 mánuðum5 athugasemdir3 aðilar í umræðu
Ég átta mig á því að Wikipedia er ekki orðabók og ég hef alloft lent í að greinum eftir mig sé eytt á þeim forsendum. Hins vegar vil ég benda á að það eru alltaf greinar hér og þar á Wikipedia sem mér finnst vera hreinar orðabókaskilgreiningar þannig ég vil spyrja: Hvar dragið þið línuna með hvort hugtak sé orðabókarskilgreining eða ekki?Bjornkarateboy (spjall)30. mars 2025 kl. 22:56 (UTC)Svara
Ég bjó eitt sinn til grein um orðin amma og afi en það er talið orðabókaskilgreining en til samanburðar þá eru til greinar um móðir og faðir sem eru ekki talin vera það. Þetta eru jú fjölskylduhugtök.Bjornkarateboy (spjall)31. mars 2025 kl. 00:24 (UTC)Svara
Það er ekki alltaf skýr lína þarna á milli, og sum orð eða hugtök geta átt heima bæði í orðabók eða alfræðiorðabók. En þá væri umfjöllunin væntanlega af sitt hvorum toga.
Tökum til dæmis efnisorðið „hundur“. Ef þú leitar að orðinu í alfræðiorðabók myndirðu væntanlega finna ýmsar upplýsingar um dýrategundina hund, um hegðun og líffræði hunda og sögu þeirra. Ef þú leitar að orðinu „hundur“ í orðabók finnurðu væntanlega einfalda skilgreiningu á því hvað orðið hundur þýðir, að það vísi til ferfætts spendýrs, og mögulega orðsifjar orðsins.
Þar liggur munurinn. Efnisorð í alfræðiorðabók fjallar um hlutinn sem orðið vísar til, efnisorð í orðabók fjallar bara um merkingu orðsins.
Sum orð eru þess eðlis að þau eiga ekki heima í alfræðiorðabók, því þau vísa almennt ekki til neins eins sérstaks hlutar. Nýleg grein þín um endurkjör er augljóst dæmi um þetta. Greinin sem þú bjóst til skilgreinir bara hvað orðið þýðir og telur nokkur dæmi um það (og vísar bókstaflega í orðabók Cambridge sem heimildar, sem bendir augljóslega til þess að þetta ætti að vera orðabókarfærsla).TKSnaevarr (spjall)30. mars 2025 kl. 23:43 (UTC)Svara
Síðasta athugasemd:fyrir 7 mánuðum2 athugasemdir2 aðilar í umræðu
Það er alveg ótrúlegt hvað er hægt að finna af myndum ef maður bara leitar. Hef verið að setja inn myndir frá Flickr, Mapillary, Commons og bara internetinu (ef höfundaréttur er dottinn út). Er eitthvað forit sem hægt er að nota til að færa myndir af ensku Wikipedia yfir á íslensku, eins og myndina afHörpu sem ég setti inn í dag. Og sama væri hægt að gera með kvikmyndaplaköt og fleira.Steinninn2. apríl 2025 kl. 16:13 (UTC)Svara
Síðasta athugasemd:fyrir 7 mánuðum1 athugasemd1 aðili í umræðu
The proposed modifications to theUniversal Code of Conduct Enforcement Guidelines and the U4C Charterare now on Meta-wiki for community notice in advance of the voting period. This final draft was developed from the previous two rounds of community review. Community members will be able to vote on these modifications starting on 17 April 2025. The vote will close on 1 May 2025, and results will be announced no later than 12 May 2025. The U4C election period, starting with a call for candidates, will open immediately following the announcement of the review results. More information will be posted onthe wiki page for the election soon.
Please be advised that this process will require more messages to be sent here over the next two months.
Wikimedia Ukraine, in cooperation with theMFA of Ukraine andUkrainian Institute, has launched the fifth edition of writing challenge "Ukraine's Cultural Diplomacy Month", which lasts from14th April until16th May 2025. The campaign is dedicated to famous Ukrainian artists of cinema, music, literature, architecture, design, and cultural phenomena of Ukraine that are now part of world heritage. We accept contributions in every language!
The most active contesters will receive prizes.
If you are interested in coordinating long-term community engagement for the campaign and becoming a local ambassador, we would love to hear from you! Please let us know your interest.
We invite you to take part and help us improve the coverage of Ukrainian culture on Wikipedia in your language! Also, we plan to set up abanner to notify users of the possibility to participate in such a challenge!OlesiaLukaniuk (WMUA) (talk)
16. apríl 2025 kl. 16:11 (UTC)
Vote now on the revised UCoC Enforcement Guidelines and U4C Charter
TheUniversal Code of Conduct Coordinating Committee (U4C) is a global group dedicated to providing an equitable and consistent implementation of the UCoC. This annual review of the EG and Charter was planned and implemented by the U4C. Further information will be provided in the coming months about the review of the UCoC itself. For more information and the responsibilities of the U4C, you mayreview the U4C Charter.
Please share this message with members of your community so they can participate as well.
Síðasta athugasemd:fyrir 7 mánuðum3 athugasemdir2 aðilar í umræðu
Einhver sem veit af hverju athugasemdir virka ekki í sniðinu fyrir síðuXXXTentacion? Þegar ég nota sniðið 'efn' þá kemur bara einhver villa í sniðinu. Er einhver lausn eða þarf ég bara að sleppa athugasemdunum alfarið?
Sniðið efn virkar með Snið:Notelist sem segir hvar þessar athugasemdir birtast. Sjá breytingu frá mér. Það má auðvitað kalla þetta eitthvað annað en neðanmálsgreinar.Bjarki (spjall)19. apríl 2025 kl. 13:26 (UTC)Svara
Síðasta athugasemd:fyrir 7 mánuðum3 athugasemdir2 aðilar í umræðu
Ég sá að síðan mín umXXXTentacion var merkt sem „Þessi grein inniheldur engar heimildir“ en hún vísar til heimildanna á ensku Wikipediu (með sniðinu Wpheimild). Þarf ég virkilega að flytja heimildirnar yfir á íslensku Wikipediu frá ensku Wikipediu ef þær verða hvort sem er eins? SniðiðWpheimild á ekki að vera notuð sem heimild (eins og á stendur) en er síðan virkilega heimildalaus þar sem þetta er bein þýðing úr ensku Wikipediu sem er með allar heimildirnar sem yrðu hvort eð er notaðar hér? Ég hef nefnilega alltaf séð hana notuð þannig.
Þetta er aðallega spurning um hvort það sé nauðsynlegt að hafa sömu heimildirnar á þýddum síðum líka hér eða hvort það sé nóg að vísa bara í heimildirnar á ensku wikipediu; hvort það sé jafnvel einhver tilgangur í að nota þetta snið.Óskadddddd (spjall)22. apríl 2025 kl. 15:49 (UTC)Svara
Snið:wpheimild ogsnið:þýðing eru ekki heimildasnið. Þýðingar ættu að afrita heimildirnar frá greininni sem þær voru þýddar frá, sem ætti að vera einfalt þar sem það eru til heimildasnið frá mörgum Wikipedium á Íslensku Wikipediu. Kanski ætti snið:wpheimild að vera í öðrum kafla.Snævar (spjall)22. apríl 2025 kl. 15:59 (UTC)Svara
Get a sneak peak and help shape theVisual Editor user designs
Help us test the new design prototypes by participating in user sessions –sign up here to receive an invite. We're especially hoping to speak with people from underrepresented and diverse groups. If that's you, please consider signing up! No prior or extensive editing experience is required. User sessions will startMay 14th.
We plan to bring this feature to Wikimedia wikis later this year. We’ll reach out to wikis for piloting in time for deployments. Creators and maintainers of reference-related tools and templates will be contacted beforehand as well.
Thank you very much for your support and encouragement so far in helping bring this feature to life!
Síðasta athugasemd:fyrir 6 mánuðum1 athugasemd1 aðili í umræðu
(Apologies for posting in English)
Hi all! We have good news to share regarding the ongoing problem with graphs and charts affecting all wikis that use them.
As you probably know, theold Graph extension was disabled in 2023due to security reasons. We’ve worked in these two years to find a solution that could replace the old extension, and provide a safer and better solution to users who wanted to showcase graphs and charts in their articles. We therefore developed theCharts extension, which will be replacing the old Graph extension and potentially also theEasyTimeline extension.
After successfully deploying the extension on Italian, Swedish, and Hebrew Wikipedia, as well as on MediaWiki.org, as part of a pilot phase, we are now happy to announce that we are moving forward with the next phase of deployment, which will also include your wiki.
The deployment will happen in batches, and will start fromMay 6. Please, consultour page on MediaWiki.org to discover when the new Charts extension will be deployed on your wiki. You can alsoconsult the documentation about the extension on MediaWiki.org.
If you have questions, need clarifications, or just want to express your opinion about it, please refer to theproject’s talk page on Mediawiki.org, or ping me directly under this thread. If you encounter issues using Charts once it gets enabled on your wiki, please report it on thetalk page or atPhabricator.
Síðasta athugasemd:fyrir 6 mánuðum7 athugasemdir4 aðilar í umræðu
Tvennt sem ég vil ræða. Annarsvegar sú hefð sem sumir notendur hafa tamið sér að tæma notendaspjall án þess að setja það ískjalasafn. Mér finnst að það ættu að vera til einhverjar reglur um að það meigi ekki. Þar eru oft gagnlegar upplýsingar og segja ákveðna sögu um virkni notandans. Eina leiðin til að finna gamlar umræður er að fara í gegnum breytingarsöguna sem er mjög tímafrekt. Og fólk dettur oft ekki í hug að þar séu einhverjar gamlar umræður að finna. Annarsvegar vil ég ræða um það að nýlega varnotendaspjalli eytt. Þetta tengist auðvitað fyrri umræðunni en er því mun verri því nú er ekki heldur hægt að skoða breytingarsöguna.Steinninn12. maí 2025 kl. 19:52 (UTC)Svara
Sá bara ekki gagn af þessu. En get sjálfsagt endurvakið þetta. Verðum við að vita öll smáatriði yfir gagnslitlar pælingar og spurningar á spjallsíðu notenda?--Berserkur (spjall)12. maí 2025 kl. 20:32 (UTC)Svara
Ég tel að það sé í lagi með bannaða notendur. Eftir umræðuna um verndarinnar þá gerði Björnkarateboybreytingu með IP-tölu. Það eru alveg líkur á því að hann hafi ætlað sér að minnka verndanir gagnvart IP-tölum til að brjóta bannið frekar. Karlinn hefur nokkrum sinnum lofað hinu og þessu og ekki staðið við það, þannig þó svo hann hafi sagt að umræðan hafi bara verið um að hafa ekki áhrif á aðila sem hafa ekkert með breytingardeilu að gera, þá hef ég enga trú á því. Það hefði þurft að stoppa hann af á einverjum tímapunkti, breytir litlu fyrir mér að það var núna.Snævar (spjall)12. maí 2025 kl. 22:28 (UTC)Svara
Sammála. Með reglu um skjalasafn þyrfti líka að vera regla um lágmarkslíftíma spjallþráðar þangað til hann er færður í skjalasafn, til að vera viss um að umræðunni sé lokið. Þar sem spjallsíða er tæmd mætti taka útgáfuna á undan og setja í skjalasafn.
Gætum beðið vélmenni um að bæta hlutum við í skjalasafn eftir stillingum sem notandinn velur sjálfur. Notendur þyrftu þá bara að bæta við einu sniði á notendaspjallsíðu sinni og vélmennið sér um rest. Það líka gerir okkur kleift að skipta upp skjalasöfnumTechNews og Wikidata á notendaspjallsíðu Svavars Kjarrval í smærri einingar. Þær síður eru reglulega að ná upp í hámarksstærð síðu, sem er rétt ofan við eitt gígabæti.Snævar (spjall)12. maí 2025 kl. 20:45 (UTC)Svara
Svona regla kemur til dæmis í veg fyrir að notendur eyði út neikvæðri umræðu um sjálfan sig. Ég sé ýmislegt jákvætt við svona reglu en dettur ekkert neikvætt í hug. Nema þá að fólk nenni ekki að búa til skjalasafn, en það er hægt að leysa það með vélmenni eins og Snævar bendir á. Ég er með svoleiðis á Commons.Steinninn12. maí 2025 kl. 21:00 (UTC)Svara
Það eru síðan til ýktu dæmin sem því miður eru til. Til dæmis í skjalasafninu hjá mér er spjallþráðurþar sem er morðhótun. Ég lít svo á að ef ég vildi fjarlægja þann þráð, þá gæti ég gert það. Ég vill hinsvegar ekki fjarlægja þann þráð. Ef einhver hefur dómsfordæmi fyrir því að fjarlægja spjallþráð, þá mun ég ekki stoppa viðkomandi af. Ég styð regluna, en ekki í bókstaflega öllum tilfellum.Snævar (spjall)12. maí 2025 kl. 21:35 (UTC)Svara
Ég hef litið svo á að notendur hafi eitthvað svigrúm til þess ráða því hvort og hvernig umræður á þeirra eigin spjallsíðu eru varðveittar. Þannig er líkalínan á enskunni. Fyrst og fremst er notandaspjall til þess að koma ábendingu eða skilaboðum til notanda og ef hann kýs sjálfur að fjarlægja slíkt, þá er það líka merki um það að hann hafi séð og lesið efnið. Þetta er líka allt aðgengilegt í breytingaskrám ef það þarf að vísa í eitthvað síðar. Spjall á greinum eða í Pottinum er annars eðlis og ætti auðvitað að varðveita í skjalasafni nema það sé eitthvað spam eða rugl sem kemur verkefninu ekkert við. En svo á ekki heldur að nota notandaspjall sem spjallborð um eitthvað alveg óviðkomandi þannig að ég sé ekkert að því að eyða þannig innleggi. Það er þó of langt að gengið að eyða síðunni sjálfri með allri breytingaskrá.Bjarki (spjall)13. maí 2025 kl. 12:16 (UTC)Svara
Call for Candidates for the Universal Code of Conduct Coordinating Committee (U4C)
Síðasta athugasemd:fyrir 6 mánuðum1 athugasemd1 aðili í umræðu
The results of voting on the Universal Code of Conduct Enforcement Guidelines and Universal Code of Conduct Coordinating Committee (U4C) Charter isavailable on Meta-wiki.
Síðasta athugasemd:fyrir 6 mánuðum3 athugasemdir2 aðilar í umræðu
Hæ. Ég hef verið að notaþetta kort sem ég bjó til með staðsetningum sem tengjast greinum sem vantar ljósmyndir. Ykkur er velkomið að nota það ef þið hafið áhuga. Ég er með Google Earth app í símanum mínum og kíki stundum á það ef ég er á nýjum stað.Steinninn18. maí 2025 kl. 06:48 (UTC)Svara
Síðasta athugasemd:fyrir 6 mánuðum1 athugasemd1 aðili í umræðu
(Apologies for posting in English, if this is not your first language)
Hello all! We opened a discussion on Meta about a very delicate issue for the development ofAbstract Wikipedia: where to store the abstract content that will be developed through functions from Wikifunctions and data from Wikidata. Since some of the hypothesis involve your project, we wanted to hear your thoughts too.
We want to make the decision process clear: we do not yet know which option we want to use, which is why we are consulting here. We will take the arguments from the Wikimedia communities into account, and we want to consult with the different communities and hear arguments that will help us with the decision. The decision will be made and communicated after the consultation period by the Foundation.
This year, the term of 2 (two) Community- and Affiliate-selected Trustees on the Wikimedia Foundation Board of Trustees will come to an end [1]. The Board invites the whole movement to participate in this year’s selection process and vote to fill those seats.
The Elections Committee will oversee this process with support from Foundation staff [2]. The Governance Committee, composed of trustees who are not candidates in the 2025 community-and-affiliate-selected trustee selection process (Raju Narisetti, Shani Evenstein Sigalov, Lorenzo Losa, Kathy Collins, Victoria Doronina and Esra’a Al Shafei) [3], is tasked with providing Board oversight for the 2025 trustee selection process and for keeping the Board informed. More details on the roles of the Elections Committee, Board, and staff are here [4].
Here are the key planned dates:
May 22 – June 5: Announcement (this communication) and call for questions period [6]
June 17 – July 1, 2025: Call for candidates
July 2025: If needed, affiliates vote to shortlist candidates if more than 10 apply [5]
August 2025: Campaign period
August – September 2025: Two-week community voting period
October – November 2025: Background check of selected candidates
Board’s Meeting in December 2025: New trustees seated
Learn more about the 2025 selection process - including the detailed timeline, the candidacy process, the campaign rules, and the voter eligibility criteria - on this Meta-wiki page[link].
Call for Questions
In each selection process, the community has the opportunity to submit questions for the Board of Trustees candidates to answer. The Election Committee selects questions from the list developed by the community for the candidates to answer. Candidates must answer all the required questions in the application in order to be eligible; otherwise their application will be disqualified. This year, the Election Committee will select 5 questions for the candidates to answer. The selected questions may be a combination of what’s been submitted from the community, if they’re alike or related.[link]
Election Volunteers
Another way to be involved with the 2025 selection process is to be an Election Volunteer. Election Volunteers are a bridge between the Elections Committee and their respective community. They help ensure their community is represented and mobilize them to vote. Learn more about the program and how to join on this Meta-wiki page[link].
Síðasta athugasemd:fyrir 5 mánuðum1 athugasemd1 aðili í umræðu
Hello everyone,
(Apologies for posting in English if English is not your first language. Please help translate to your language.)
The Campaigns Product Team is planning a global deployment of theCampaignEvents extension to all Wikipedias, including this wiki, during theweek of June 23rd.
This extension is designed to help organizers plan and manage events, WikiProjects, and other on-wiki collaborations - and to make these efforts more discoverable.
Invitation Lists: A tool to help organizers find editors who might want to join, based on their past contributions.
Note: The extension comes with a new user right called"Event Organizer", which will be managed by administrators on this wiki. Organizer tools like Event Registration and Invitation Lists will only work if someone is granted this right. The Collaboration List is available to everyone immediately after deployment.
The extension is already live on several wikis, includingMeta, Wikidata, English Wikipedia, and more ( See the full deployment list)
If you have any questions, concerns, or feedback, please feel free to share them on the extension talkpage. We’d love to hear from you before the rollout.
Síðasta athugasemd:fyrir 5 mánuðum16 athugasemdir7 aðilar í umræðu
Ég vil setja í gang umræðu um varanlegt bann gegn Bjornkarateboy.
Við höfum hingað til verið að lengja bann gegn honum um einhverja mánuði í hvert sinn sem hann ítrekar fyrri brot gegn reglum eða stílviðmiðum. Mér finnst þetta ekki nægja lengur. Bara á undanfarinni viku hefur hann búið til tvo mismunandi sokkabrúðuaðganga þrátt fyrir að vera fullkomlega meðvitaður um að það má ekki. Hann er búinn að fá ansi mörg tækifæri til að bæta ráð sitt, en hefur ekki gert það. Reynsluleysi er ekki lengur viðunandi afsökun þar sem hann er búinn að vera virkur hér í um það bil ár.
Ég sé ekki lengur tilgang í því að vera að veita einhverjar væntingar um fleiri tækifæri með því að hafa bannið tímabundið. Hann hefur verið bannaður varanlega á einhverjum öðrum tungumálaútgáfum fyrir minni sakir.TKSnaevarr (spjall)31. maí 2025 kl. 11:02 (UTC)Svara
Ég mundi styðja varanlegt bann. En samt ein spurning. Hvaða sönnun er fyrir því að þetta er hann sem bjó til þessa sokkabrúðuaðganga? Annað en að rithátturinn er svipaður. Er einhver möguleiki að þetta sé einhver annar?Steinninn31. maí 2025 kl. 12:01 (UTC)Svara
Myndi vilja sjá aðra CheckUser athugun fyrir Málfarsmanninum og Seif, bara upp á að við séum með vissu fyrir því. Hallast engu síður að varanlegu banni.Alvaldi (spjall)31. maí 2025 kl. 14:36 (UTC)Svara
Aðilinn er virkur á samfélagsmiðlum og þau hugðarefni sem hann fjallar um þar rata yfirleitt hingað á svipuðum tíma í gegnum þessa aukaaðganga. Það er líka mjög ákveðið mynstur sem má sjá í því hvernig þessir aðgangar gera breytingar á öðrum tungumálaútgáfum. Það er mögulegt að biðja um checkuser athuganir til að tengja saman notendur og vistföng, en það er ekki gefið að það skili niðurstöðu þar sem IP-tölur geta breyst bæði viljandi eða óviljandi.Bjarki (spjall)31. maí 2025 kl. 17:13 (UTC)Svara
Það er betra að vera með einhverja staðfestingu eða neitun heldur en enga. Allir þrír aðgangarnir hafa gert breytingu innan 90 daga gluggans sem checkuser sér, Bjornkarateboy 10. maí, Málfarsmaðurinn 28. maí og Seifur 31. maí.Snævar (spjall)31. maí 2025 kl. 18:42 (UTC)Svara
Sýnist að það sé búið að staðfesta að Bjornkarateboy, Ofurmeistarinn, Seifur og Málfarsmaðurinn séu einn og sami einstaklingurinn. Ég styð því varanlegt bann.Alvaldi (spjall)5. júní 2025 kl. 19:10 (UTC)Svara
Síðasta athugasemd:fyrir 5 mánuðum6 athugasemdir4 aðilar í umræðu
Dear Icelandic colleagues!
I need informations and sources about Icelandic house names. I once saw in a Hungarian-language women's magazine that the houses in Iceland have separate names. In 2018, I wrote a study [PDF in Slovene about the old house names of my birthplace] and the tradition of local house names. I am now preparing to write a study on the house names of another settlement in Prekmurje.
I couldn't find any source in English about Icelandic house names. I don't speak Icelandic. However, I would like to know basic information about the Icelandic house names:
why do houses have separate names?
what are houses named after?
how are these names documented?
I also need exact sources (with author, title, page, year). I hope I can count on your assistance.
Is this related to an article on Wikipedia. Doesn´t sound like that. Looks like you are writing a paper for school. So, basically you are asking us to help you write your paper?Steinninn4. júní 2025 kl. 08:52 (UTC)Svara
Mostly older houses have been named but of course not all in bigger towns. I would perhaps ask in the Facebook group: Gömul hús á Íslandi, for more info (Old houses in Iceland).--Berserkur (spjall)4. júní 2025 kl. 11:25 (UTC)Svara
If you can, just ask Google Gemini (or even ChatGPT). It can find Icelandic sources and translate them for you (It found some sources and useful information when I tried it). Your question isn't related to Wikipedia, so unfortunately we can't help much.Óskadddddd (spjall)4. júní 2025 kl. 11:29 (UTC)Svara
@Steinninn: I want to write a scientific paper. Not for school, but for a scientific journal. In the first scientific study, I mentioned the Basque Land as an example. Now I would like to mention Iceland as an example.Doncsecz~enwiki (spjall)4. júní 2025 kl. 19:36 (UTC)Svara
This year, the Wikimedia community will vote in late August through September 2025 to fill two (2) seats on the Foundation Board. Could you – or someone you know – be a good fit to join the Wikimedia Foundation's Board of Trustees? [3]
Learn more about what it takes to stand for these leadership positions and how to submit your candidacy onthis Meta-wiki page or encourage someone else to run in this year's election.
Best regards,
Abhishek Suryawanshi Chair of the Elections Committee
On behalf of the Elections Committee and Governance Committee
A vision of relevant, accessible, and impactful free knowledge has always guided the Wikimedia Movement. As the ecosystem of Wikimedia projects continues to evolve, it is crucial that we periodically review existing projects to ensure they still align with our goals and community capacity.
Despite their noble intent, some projects may no longer effectively serve their original purpose.Reviewing such projects is not about giving up – it's about responsible stewardship of shared resources. Volunteer time, staff support, infrastructure, and community attention are finite, and the non-technical costs tend to grow significantly as our ecosystem has entered a different age of the internet than the one we were founded in. Supporting inactive projects or projects that didn't meet our ambitions can unintentionally divert these resources from areas with more potential impact.
Moreover, maintaining projects that no longer reflect the quality and reliability of the Wikimedia name stands for, involves a reputational risk. An abandoned or less reliable project affects trust in the Wikimedia movement.
Lastly,failing to sunset or reimagine projects that are no longer working can make it much harder to start new ones. When the community feels bound to every past decision – no matter how outdated – we risk stagnation. A healthy ecosystem must allow for evolution, adaptation, and, when necessary, letting go. If we create the expectation that every project must exist indefinitely, we limit our ability to experiment and innovate.
Because of this, SPTF reviewed two requests concerning the lifecycle of the Sister Projects to work through and demonstrate the review process. We chose Wikispore as a case study for a possible new Sister Project opening and Wikinews as a case study for a review of an existing project. Preliminary findings were discussed with the CAC, and a community consultation on both proposals was recommended.
Theapplication to consider Wikispore was submitted in 2019. SPTF decided to review this request in more depth because rather than being concentrated on a specific topic, as most of the proposals for the new Sister Projects are, Wikispore has the potential to nurture multiple start-up Sister Projects.
After careful consideration, the SPTF has decidednot to recommend Wikispore as a Wikimedia Sister Project. Considering the current activity level, the current arrangement allowsbetter flexibility and experimentation while WMF provides core infrastructural support.
We acknowledge the initiative's potential and seek community input on what would constitute a sufficient level of activity and engagement to reconsider its status in the future.
As part of the process, we shared the decision with the Wikispore community and invited one of its leaders, Pharos, to an SPTF meeting.
Currently, we especially invite feedback on measurable criteria indicating the project's readiness, such as contributor numbers, content volume, and sustained community support. This would clarify the criteria sufficient for opening a new Sister Project, including possible future Wikispore re-application. However, the numbers will always be a guide because any number can be gamed.
We chose to review Wikinews among existing Sister Projects because it is the one for which we have observed the highest level of concern in multiple ways.
Since the SPTF was convened in 2023, its members have asked for the community's opinions during conferences and community calls about Sister Projects that did not fulfil their promise in the Wikimedia movement.[1][2][3] Wikinews was the leading candidate for an evaluation because people from multiple language communities proposed it. Additionally, by most measures, it is the least active Sister Project, with the greatest drop in activity over the years.
While the Language Committee routinely opens and closes language versions of the Sister Projects in small languages, there has never been a valid proposal to close Wikipedia in major languages or any project in English. This is not true for Wikinews, where there was a proposal to close English Wikinews, which gained some traction but did not result in any action[4][5], see section 5 as well as a draft proposal to close all languages of Wikinews[6].
Initial metrics compiled by WMF staff also support the community's concerns about Wikinews.
Based on this report, SPTF recommends a community reevaluation of Wikinews. We conclude that its current structure and activity levels are the lowest among the existing sister projects. SPTF also recommends pausing the opening of new language editions while the consultation runs.
SPTF brings this analysis to a discussion and welcomes discussions of alternative outcomes, including potential restructuring efforts or integration with other Wikimedia initiatives.
Options mentioned so far (which might be applied to just low-activity languages or all languages) include but are not limited to:
Restructure how Wikinews works and is linked to other current events efforts on the projects,
Merge the content of Wikinews into the relevant language Wikipedias, possibly in a new namespace,
Merge content into compatibly licensed external projects,
Archive Wikinews projects.
Your insights and perspectives are invaluable in shaping the future of these projects. We encourage all interested community members to share their thoughts on the relevant discussion pages or through other designated feedback channels.
We'd be grateful if you want to take part in a conversation on the future of these projects and the review process. We are setting up two different project pages:Public consultation about Wikispore andPublic consultation about Wikinews. Please participate between 27 June 2025 and 27 July 2025, after which we will summarize the discussion to move forward. You can write in your own language.
I will also host a community conversation 16th July Wednesday 11.00 UTC and 17th July Thursday 17.00 UTC (call links to follow shortly) and will be around at Wikimania for more discussions.
Síðasta athugasemd:fyrir 4 mánuðum2 athugasemdir2 aðilar í umræðu
Það er nýbúið að stofna nokkrar greinar um hús við Aðalstræti í Reykjavík og ekkert nema gott um það að segja. Eina sem ég er að spá er hvort greinarnar ættu að heita eftir heimilisfanginu eða því heiti sem húsið gengur undir í daglegu máli, sbr.Aðalstræti 6 (Morgunblaðshöllin) ogAðalstræti 2 (Geysishúsið). Það er einnig grein umAðalstræti, ætti hún kannski frekar að heitaAðalstræti í Reykjavík þar sem það eru þónokkrar götur víðsvegar um landið sem heita það sama.Alvaldi (spjall)28. júní 2025 kl. 18:20 (UTC)Svara
Síðasta athugasemd:fyrir 4 mánuðum1 athugasemd1 aðili í umræðu
(Apologies for posting in English, you can help by translating into your language)
Hello everyone, theWikidata For Wikimedia Projects team is excited to announce an upcoming change in how Wikidata edit changelogs are displayed in yourWatchlists andRecent Changes lists. If an edit is made on Wikidata that affects a page in another Wikimedia Project, the changelog will contain some information about the nature of the edit. This can include a QID (or Q-number), a PID (or P-number) and a value (which can be text, numbers, dates, or also QID or PID’s). Confused by these terms? See theWikidata:Glossary for further explanations.
The upcoming change is scheduled for17.07.2025, between1300 - 1500 UTC.The change will display the label (item name) alongside any QID or PIDs, as seen in the image below:
These changes will only be visible if you have Wikidata edits enabled in your User Preferences for Watchlists and Recent Changes, or have the active filter ‘Wikidata edits’ checkbox toggled on, directly on the Watchlist and Recent Changes pages.
Your bot and gadget may be affected! There are thousands of bots, gadgets and user-scripts and whilst we have researched potential effects to many of them, we cannot guarantee there won’t be some that are broken or affected by this change.
Further information and context about this change, including how your bot may be affected can be found on thisproject task page. We welcome your questions and feedback, please write to us on this dedicatedTalk page.
Síðasta athugasemd:fyrir 3 mánuðum2 athugasemdir2 aðilar í umræðu
Hæ, ég er með eina spurningu. Er Ísland raunverulega með virka umsókn að ESB? Það er vissulega rétt að Ísland hefur ekki stundað formlegar viðræður við ESB í 10 ár síðan Gunnar Bragi Sveinsson þáverandi utanríkisráðherra fór til Brussel og lagði inn beiðni um að aðildarviðræður Íslands yrðu dregnar til baka. Ég hef heyrt fræðimenn á sviði málefna ESB segja að við séum enn þá með virka umsókn en hef líka heyrt fólk segja að umsóknin hefði verið afturkölluð.2A01:6F02:31D:4501:1856:4554:334:E82228. júlí 2025 kl. 11:04 (UTC)Svara
Síðasta athugasemd:fyrir 3 mánuðum2 athugasemdir2 aðilar í umræðu
Ég legg hérmeð til að nokkur smáforrit séu fjarlægð. Smáforrit eru forrit búin til af notendum. Þessi smáforrit eru með svipaða eða sömu virkni og möguleikar í MediaWiki viðbótum og því velti ég fyrir mér hvort smáforritin eigi að vera til?
Þetta á við um eftirfarandi smáforrit
ReferenceTooltips - sýnir upplýsinglugga við heimildir, Reference Previews gerir það sama og er sjálfgefið virkt. Sjámw:Help:Reference Previews.
dark mode - Dökkt þema, virkar í vector þemanu, er að miklu leyti bara að breyta úr ljósum litum í dökka. Night mode er svipað og er fyrir vector-2022 og minerva. Night mode notar stílsnið, sem dark mode gerir ekki og því er night mode meðfærilegra.
IP-whois - Tengill á ip upplýsingar.IP Info er sambærilegt, það sýnir upplýsingaglugga við tímabundna aðganga með sömu upplýsingum. IP-whois verður að fara því það virkar ekki meðtímabundnum aðgöngum, það er eina smáforritið á listanum sem mun fara sama hvert álitið er.--Snævar (spjall)3. ágúst 2025 kl. 00:11 (UTC)Svara
Síðasta athugasemd:fyrir 3 mánuðum8 athugasemdir7 aðilar í umræðu
Hæ, ég sé að þið voruð með umræðu um varanlegt bann gagnvart ákveðnum notanda fyrir tveimur mánuðum síðan. Ég skil vel af hverju þið gerðuð það en ég tel að varanlegt bann sé ekki endilega besta lausnin. Aðilinn sem um ræðir er með ákveðnar þráhyggjur og hefur ekki alltaf skilning á ákveðnum hlutum. Það tekur hann oft lengri tíma að læra inná hluti og er Wikipedia gott dæmi um það.
Ég er ekki að kalla eftir að banni hans verði aflétt eins og er en ég held að það verði hægt einn daginn en á meðan þá þarf hann að gefa sér tíma í að öðlast betri skilning á Wikipedia og þeim reglum sem gilda um alfræðiritið.Danski123 (spjall)19. ágúst 2025 kl. 11:10 (UTC)Svara
Cool story, en ég kaupi hana ekki. Það er mjög ólíklegt að fyrsta breyting notanda sé að tala um bann sem annar varð fyrir sem hann fann fyrir slysni. Eins og ég hef sagt á spjallsíðu hans þá ætti hann að íhuga að fá sér faglega aðstoð. Fyrst þá er hægt að líta á þetta bann. Enginn hérna hefur áhuga á að leika sálfræðing.Snævar (spjall)19. ágúst 2025 kl. 13:57 (UTC)Svara
Ég er sammála þér með að hann þurfi aðstoð og að það sé ekki ykkar hlutverk að leika sálfræðinga. Ég sé einnig að þú hefur lagt til við hann að ræða málið við námsráðgjafa og ég tek undir það með þér. Ég er tilbúinn að hjálpa honum til að hann geti stundað betri vinnubrögð á Wikipedia en þá þarf hann líka að sýna í verki að hann vilji bæta vinnubrögð sín og geti staðið við það. Þá fyrst er hægt að endurskoða bannið gegn honum. Í þessu tilviki er mikilvægt að hugsa hlutina til lengri tíma, ekki skamms tíma.Danski123 (spjall)20. ágúst 2025 kl. 01:16 (UTC)Svara
Reglur eru reglur. Ef menn fylgja þeim ekki, sérstaklega marg-margoft, þá skulu þeir ekki fá að taka þátt. Sjálfsboðaliðar sjá um starfsemi hér og því er ógerlegt að hjálpa hverjum og einum. Hann heldur áfram að stofna nýja aðganga undir öðru nafni og breytingar hans eru allar nánast eins og því er auðvelt að fatta hver er á bak við aðganginn, en það væri ekki vandamál ef hann fylgdi reglunum því þá myndu stjórnendur aldrei fatta að þeir aðgangar væru stýrðir af honum. Hann gæti í raun þá komið hvenær sem hann vill. Af hverju eiga menn að treysta þér, nýstofnuðum aðgangi, í það verk? Því þú gætir alveg eins verið Bjornkarateboy.
Sko, ef þú ert Björn þá plís... hættu þessu. Þú hefur ekkert grætt á þessu og tapar engu á því að láta gott heita og sækja á ný mið. Ég óska þér bara alls hins besta í framtíðinni.Óskadddddd (spjall)20. ágúst 2025 kl. 13:28 (UTC)Svara
Hæ Björn. Aflétting bannsins kemur ekki til greina af minni hálfu. Ég bauðst til þess að leiðbeina þér ef þú gætir beðið í eitt ár. Þú gast það ekki. Núna ráðlegg ég þér enn og aftur að fá þér annað áhugamál. Til dæmis að blogga, fandom eða búa til Youtube video. Þú hefur margt gott fram að færa. En Wikipedia hentar þér ekki sem áhugamál, þú veist það vel. Nenniru plís að gera öllum greiða og hætta að búa til fleiri aðgangs á Wikipedia.Steinninn20. ágúst 2025 kl. 15:21 (UTC)Svara
Með fullri virðingu, Björn, finndu þér bara einhvern annan vettvang til að skrifa um það sem þú hefur áhuga á. Það að þú sért haldinn þráhyggjum útskýrir kannski hegðun þína, en það breytir engu um það að ef þú ert ófær um að tileinka þér vinnureglur sem eru viðhafðar hér, þá er ekki hægt að ætlast til þess að aðrir notendur sem eru hér í sjálfboðavinnu hafi stanslaust eftirlit með öllum þínum breytingum.
Það að þú búir enn til hvern aukaaðganginn á fætur öðrum, þrátt fyrir að vera fullkomlega meðvitaður um að það má ekki, bendir heldur ekki til þess að það hafi verið röng ákvörðun að setja þig í bann.TKSnaevarr (spjall)22. ágúst 2025 kl. 10:35 (UTC)Svara
Að fara framhjá banni lengir aðeins bannið. Viðkomandi hefur líka haft meira en ár til að bæta sig. Vandamálið er líka að viðkomandi veit ekki oft hvað er markvert og það kemur vinnubrögðum kannski ekki alltaf við. Myndi halda mig við sértæka facebook-hópa fyrir slíkar upplýsingar--Berserkur (spjall)22. ágúst 2025 kl. 11:19 (UTC)Svara
Aðilinn hefur marga góða hæfileika og er meðal annars mjög virkur á samfélagsmiðlum og setur þar inn margt áhugavert og skemmtilegt efni. Hann er fjölfróður einstaklingur og hefur áhuga á alls konar áhugaverðum hlutum en eflaust er betra fyrir hann að nýta annan vettvang til að blómstra heldur en Wikipedia.2A01:6F02:110:D8C1:185E:2D41:4DC0:BAE122. ágúst 2025 kl. 23:03 (UTC)Svara
Síðasta athugasemd:fyrir 3 mánuðum7 athugasemdir5 aðilar í umræðu
Sæl öll,
Gerði nokkrar stórar breytingar við tillögusíðuna hjá forsíðunni (Notandi:Logiston/forsíða). Þetta eru frekar stórar breytingar og krefjast almennilegrar umræðu og ýmissa lagfæringa áður en tekið verður til nokkurra breytinga.
Meðal breytinga voru:
Breytti grein mánaðarins í tilvalna grein. Gerir okkur óskuldbundna um að redda fullnægjandi grein á mánaðarfresti. Líka hægt að skipta fyrr, engin föst tímasetning.
Bætti við kassa sem sýnir tilvalna mynd.
Efnisyfirlitið snýr aftur
Vissir þú... fært til hægri, textinn neðst minnkaður.
Fréttakassinn breyttur. Bætti við hátíðum sem geta verið bundnar dagsetningu "Wikipedia:Hátíðir, (dagsetning)". Bætti við Stríðum og átökum efst í fréttum, kemur í staðinn fyrir "yfirstandandi". Bætti við takka fyrir "Annað í fréttum"
"Merkisviðburðir" breytt í "Atburðir þann", mannlegra og meira sjarmerandi.
Mér lýst ágætlega á þessar breytingar. Hef hinsvegar áhyggjur af því að ef við hættum með grein mánaðarins að þá verði sama greinin á forsíðunni svo mánuðum skiptir. Grein mánaðarins þarf ekkert endilega að vera ný grein. Við hljótum að hafa úr nógu að velja. Hvernig hafðir þú hugsað þér "tilvalda mynd"? Hver velur þær myndir og hversu oft ætti að skipta henni út?Steinninn22. ágúst 2025 kl. 12:54 (UTC)Svara
Tilvalinn mynd yrði helst valin af einhverjum með möppudýraréttindi. Gætum bætt við takka til að tilnefna mynd en mig grunar að hann yrði lítið notaður. Undir myndinni er texti sem skýrir myndina og síðan brot úr síðunni um hlutinn á myndinni.
Engin föst tímasetning á því hvenær við skiptum um mynd. Finnst það líka bara fínt. Gefur okkur nægan tíma til að finna mynd sem kitlar áhugan. Sama með greinina - þegar okkur finnst tiltekin grein vera virkilega flott (tilvalin) þá fer hún á forsíðuna. Gefur okkur enn frekari ástæðu til að tilnefna greinar í þessa stöðu.Logiston (spjall)22. ágúst 2025 kl. 16:34 (UTC)Svara
Það er fídus á commons fyrir mynd dagsins, sem hægt er að útfæra á einfaldan hátt. Eina vandamálið eru myndatextar sem þarf þá að þýða, en það má líka sleppa þeim.--Akigka (spjall)23. ágúst 2025 kl. 11:40 (UTC)Svara
Forsíðan er býsna góð eins og hún er þannig að ég myndi fara varlega í miklar breytingar.
Tilvalin grein: Ég vil frekar halda í grein mánaðarins. Það er fínt að það sé smá pressa á að finna nýja grein með ákveðnu millibili. Annars gerist það líklega ekki.
Tilvalin mynd: Verkefnið gengur út á alfræðigreinar þar sem textinn er aðalatriði. Ég er ekki á móti því að hampa flottu myndefni af Commons (jafnvel varpa mynd dagsins þaðan með einhverjum hætti) en myndi setja það frekar neðarlega á forsíðuna.
Efnisyfirlit: Kannski, en þá bara allra efstu meginflokkar. Þetta er sumt allt of sértækt efni sem þú stillir upp í þessu dæmi. Þarf að útfæra betur.
Fréttakassi: Eru hátíðir fréttir? Á það ekki frekar heima undir umfjöllun um dagsetninguna? Yfirstandandi getur vísað í fleira en stríð og átök, t.d. náttúruhamfarir, farsóttir, stærstu íþróttamót, kosningar o.s.frv. Sé ekki ástæðu til að færa það til innan kassans.
Gætum mögulega haft mynd dagsins (eins og Akigka sagði) og haldið okkur við grein mánaðarins. Yrði mjög mikil keyrsla ef við vildum hafa texta með myndinni (sem var upprunalega hugmyndin: Hafa flotta mynd til sýnis og vísa í greinina um efni hennar í leiðinni). Einhver yrði að þýða textann daglega. Sé ekki fyrir mér að það gangi upp.
Gæti tekið út ~50% af tenglum í efnisyfirlitinu og skilið eftir bara það helsta. En það yrði alveg frekar tómt. Alltaf hægt að sleppa efnisyfirlitinu (jafnvel betra að mínu mati) en mér finnst þetta vera fín auglýsing fyrir flokkakerfið.
Hátíðir eru ekki beinlínis fréttir, en eru aftur á móti yfirleitt í fréttum. Rétt eins og nýleg andlát. Myndi alls ekki segja að hátíðir séu viðeigandi í kassa sem fjallar um atburði (/merkisviðburði) sem gerðust á tiltekinni dagsetningu. Skil alveg punktinn með yfirstandandi, en mér finnst það vera undantekning þegar annað fer í þennan reit en stríð og átök.Logiston (spjall)26. ágúst 2025 kl. 18:15 (UTC)Svara
Temporary accounts are successfully live on 30 wikis, including many large ones like German, Japanese, and French. The change they bring is especially relevant to logged-out editors, who this feature is designed to protect. But it is also relevant to community members like mentors, patrollers, and admins – anyone who reverts edits, blocks users, or otherwise interacts with logged-out editors as part of keeping the wikis safe and accurate.
Why we are building temporary accounts
Our wikis should be safer to edit by default for logged-out editors. Temporary accounts allow people to continue editing the wikis without creating an account, while avoiding publicly tying their edits to their IP address. We believe this is in the best interest of our logged-out editors, who make valuable contributions to the wikis and who may later create accounts and grow our community of editors, admins, and other roles. Even though the wikis do warn logged-out editors that their IP address will be associated with their edit, many people may not understand what an IP address is, or that it could be used to connect them to other information about them in ways they might not expect.
Additionally, our moderation software and tools rely too heavily on network origin (IP addresses) to identify users and patterns of activity, especially as IP addresses themselves are becoming less stable as identifiers. Temporary accounts allow for more precise interactions with logged-out editors, including more precise blocks, and can help limit how often we unintentionally end up blocking good-faith users who use the same IP addresses as bad-faith users.
How temporary accounts work
Any time a logged-out user publishes an edit on this wiki, a cookie will be set in this user's browser, and a temporary account tied with this cookie will be automatically created. This account's name will follow the pattern:~2025-12345-67 (a tilde, current year, a number). On pages like Recent Changes or page history, this name will be displayed. The cookie will expire 90 days after its creation. As long as it exists, all edits made from this device will be attributed to this temporary account. It will be the same account even if the IP address changes, unless the user clears their cookies or uses a different device or web browser. A record of the IP address used at the time of each edit will be stored for 90 days after the edit. However, only some logged-in users will be able to see it.
What does this mean for different groups of users?
For logged-out editors
This increases privacy: currently, if you do not use a registered account to edit, then everybody can see the IP address for the edits you made, even after 90 days. That will no longer be possible on this wiki.
If you use a temporary account to edit from different locations in the last 90 days (for example at home and at a coffee shop), the edit history and the IP addresses for all those locations will now be recorded together, for the same temporary account. Users whomeet the relevant requirements will be able to view this data. If this creates any personal security concerns for you, please contact talktohumanrights at wikimedia.org for advice.
For community members interacting with logged-out editors
A temporary account is uniquely linked to a device. In comparison, an IP address can be shared with different devices and people (for example, different people at school or at work might have the same IP address).
Compared to the current situation, it will be safer to assume that a temporary user's talk page belongs to only one person, and messages left there will be read by them. As you can see in the screenshot, temporary account users will receive notifications. It will also be possible to thank them for their edits, ping them in discussions, and invite them to get more involved in the community.
For users who use IP address data to moderate and maintain the wiki
For patrollers who track persistent abusers, investigate violations of policies, etc.: Users whomeet the requirements will be able to reveal temporary users' IP addresses and all contributions made by temporary accounts from a specific IP address or range (Special:IPContributions). They will also have access to useful information about the IP addresses thanks to theIP Info feature. Many other pieces of software have been built or adjusted to work with temporary accounts, including AbuseFilter, global blocks, Global User Contributions, and more. (For information for volunteer developers on how to update the code of your tools – see the last part of the message.)
For admins blocking logged-out editors:
It will be possible to block many abusers by just blocking their temporary accounts. A blocked person won't be able to create new temporary accounts quickly if the admin selects theautoblock option.
It will still be possible to block an IP address or IP range.
Temporary accounts will not be retroactively applied to contributions made before the deployment. On Special:Contributions, you will be able to see existing IP user contributions, but not new contributions made by temporary accounts on that IP address. Instead, you should use Special:IPContributions for this.
If you want to test the temporary account experience, for example just to check what it feels like, go to testwiki or test2wiki and edit without logging in.
Tell us if you know of any difficulties that need to be addressed. We will try to help, and if we are not able, we will consider the available options.
Look at ourprevious message about requirements for users without extended rights who may need access to IP addresses.
To learn more about the project, check outour FAQ – you will find many useful answers there. You may alsolook at the updates (we have just posted one) andsubscribe to our new newsletter. If you'd like to talk to me (Szymon) off-wiki, you will find me on Discord and Telegram. Thank you!
Hef tekið eftir því að nokkrir vita ekki hvernig tímabundnir aðgangar virka. Ip tölur eða vistföng eru ekki horfin, heldur þarf stjórnandi að fara ístillingarnar sínar og haka við tvö atriði. Neðarlega á síðunni þarf að haka við "Sýna vistföng tímabundra aðganga". Endilega lesið reglurnar sem er vísað í. Á þessari sömu síðu er einnig möguleikinn "IP information" sem sýnir whois upplýsingar um viðkomandi.
Stjórnendur þurfa ekki 'athugandi tímabundinna aðganga' réttindi, þau eru innifalin í stjórnendarétttindum. Þau réttindi eru fyrir þá sem fylgjast með nýjustu breytingum og telja þörf á því að vita áfram ip tölurnar. Reglurnar sem ég nefndi segja til um hverjir geta sótt um þessi réttindi.Snævar (spjall)6. september 2025 kl. 13:33 (UTC)Svara
Já, notandi sem biður um slíkt þarf að hafa aðgang sem er 6 mánaða gamall og hefur 300 breytingar, sbr.skilyrði hýsingaraðila. Þú uppfyllir ekki fjölda breytinga. Ef einhver reyndi að gefa þér réttindin þá myndi hugbúnaðurinn hafna því.Snævar (spjall)14. nóvember 2025 kl. 13:24 (UTC)Svara
TheWikimedia Foundation will switch the traffic between its data centers. This will make sure that Wikipedia and the other Wikimedia wikis can stay online even after a disaster.
All traffic will switch on24 September. The switch will start at15:00 UTC.
Unfortunately, because of some limitations inMediaWiki, all editing must stop while the switch is made. We apologize for this disruption, and we are working to minimize it in the future.
A banner will be displayed on all wikis 30 minutes before this operation happens. This banner will remain visible until the end of the operation. You can contribute to thetranslation or proofreading of this banner text.
You will be able to read, but not edit, all wikis for a short period of time.
You will not be able to edit for up to an hour onWednesday 24 September 2025.
If you try to edit or save during these times, you will see an error message. We hope that no edits will be lost during these minutes, but we can't guarantee it. If you see the error message, then please wait until everything is back to normal. Then you should be able to save your edit. But, we recommend that you make a copy of your changes first, just in case.
Other effects:
Background jobs will be slower and some may be dropped. Red links might not be updated as quickly as normal. If you create an article that is already linked somewhere else, the link will stay red longer than usual. Some long-running scripts will have to be stopped.
We expect the code deployments to happen as any other week. However, some case-by-case code freezes could punctually happen if the operation require them afterwards.
Hello everyone! I am glad to inform you that as the next step in theParser Unification project, Parsoid will soon be turned on as the default article renderer on your wiki. We are gradually increasing the number of wikis using Parsoid, with the intention of making it the default wikitext parser for MediaWiki's next long-term support release. This will make our wikis more reliable and consistent for editors, readers, and tools to use, as well as making the development of future wikitext features easier.
If this disrupts your workflow, don’t worry! You can still opt out through a user preference or turn Parsoid off on the current page using the Tools submenu, as described in theExtension:ParserMigration documentation.
Síðasta athugasemd:fyrir 1 mánuði5 athugasemdir3 aðilar í umræðu
Hæ, ég er með eina pælingu. Hver er tilgangurinn með þessum tímabundnu aðgöngum, sé að ef fólk gerir breytingar án þess að skrá sig inn þá býr Wikipedia sjálfkrafa til tímabundinn aðgang fyrir viðkomandi í stað þess að breytingin sé skráð á IP töluna þar sem breytingin var gerð eins og var alltaf fyrir tilkomu tímabundnu aðganganna.~2025-29162-34 (spjall)17. október 2025 kl. 17:28 (UTC)Svara
Það er byrjað að líta á IP tölur sem persónuuplýsingar, þannig til að fela þær er notast við tímabundna aðganga. Nánar tiltekið er talið að birta IP tölur brjótiGDPR reglugerðina frá Evrópusambandinu.Snævar (spjall)17. október 2025 kl. 17:37 (UTC)Svara
Enska Wikipeedia er síðust því hún er stærst, bæði með fleiri greinar og umferð. Með því að taka smærri Wikipediurnar fyrst þá finnast stóru vandamálin við breytinguna fyrst. Ef enska wikipedia fengi þennan möguleika fyrst þá myndu öll vandamálin birtast í einu og það er erfiðara að kljást við.Snævar (spjall)17. október 2025 kl. 22:45 (UTC)Svara
Help us decide the name of the new Abstract Wikipedia project
Síðasta athugasemd:fyrir 1 mánuði1 athugasemd1 aðili í umræðu
Hello. Please help pick a name for the new Abstract Wikipedia wiki project. This project will be a wiki that will enable users to combine functions fromWikifunctions and data from Wikidata in order to generate natural language sentences in any supported languages. These sentences can then be used by any Wikipedia (or elsewhere).
There will be two rounds of voting, each followed by legal review of candidates, with votes beginning on 20 October and 17 November 2025. Our goal is to have a final project name selected on mid-December 2025. If you would like to participate, thenplease learn more and vote now at meta-wiki.Takk!
Síðasta athugasemd:fyrir 30 dögum2 athugasemdir2 aðilar í umræðu
Hæ ég er með eina spurningu varðandi fólk sem gengur undir gælunafni eða listamannsnafni. Hvenær er rétt að titill Wikipedia síðu um þau sé fullt nafn viðkomandi og hvenær er rétt að titill síðunnar sé gælunafn eða listamannsnafn viðkomandi. Ég sé að það er ekki alltaf samræmi.~2025-30377-95 (spjall)27. október 2025 kl. 20:22 (UTC)Svara
Síðasta athugasemd:fyrir 27 dögum2 athugasemdir2 aðilar í umræðu
Ég sé að þið hafið ítrekað verið að banna tímabundna aðganga og í sumum tilvikum beinist það að sama aðilanum. Ég held að það nægi ekki þar sem þetta kemur ekki í veg fyrir að einstaklingar geti haldið áfram að búa til slíka aðganga á sömu IP-tölu. Ég tel að það þurfi frekar að banna IP-tölur sem umræddir aðilar nota til að koma í veg fyrir að fólk haldi áfram slíkri hegðun. Ég er ekki að gagnrýna kerfið eins og það virkar en ég tel mikilvægt að koma þessum skilaboðum á framfæri.~2025-30563-71 (spjall)30. október 2025 kl. 11:35 (UTC)Svara
Applications for the committees open on October 30, 2025. Applications for the Affiliations Committee, Ombuds commission and the Case Review Committee close on December 11, 2025. Learn how to apply byvisiting the appointment page on Meta-wiki. Post to the talk page or email cstwikimedia.org with any questions you may have.
Mér finnst eiginlega þvert á móti að þegar síðum er eytt mættu stjórnendur passa sig betur að eyða meðfylgjandi spjallsíðum. Það kemur frekar oft fyrir að stjórnendur gleyma að haka við "Eyða meðfylgjandi spjallsíðu", og það verður til munaðarlaus spjallsíða sem enginn er líklegur til að rata á eða lesa framar.TKSnaevarr (spjall)12. nóvember 2025 kl. 15:39 (UTC)Svara
Ef þarna er umræða um afhverju ætti að eyða síðu þá finnst mér ekki að það ætti að eyða henni. Sé enga ástæðu afhverju ætti að eyða þeim. Þær koma ekki í leitarniðurstöðum á Google. Og geta verið hjálplegar fyrir notendur sem ætla að gera grein um viðkomandi málefni í framtíðinni.Steinninn12. nóvember 2025 kl. 18:51 (UTC)Svara
Góð spurning. Ef litið er til framkvæmdarinnar á ensku WP er það almenna reglan að eyða síðum sem eru munaðarlausar, t.d. spjallsíðum greina sem eru ekki til lengur. Þetta kemur fram í lið G8 íviðmiðum um hvenær má eyða síðum án sérstakrar umræðu. En þar segir svo reyndar líka að það sé rétt að halda í svona síður ef það er sýnt að það sé eitthvað gagn af því fyrir verkefnið að halda í þær, t.d. ef þar hafa farið fram umræður um mögulega eyðingu sem koma ekki fram annars staðar. Ólíkt ensku WP, erum við ekki með miðlægar umræður um eyðingu á síðum (ættum líklega að koma því á einhvern daginn), þannnig að allar umræður um það hvort að greinar eigi rétt á sér fara fram á spjallsíðum þeirra. Það eru alveg rök fyrir því að að halda í slíkar síður til þess að það sé gagnsætt hvernig notendur hafa komist að niðurstöðu um eyðingu, t.d. þegar þegar það snýst um mat á markverðugleika.
En þessar síður eru samt ekki aðgengilegar í raun þó að haldið sé í þær. Þær gúgglast ekki og eina leiðin til að finna þær er að slá inn heitið á þeim í leitarglugga hér með "Spjall:" forskeytinu. Ef greinin er stofnuð aftur undir sama titli sjá möppudýr það um leið að það er verið að endurstofna síðu sem hefur áður verið eytt og komast þá einnig í umræðurnar á sjpallsíðunni sem var eytt. Ég held að það sé snyrtilegra að eyða þeim nema það sé sýnt fram á einhverja alveg sérstaka ástæðu til að halda þeim.Bjarki (spjall)15. nóvember 2025 kl. 07:11 (UTC)Svara
Þú nefnir að möppudýr geti séð að grein sé endurstofnuð, en ekkert um aðra notendur í þeim aðstæðum. Það er hentugt fyrir venjulegan notanda að sjá eyðingarumræðu. Venjulegur notandi sem er að skrifa grein sem hefur verið eytt getur þá tekið mið af eyðingarumræðunni og reynt að forðast sömu mistök. Það að halda eyðingarumræðu gerir ekki möppudýri erfiðara fyrir að finna endurskapað efni. A9 áWikipedia:Viðmið um eyðingu greina gæti einfandlega haft undanþágu um eyðingarumræður. Nokkrar síður halda eyðingarumræðum, eins og Wikimedia Commons, en reyndar er sú umræða miðlæg.
Ég er þó á því að það er ekki alltaf nytsamlegt að halda eyðingarumræðu. Ef að það er eyðingarástæða sem inniheldur 'öll framlög voru frá X' þá er vitað að aðeins einn notandi breytti síðunni, ástæða notandans er endurtekin í eyðingarástæðu og afeyðing þeirrar umræðu gefur sjaldnast meiri upplýsingar. Þegar möppudýr hakar við 'eyða spjallsíðu' þegar grein er eytt þá er 'öll framlög voru frá X' aldrei nefnt, þó að aðeins einn notandi tók þátt í umræðunni.
Hvað miðlæga umræðu varðar (t.d. á Wikipedia:Eyðingarumræður/Grein) þá veit nýr notandi ekki af henni, svo að slík umræða þarf tilkynningu til stofnanda greinar eins og er til áSnið:Eyðingar tilkynning. Það hvort miðlæg umræða sé tekin upp er spurning um hvort fólk noti það. Ef enginn býr til miðlæga eyðingarumræðu þá verður sú miðlæga umræða aldrei að veruleika.Snævar (spjall)16. nóvember 2025 kl. 13:38 (UTC)Svara
Hættu þessu! Það sjá allir í gegnum þessa grímuleiki. Vinsamlegast taktu þér langt frí frá öllum Wikimedia verkefnum og snúðu þér að einhverju öðru.Bjarki (spjall)24. nóvember 2025 kl. 10:31 (UTC)Svara
Síðasta athugasemd:fyrir 7 dögum9 athugasemdir3 aðilar í umræðu
Ég fann þessa fínuvefsjá þjóðkirkjunnar og ætlaði að breyta því í kort sem hægt væri að nota á Wikipedia. Ég sendi póst á Þjóðkirkjuna og spurði hvort þau gætu sent mér GeoPackage skránna, þau gátu það ekki. Ég fór að fikta með að taka skjáskot og setja inní QGIS en hef ekki náð mjög langt í því. Er einhver sem veit auðvelda leið til að nota þessar upplýsingar fyrir kortagerð? Hugmyndin er að gera að minnsta kosti þrjú kort, eitt sem sýnir prófastsdæmin, annað sem sýnir prestaköllin og svo sóknirnar.Steinninn16. nóvember 2025 kl. 10:43 (UTC)Svara
Auðvitað tókst Þjóðkirkjunni að útvista þessu yfir til einkafyrirtækisins Esri sem framleiðir ArcGIS og selur svo áskriftir að gögnunum. Þau virðast svo koma frá Samsýn.
Kíkti á þessa þekju frá LMÍ, opnaði Prestaköll í QGIS; sóknirnar eru skilgreindar inni í yfirflákunum og væri þá hægt að sækja sérstaklega (með smá kunnáttu í QGIS;-( ). Prófastsdæmin eru þá annar hausverkur...Sveinn í Felli (spjall)16. nóvember 2025 kl. 12:48 (UTC)Svara
Tja, ekki veit ég hvað telst úrelt í þessum efnum, nýjustu prestaköll sem ég fann í fljótu bragði virðast vera frá 1970. Líklega vantar þarna nokkrar nýjar sóknir á höfuðborgarsvæðinu.Sveinn í Felli (spjall)16. nóvember 2025 kl. 15:17 (UTC)Svara
Síðasta athugasemd:fyrir 6 dögum1 athugasemd1 aðili í umræðu
Hello. Reminder: Please help to choose name for the new Abstract Wikipedia wiki project. The finalist vote starts today. The finalists for the name are:Abstract Wikipedia, Multilingual Wikipedia, Wikiabstracts, Wikigenerator, Proto-Wiki. If you would like to participate, thenplease learn more and vote now at meta-wiki.Takk!
Það þarf umræðu um að hafa formlega stefnu hér gagnvart notkun gervigreindar og þýðingarvéla. Gervigreindarmyndað efni virðist oft fara framhjá stjórnendum, þegar það felur í sér alls konar villur. Það vantar skráða reglu sem kemur inn á vélþýðingar- og gervigreindarskriftir; t.a.m. hvernig á að koma auga á slíkar skriftir og hvernig á að bregðast við. Þetta verður bara algengara og erfiðara að halda vakt yfir með tímanum ef ekkert er tekið til bragðs.Óskadddddd (spjall)21. nóvember 2025 kl. 18:43 (UTC)Svara
Mér finnst gervigreindarunnið efni eiginlega stríða gegn tilgangi Wikipediu. Ef manni líður vel með að fá upplýsingar frá gervigreind þarf maður ekki Wikipediu sem millilið, maður getur bara spurt gervigreindina beint. Wikipedia felur eiginlega í sér ákveðin fyrirheit um að manneskja hafi skrifað og lesið það sem er sett inn.TKSnaevarr (spjall)21. nóvember 2025 kl. 19:04 (UTC)Svara
Þetta snýst ekki um að gefa gervigreindinni séns heldur að hafa skýr viðmið og markmið um notkun þeirra. GreininInnsigli Salómons stóð lengi (og stendur enn) þrátt fyrir að vera augljóslega illa útfærð, af gervigreind, en þetta er það sem ég á við. Það er ekki alveg svart á hvítu hvenær gervigreindarmynduð grein er "of léleg"; flestar fara en sumar virðast fá að vera. Þetta var nefnilega spurning um að nauðsynlegt væri að koma sérstaklega inn á notkun gervigreindar/vélþýðingar í reglunum þar sem þær eru stundum skráðar til hreingerninga frekar en eyðingar. Ég meina einfaldlega hvort við eigum að halda gervigreindarmynduðum/vélþýddum greinum almennt eða eigum bara að eyða þeim sem fyrst?
Þetta er reyndar ekki útkljáð mál á enwiki ennþá,en:WP:LLM er bara með stöðu ritgerðar. Viðerum ekki með neitt policy fyrir LLM notkum. Eina polísían sem hefur fengið consensus eren:WP:AIIMAGES sem bannar notkun á myndum sem eru gerðar með gervigreindarmódelum, með "common sense" undantekningum og algjöru banni íen:WP:BLP greinum. Það er tilen:WP:G15 speedy deletion sem er hægt að nota til að eyða síðum sem hafa verið skrifaðar af LLM "without human review", en það nær bara yfir augljósustu og verstu tilfellin. Það eru til nokkur guidelines, t.d.en:WP:RSML gegn því að vitna í heimildir sem hafa verið búnar til af gervigreind.
en:WP:LLMSIGNS: Ritgerð sem útskýrir hvernig er hægt að bera kennsl á LLM-skrifaðan texta, yfirlit yfir rannsóknir á LLM textum (spjall-síðan er með enn meiri upplýsingum)
Núna er verið aðræða RfC fyrir pólísíu sem myndi banna að búa til nýjar greinar með LLM:en:Wikipedia:Writing articles with large language models. Umræðan er orðin löng og það er ekki komið consensus ennþá. Sumt fólk er í "það á ekki að skipta máli hvort eitthvað sé skrifað af LLM"-gírnum, en flestum finnst það annaðhvort ekki ganga nógu langt eða finnst það þurfa að byrja einhversstaðar og að þetta sé ágætis byrjun. Mín skoðun er að það þurfi að byrja einhversstaðar, svo ég er að vonast til að þetta RfC fari í gegn og verði að pólísíu.--Gurkubondinn(spjall)22. nóvember 2025 kl. 12:24 (UTC)Svara
Ef það á að banna notkun á LLM hvernig ætlið þið þá að fylgjast með því? Það getur verið mjög erfit að sjá hvað er skrifað af LLM og hvað er bara illa skrifað af manneskju. Og það verður alltaf erfiðara og erfiðara. Ég held að mikilvægasta sé að standardinn sé greinar séu vel skrifaðar og að heimilda sé getið, og að litlu máli skipti hvort það sé með hjálp LLM eða ekki. En á sama tíma ætti að hvetja fólk til að reiða sig ekki of mikið á LLM og AI, ég get til dæmis beðið um að fá stutta lýsingu á söguþræði bókar, en ég ætti ekki að birta textann nema að hafa lesið bókina og geta staðfest að allt sé rétt í textanum.--Steinninn25. nóvember 2025 kl. 22:20 (UTC)Svara
Nei, það er nefninlega ekki mjög erfitt að þekkja LLM texta, og það eru til actual rannsóknir.[potturinn:0 1] Ég setti nokkra linka hérna fyrir ofan, en lestuen:WP:LLMSIGNS (og líka Talk síðuna). Það er hellingur af umræðum um akkúrat þetta áen:WP:AIC spjallinu, það hefur verið rætt svo oft að margt af því er núna komið í Archives.
Það sést nánast alltaf aftakalaust á því að skoða tilvísanirnar sem eru notaðar, og að athuga hvort þær eru yfir höfuð til. ISBN númer sem eru ekki til, DOI númer sem eru ekki til og bækur eða rannsóknir sem eru ekki til. Ef það eru einhverjar efasemdir þá kemur það nánast alltaf mjög fljótt í ljós um leið og editorinn er challenged og beðin um aðen:WP:LLMDISCLOSE.
Þetta er ekki eitthvað sem við ættum að"láta sleppa ef það er nógu gott". Tíminn sem fer í að yfirfara og lagfæra allt sorpið sem flæðir inn er ótrúlegur. Það er ofaná tímann sem fer í að ganga á eftir þessum editorum og að standa í riflildum frá þeim.
Það er alveg hægt að nota LLM til gera uppkast að texta og fara svo yfir það handvirkt til að laga ambögur í málfari og athuga hvort það sé ekki örugglega rétt farið með og vísað í heimildir sem eru raunverulega til og styðja í raun það sem fullyrt er í textanum. Ef það er vel gert er auðvitað engin leið að segja hvort að textinn sé í grunninn búinn til af manneskju eða LLM. Eins og staðan er núna í þessari tækni finnst mér ekki sérstaklega erfitt að greinaóleiðréttan íslenskan LLM-texta, sérstaklega ef um heilar greinar er að ræða. Eftir því sem maður biður LLM um dýpri umfjöllun, þeim mun meiri verður þvælan.
Ég vil frekar harða línu í þessum efnum. Þeir sem vilja LLM-slor geta sótt það beint í þessi spjallmenni og það stríðir gegn tilgangi Wikipediu að færa það hingað inn í stórum stíl. Óvinsælasta verkefnið á meðal notenda hér er að taka til eftir aðra eins og sjá má á þeim fjölda greina sem eru í viðhaldsflokkum þannig að það verður aldrei þannig að sjálfboðaliðar hér séu að fara að laga LLM-texta sem einhver annar dælir hingað inn.Bjarki (spjall)26. nóvember 2025 kl. 17:47 (UTC)Svara