Áður en hann dó hafði Lúðvík guðhræddi gert syni sína að konungum hvern í sínu ríki:Karl sköllótta yfirAkvitaníu,Lúðvík þýska yfirBæjaralandi ogLóþar yfirÍtalíu. Þessi skipting var meðal annars niðurstaðan af átökum keisarans við syni sína eftir tilraunir hans til að gera Karli sköllótta, syni af seinna hjónabandi, jafn hátt undir höfði og hinum tveimur.
Þegar Lúðvík keisari síðan dó árið840 gerði elsti sonur hans, Lóþar, kröfu um að erfa keisaratignina og þar með yfirráð yfir löndum bræðra sinna. Þetta leiddi til borgarastyrjaldar og bandalags milli yngri bræðranna tveggja gegn eldri bróður sínum. Þegar yngri bræðurnir tveir, Lúðvík og Karl, sóru eið árið842, gegn Lóþari, sá hann sér ekki annan kost en semja.