Valais er þriðja stærsta kantónan í Sviss með 5.224 km2. EinungisGraubünden ogBern eru stærri. Valais liggur í suðurhluta Sviss og á landamæri aðÍtalíu í suðri ogFrakklandi í suðvestri. Auk þess eru kantónurnarVaud til norðvesturs, Bern til norðurs,Uri til norðausturs ogTicino til austurs. Vestasti endir kantónunnar nemur viðGenfarvatn. Valais er dæmigerð fjallakantóna og samanstendur af háfjöllum Alpafjalla, Róndalnum (löngum hádal í austur/vesturátt) og ýmsum hliðardölum, aðallega til suðurs. Þar eru hæstu fjöll Sviss, svo semMonte Rosa,Matterhorn og fleiri. ÁinRón rennur eftir endilöngum hádalnum, áður en hún mundar í Genfarvatn. Íbúar eru 332 þúsund (2014) og er Valais þar með áttunda fjölmennasta kantónan í Sviss. 60% íbúanna eru frönskumælandi, en 30% þýskumælandi. Höfuðborgin erSion.
Skjaldarmerki Valais er tvær lóðréttar rendur, hvít til vinstri og rauð til hægri. Alls eru þrettán stjörnur í merkinu, ýmist rauðar eða hvítar. Merkið kom fyrst fram (í breyttu formi)1220, en var formlega tekið upp1548. Merkið er tákn biskupsstólsins í Sion en stjörnurnar tákna hin þrettán tíundarhéruð kantónunnar.
Rómverjar nefndu héraðið Vallis Poenina. Vallis merkirdalur. Héraðið heitir Wallis á þýsku og var kallað Vallais á frönsku allt fram á18. öld, en breyttist svo í Valais. Kantónan heitir Vallese áítölsku.
Vestasti hluti RóndalsinsMatterhorn er eitt fjallanna í Valais
Í upphafi bjuggukeltar í Róndalnum enRómverjar hertóku hann 15 f.Kr. Dalurinn varð að skattlandi sem kallaðist Vallis Poenina. Síðla á 5. öld lauk yfirráðum Rómverja í héraðinu. Búrgúndar (frönskumælandi) námu land í vesturhlutanum, en alemannar (þýskumælandi) í austurhlutanum. Í gegnummiðaldirnar var dalurinn að sjálfstæðu biskupadæmi innanþýska ríkisins. Vesturhlutinn tilheyrði hins vegar Savoy. Um miðja14. öld réðist Amadeus VI frá Savoy inn í Róndalinn og hertók stóran hluta hans. Hrepparnir sameinuðust í hernaðarbandalag, gerðu uppreisn og náðu að hrekja óvininn burt. Í annað sinn þurfti her frá Savoy að hertaka héraðið allt. En þegar greifinn af Savoy lést1391, hlutu hrepparnir sjálfstæði og kölluðu sig Lýðveldi hinna sjö tíundarhéraða (Republik der sieben Zenden).1413 hófst stríð í lýðveldinu á ný er þýski keisarinnSigismundur gaf Witschard frá Raron héraðið að léni. Íbúarnir sættu sig ekki við þetta og gerðu uppreisn. Eftir nokkrar orrustur var samið árið1420 og fékk lýðveldið að standa. Árið1475 réðist Savoy enn á ný inn í héraðið. Með stuðningi frá Bern tókst lýðveldinu að landa sigri í orrustunni við Planta og hertaka vesturhluta Valais. Árið1564 átti Bern í trúarstríði við Savoy. Íbúar lýðveldisins, sem ekki tókusiðaskiptum, sendu þá herdeild vestur til Genfarvatns og hertók hún lítið hérað þar. Þannig náði Valais núverandi stærð. Árið1799 hertóku Frakkar Valais og markar það endalok lýðveldisins í Róndalnum.Napoleon innlimaði það svo Frakklandi1810. Eftir fall Napoleons samþykktiVínarfundurinn1815 að Valais, ásamtGenf ogNeuchatel, fengju inngöngu í Sviss.1865 var frægasta fjall Valais, Matterhorn, í fyrsta sinn klifið. Í kjölfarið varð Valais að ferðamannahéraði. Það er enn mikilvægasta atvinnugrein kantónunnar. Það var svo ekki fyrr en1970 að konur í Valais fengu kosningarétt.