Vætulaukur
Verkfæri
Almennt
Prenta/flytja út
Í öðrum verkefnum
Vætulaukur | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
![]() Allium angulosum[1] | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Allium angulosum L. 1753 not All. 1785 nor Krock. 1787 nor Lour. 1790 nor DC. 1805 nor Pursh. 1813 | ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
Samnefni
|
Vætulaukur (fræðiheiti:Allium angulosum) er tegund af laukplöntum ættuð vítt og breitt um mið Evrópu og norður Asíu, frá Frakklandi og Ítalíu til Síberíu ogKazakhstan.[2][3]
Allium angulosum er fjölær jurt að 50 sm há. Laukarnir eru mjóir og aflangir, að 5 mm í þvermál. Blómskipunin er kúlulaga með lítil bleik blóm á löngum blómleggjum.[3][4]
Allium angulosum er ræktaður sem skrautblóm og sem krydd í matjurtagörðum. Laukarnir og blöðin eru æt elduð eða í salat. Það eru fregnir að hann geti verið eitraður í miklu magni.[5]