Samningar undirritaðir um stofnun kvikmyndaversins árið 1919: Griffith, Pickford, Chaplin og Fairbanks.
United Artists eðaUA erbandarískt framleiðslufyrirtæki. Það var upphaflega stofnað árið 1919 semkvikmyndaver af leikurunum og leikstjórunumCharlie Chaplin,Mary Pickford,D. W. Griffith ogDouglas Fairbanks, í þeim tilgangi að gefa listmönnunum sjálfum færi á að stýra framleiðslunni. Fyrirtækið hefur framleitt margar af þekktustu kvikmyndum bandarískrar kvikmyndasögu, eins ogThe African Queen (1951),Moulin Rouge (1952),12 Angry Men (1957),James Bond-myndirnar (frá 1963) og myndirnar umBleika pardusinn (frá 1964). Fyrirtækið var umsvifamikið í alþjóðlegri dreifingu vinsælla erlendra kvikmynda á borð við spagettívestraSergio Leone,BítlamyndannaA Hard Day's Night ogHelp!, frönsku myndarinnarLast Tango in Paris (1972), auk bandarískra verðlaunamynda á borð viðThe Graduate (1967),Midnight Cowboy (1969) ogRocky (1976). Fyrirtækið hefur oft gengið í gegnum eigendaskipti og endurskipulagningar. Það fór á almennan hlutabréfamarkað árið 1957 og hóf framleiðslu fyrir sjónvarp árið 1960. Árið 1981 eignaðist kvikmyndaframleiðandinnMetro-Goldwyn-Mayer fyrirtækið, en nokkrum árum síðar var þeirri samsteypu skipt. Framleiðsla var endurvakin í upphafi 21. aldar og UA framleiddi nokkrar þekktar kvikmyndir eins ogBowling For Columbine (2002) og dreifði bosnísku verðlaunamyndinniNo Man's Land (2002). Síðan þá hefur merkið verið endurvakið nokkrum sinnum.
Á Íslandi varStjörnubíó upphaflega með dreifingarsamning við United Artists, enTónabíó tók við honum eftir 1963.