Trygve Halvdan Lie (16. júlí 1896 – 30. desember 1968) varnorskur stjórnmálamaður, verkalýðsleiðtogi, ríkiserindreki og rithöfundur. Hann var utanríkisráðherra í norsku ríkisstjórninni sem sat í útlegð í London á meðan hernám nasista stóð frá 1940 til 1945.[1] Frá 1946 til 1952 var Lie fyrstiaðalritariSameinuðu þjóðanna. Lie var gjarnan talinn skynsamur en staðfastur stjórnmálamaður.[2]
Lie útskrifaðist úr laganámi árið 1919 og varð í kjölfarið ritari norskaVerkamannaflokksins. Árið 1935 varð Lie dómsmálaráðherra í stjórnJohans Nygaardsvold.[3] Alvarlegasta málið sem kom til kasta Lie á ráðherratíð hans var hvort veita skyldiLev Trotskíj, þá útlægum fráSovétríkjunum, landvistarleyfi. Trotskíj var leyft að dvelja í Noregi um sinn þar tilJósef Stalín þrýsti á Lie og aðra ráðamenn að reka hann úr landi.[4]
Sem aðalritari Sameinuðu þjóðanna studdi Trygve Lie stofnunÍsraels ogIndónesíu. Hann hvatti til þess aðAlþýðulýðveldinu Kína yrði veitt aðild að Sameinuðu þjóðunum en mótmælti því aðSpánn fengi sæti þar sem hann hafði ímugust á stjórnFrancisco Franco.[5]
Þann 1. nóvember árið 1950 kausallsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, þvert á vilja Sovétríkjanna, að framlengja embættistíð Lie með 46 atkvæðum gegn fimm. Kallað var til þessarar atkvæðagreiðslu til að leysa úr pattstöðu þar sem Sovétríkin neituðu að taka Lie til greina sem aðalritara vegna afskipta hans afKóreustríðinu enBandaríkin neituðu að taka nokkurn annan en Lie til greina. Sovétríkin neituðu í kjölfarið að viðurkenna Lie sem aðalritara. Staða Lie varð jafnframt enn erfiðari þar sem bandaríski öldungadeildarþingmaðurinnJoseph McCarthy sakaði hann um að ráða „ótrúa“ Bandaríkjamenn í embættisstöður hjá Sameinuðu þjóðunum. Lie sagði að endingu af sér þann 10. nóvember árið 1952.[6]