Keppnin er oftast haldin í júlí. Leiðirnar eru breytilegar en þær skiptast í tímakeppnir, fjallaleiðir um bæðiAlpafjöll ogPýreneafjöll og lokakeppni áChamps-Élysées íParís. Nú skiptist keppnin í 21 dagleið sem samtals eru um 3.500 km að lengd. Keppt er ágötuhjólum.
Fjöldi liða sem taka þátt er venjulega milli 20 og 22 með níu hjólreiðamenn í hverju liði. Keppt er um besta tíma og sá sem er með lægsta tímann í samanlögðum lotum telst leiða keppnina og fær hina eftirsóttugulu treyju. Innan keppninnar eru margar aðrar keppnir eins og stigakeppni fyrir spretti, fjallakeppni á fjallaleggjunum, ungir keppendur fyrir keppendur sem eru yngri en 26 ára og liðakeppni. Í hverju liði eru sprettarar sem reyna að sigra hverja leið fyrir sig með lokaspretti.