Teaching Channel ervefur þar semkennarar og kennaranemar geta lært af hverjum öðrum, deilt kennsluhugmyndum og horft á efni frá öðrum kennurum. Vefurinn gefur kennurum tækifæri til að læra af hvorum öðrum. Þar er notast við myndbönd og aðra tækni til að koma efninu til skila. Síðuna er hægt að flokka undir sístækkandi hóp netkennslu og jafningjakennslu í gegnumopið menntaefni.
Myndefni á Teaching Channel-síðunni er raðað eftir kennslugreinum og aldri bekkja, og því má finna kennsluhugmyndir byggt á þeim leitarforsendum. Bekkjarskiptingin er byggð á bandarísku bekkjarkerfi.
Fleiri leitarbær atriði eru:
Kennslugreinarnar eru listgreinar, enska (móðurmálskennsla), stærðfræði, raunvísindi og félagsvísindi.
Námsefnið er fyrir bekki allt frá leikskóla og upp í efstu bekki high school.
Hægt að velja ákveðin viðfangsefni (topics).
Hægt að kynnast einstaka kennurum og fylgja þeim og þeirra verkefnum. Þá er einnig hægt að senda inn fyrirspurnir og fá svör við þeim.
Þrjú aðalmarkmiðin með Teaching Channel eru: