Taxus er ættkvísl smárra trjáa og runna afýviðarætt (Taxaceae). Þeir eru tiltölulega seinvaxnir og langlífir, og verða 2.5 - 20 metra háir, með stofnþvermál að jafnaði 5 m.[1]
Fræ afTaxus baccata
Allar ýviðartegundir eru náskyldar hver annarri og sumir grasafræðingar líta á þær allar sem undirtegundir eða afbrigði af einni víðfemri tegund; samkvæmt því er tegundinunTaxus baccata, sem var fyrsta ýviðartegundin sem var lýst fræðilega.[2] Aðrir hinsvegar viðurkenna níu tegundir, til dæmisPlant ListGeymt 31 mars 2019 íWayback Machine.
Allar ýviðartegundir eru með mjög eitraðan alkalíóða að nafnitaxane, með smávægilegum breytileika á milli tegunda. Allir hlutar trésins, nema aldinkjötið innihalda alkalíóðann. Aldinkjötið er ætt og sætt en fræin eru mjög eitruð; ólíkt hjá fuglum þá brotnar fræhjúpurinn niður í maga manna og losnar þá eitrið. Þetta getur verið banvænt ef fræin eru ekki fjarlægð fyrst. Beitardýr, sérstaklega kýr og hestar finnast stundum dauð nálægt ýviðartrjám eftir að hafa étið af barrinu, þó að dádýr geti brotið niður eitrið og éti af trjánum að vild. Lirfur fiðrilda af ættLepidoptera, þar á meðalPeribatodes rhomboidaria nærast á barri ýviða.
KarlkynskönglarTaxus baccataElsta pólska eintakið af ýviði (1200 ára)
↑Kvaček, Z. 1984. Tertiary taxads of NW Bohemia. 1982 Acta Univ. Carol., Geol., Pokorny 4: 471–491.
↑4,04,1Spjut, R. W. (2007). „Taxonomy and nomenclature ofTaxus (Taxaceae). A phytogeographical analysis ofTaxus (Taxaceae) based on leaf anatomical characters“.J. Bot. Res. Inst. Texas.1 (1):291–332. 203–289.T. brevifolia andT. globosa var.floridana thought to evolve from ancestralT. globosa by loss of stomata and papillae;T. canadensis recognized in Europe based on leaf fossils from late Tertiary deposits
↑Corneanu, G. C. , M. Corneanu and R. Bercu. 2004. Comparison between some morpho-anatomical features at fossil vegetal species and at their actual correspondent species. Studia Universitatis Babeş-Bolyai, Geologia, XLIX: 77–84.
↑Manchester, S.R. (1994). „Fruits and Seeds of the Middle Eocene Nut Beds Flora, Clarno Formation, Oregon“.Palaeontographica Americana.58:30–31.