Þótt Sun sé í dag talinn einn ástsælasti leiðtogi Kínverja einkenndist stjórnmálaferill hans af stöðugri baráttu og fjölmörgum útlegðum. Eftir að byltingin heppnaðist sagði Sun fljótt af sér sem forseti vegna þrýstings frá herforingjastéttinni. Hann leiddi síðar byltingarstjórnir sem börðust gegn stríðsherrum sem höfðu lagt undir sig mikinn hluta Kína. Sun entist ekki aldur til að sjá flokk sinn sameina Kína undir einni stjórn á ný ínorðurleiðangrinum semChiang Kai-shek leiddi. Flokkur Suns, sem hafði á hans dögum verið í bandalagi viðkínverska kommúnista, klofnaði í tvennt eftir dauða hans.
Meginarfleifð Suns til kínverskra stjórnmála felst í stjórnmálastefnunni sem hann þróaði og kallaði „þrjú lögmál fólksins“:Þjóðernishyggju (þ.e.a.s. sjálfstæði frá yfirráðumheimsvaldssinna), lýðræði[2] og afkomu fólks (verslunarfrelsi og nútímaskattkerfi[3]).[4][5]