Movatterモバイル変換


[0]ホーム

URL:


Fara í innihald
WikipediaFrjálsa alfræðiritið
Leit

Stofnanahagfræði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Stofnanahagfræði fjallar um hvernigstofnanir hafa áhrif á efnahagslegar ákvarðanir ogsamskiptieinstaklinga. Stofnanahagfræði er fjölbreytt og tekur tillit til margra sjónarmiða. Hún byggir á gömlum kenningum frá klassískum og sálfræðilegum hagfræðingum og tekur tillit til mikilvægra hugmynda frákommúnistum,anarkistum, og fleiri hugmyndakerfum.[1]

Stofnanahagfræði skoðar hvernig reglur og stofnanir hafa áhrif á hagkerfið og dagleg viðskipti í hagkerfinu.[2]

Flækjan við að skilgreina stofnanahagfræði er óvissan um merkinguna á orðinu stofnun, hvað er stofnun? Stofnanahagfræði lítur yfir víðasta svið skilgreiningarinnar á því hvað stofnun getur verið, en samkvæmt henni getur stofnun verið til dæmiseinstaklingar,ríkisvald,banki,fyrirtæki,samtök,fjölskylda,samfélag,stéttarfélag ,reglur,siðir og venjur  o.s.frv. Þetta víða sjónarhorn stofnanahagfræðinnar felur í sér að stofnanir geti bæði stýrt og aukiðathafnafrelsi einstaklinga. Stofnanahagfræði skoðarmarkaði sem samspil hinna flóknu tengsla ogsamskipta milli allra þessara mismunandi stofnana og metur hvernig þessar reglur og venjur hafa áhrif áhegðun fólks.[3]

Stofnanahagfræði fjallar um hvernig stofnanir s.s lög, reglur og siðir hafa áhrif á efnahagslegar ákvarðanir einstaklinga og fyrirtækja, hún skoðar hvernig stofnanir ná að stjórna efnahagslífinu og hvernig það myndar hvata og samskipti.

Stofnanahagfræði verður áhrifarík þegar samfélagið fylgir reglum og venjum. Grunnurinn er að meirihluti þjóðfélagsins samþykki venjurnar og fylgi þeim. Að auki þarf meirihlutinn að sjá til þess að aðrir setji sig ekki upp á móti venjunum.[2]

Upphaf stofnanahagfræði

[breyta |breyta frumkóða]

Stofnanahagfræði er ekki gamalt fyrirbæri og er aðeins hægt að rekja það til ársins1918, samt sem áður varRobert Hoxie að kalla sig stofnanahagfræðing árið1916. Stofnanahagfræði var því þekkt í tali en kom ekki fram í hagfræði bókmenntum fyrr en árið1918 þegarWalton Hamilton var með það sem titil á ráðstefnuriti sínu sem var birt úr málsmeðferð árið1919. Augljóst var að Hamilton var að reyna ná tilhagfræðinga með riti sínu í þeim tilgangi að þeir myndu taka upp stofnanaaðferðir.[4]

Hamilton hélt því fram að til þess að eitthvað teljist vera hagfræðikenning þyrfti það að uppfylla fimm skilyrði. Fyrsta skilyrðið er að geta tengt og samræmt ólík svið innan hagfræðinnar, annað skilyrði varðar nýtingu á hagnýtum lausnum til að ná að stjórna eða leysa vandamál í hagkerfinu, þriðja skilyrðið er um stofnanir og hvernig þær eru breytilegar en geta líka verið notaðar til að stýrahagkerfinu, fjórða skilyrðið fjallar um ferli stofnanabreytinga og þróun efnahagslífsins og hvaða áhrif það hefur og hið fimmta snýst um mikilvægi þess að skilja mannlega hegðun. Hamilton taldi að aðeins stofnanahagfræði náði að uppfylla öll þessi skilyrði, við þróun hans á stofnanahagfræði kenningunni nefndi hann H.C. Adam,Charles Horton Cooley,Thorstein Veblen ogWesley Mitchell sem leiðtoga hugmyndinnar.[4]

AEA málstofa 1919

[breyta |breyta frumkóða]

Í málstofunni þar sem Hamilton talar um stofnanahagfræði er vinur hans og vinnufélagiWalter Stewart að stýra málstofunni. Ein af athugasemdum Stewart var hvernig stofnanaaðferðin og tölfræðiaðferðin væru einu aðferðirnar sem gætu gefið fullnægjandi greiningu á sumum vandamálum. Endalokfyrri heimsstyrjöldinnar hafði mikið til þess að gera með hvernig stofnanahagfræði kom út sem nálgun og tímasetningin á því, þar sem stríðið vakti athygli fólks á mikilvægi hagrannsókna,menntun ogstefnumótun og veitti þessi tími veruleg tækifæri til þess að bæta það.[4]

Hagfræðingar sem komu inná stofnanahagfræði

[breyta |breyta frumkóða]

Bandaríski stofnanna skólinn er almennt tengdur við Wesley Mitchell, John Commons og Thorstein Veblen.[5]

Thorstein Veblen (1857 - 1929), var fæddur árið1857 íWisconsin i Bandaríkjunum og lést árið1929. Hann var stofnana hagfræðingur,heimspekingur ogfélagsfræðingur. Veblen lagði grunn að stofnanahagfræði með gagnrýni sinni á nýklassískri hagfræði en hann nálgaðist hagfræðinga á annan hátt en fyrrumhagfræðingar. Hann gagnrýndi til dæmis kenningu Marx og einhverjar af kenningum búauðgismannana. Veblen var þekktastur fyrir kenninguna sína um makindastéttina (The Theory of the Leisure Class (1899) auk þess sem hann vakti athygli á áhrifum stórfyrirtækja á samfélagið ,The Theory of Business Enterprise (1904).[6]

John R. Commons (1862 - 1945), fæddist íHollandsburg,Ohio, þann 13. október1862 og ólst upp íIndiana. Hann kenndi meðal annarsstjórnmálahagfræði ogfélagsfræði i nokkrum skólum og rannsakaðiinnflytjendamál,skattamál og sáttir á vinnumarkaði. Þrátt fyrir aðCommons hafi verið hagfræðingur taldi hann að hagfræði ein og sér væri ekki nóg til að útskýra hegðun verkafólks og sneri sér því aðsagnfræði,félagsfræði,sálfræði oglögfræði til að fá breiðari mynd á hegðun fólks. Hann lagði mikla áherslu á að tengja hagfræði við félagslegt samhengi, sögulegar aðstæður og lögfræðilegar reglur.[7]

Í verkum sínum notaði hann söguleg, félagsfræðileg og lagaleg sjónarhorn til að útskýra efnahagslegar ákvarðanir, sem er í takt við stofnanahagfræði. Þekkt verk hans eru meðal annarsDocumentary History of American Industrial Society (1910-1911) ogHistory of Labor in the United States (1918-1935).[7]

Commons notaði orðið stofnanahagfræði oft í bók sinni"Institutional Economics: Its Place in Political Economy."árið 1934. Hann sagði að hagkerfið ætti að nota reglur eða stofnanir til að þróa opinbera stefnu.[8]

Gustav von Schmoller (1838 - 1917), var fæddur þann 24. júní árið1838 í Heilbronn í Þýskalandi. Hann var þýskur hagfræðingur og leiðtogi þýska sögu skólans í hagfræði. Hann var leiðandi í hópi hagfræðinga sem kölluðu sigSozialpolitiker,  þeir börðust fyrir umbótum á kjörum verkalýðsins og lægri stétta sem fundu fyrir neikvæðum afleiðingum örrar iðnvæðingar. Schmoller hafði gríðarmikil áhrif á þýskt fræðasamfélag undir lok 19 aldar og í upphafi 20. aldar. Hann setti fram mjög harða gagnrýni bæði á klassíska og síðar nýklassíska hagfræði, aðferðafræði hennar og áherslu á fríverslun.[9]

Walton H.Hamilton (1881-1958) var þekktur fyrir að koma upp með hugtakið stofnanahagfræði árið1919 en á árunum 1928-1948 hann varlögfræðiprófessor í HáskólanumYale.[10]

Clarence Ayres (1891 - 1972), gegndi lykilhlutverki í stefnumótun stofnanahagfræðinnar eftirseinni heimsstyrjöldina. Hann lagði mikla áherslu á mismun milli tæknilegrar og athafnalegar hegðunar. Hann var þekktur fyrir kenninguna sína “töf stofnana” ( e. institutional lag ) , kenningin útskýrir að tækniframfarir eru alltaf einu skrefi á undan félagslegum stofnunum og það skapar viðvarandi misræmi í samfélaginu. Í öðrum orðum væru stofnanir lengi að aðlaga sig að breyttri tækniframförum en þegar þær höfðu loks aðlagast að nýrri tækni þá hefði tæknin umbreyst enn meira. Þetta skapar því ósamræmi á milli samfélagsgerða og tækniframfara.[11]

Þróun stofnanahagfræði

[breyta |breyta frumkóða]

Stofnanahagfræði hélt áfram að vera í leiðandi stöðu í bandarískum efnahagsmálum á fyrri hluta20. aldar, sérstaklega í kringumfyrri heimsstyrjöldina. Hins vegar urðu nýjar kenningar frá öðrum skólum ráðandi í efnahagslífinu eftirseinni heimsstyrjöldina.Keynesísk hagfræði tók við af stofnanahagfræði þegar kom að útskýringum á hagsveiflum og efnahagsstefnum. Auk þess má segja að bæði kenningar keynesískrar og nýklassískrar hagfræði leystu af hólmi margar kenningar stofnanahagfræðinnar, þar sem þessir skólar lögðu áherslu á hagrannsóknir og stærðfræðilegar greiningar, sem urðu sífellt mikilvægari við þróun hagfræðinnar.

Ástæðurnar eru margar. Ein helsta ástæðan var sú að stofnanahagfræðin stóð ekki við þær væntingar sem gerðar voru til hennar, þar sem hún gat ekki nákvæmlega skilgreint eða mælt áhrif sín á efnahagslífið með sama hætti og nýjar kenningar. Þá reyndist stofnanahagfræðin ekki geta þróað kenningar sínar á áhrif félagsfræðinar og tækniþróunar á efnahagslífið fyrir utan það semVeblen ogCommons voru búnir að leggja fram.

Einnig varðfélagsfræði sjálfstæð fræðigrein um 1920 og tók með sér ýmis viðfangsefni sem áður höfðu verið lykilatriði í stofnanahagfræði.[12]

Í ritiMalcom Rutherford, Journal of Economic Perspectives skrifaði hann að eftir að stofnanahagfræði vakti mikla athygli í enda fyrri heimstyrjöldinnar var hún tekin upp ískólum, Hamilton, Stewart, Harold, og Mitchell veittu mikla þátttöku í að innleiða hana inn í skólakerfið. Nefna má The Brookings Graduate School sem útskrifaði marga nemendur sem lærðustofnanahyggju áður en að hún hætti þar. HáskólarnirColumbia ogWisconsin voru fjórir hæstu skólarnir í Bandaríkjunum til að útskrifa fólk úr doktorsnámi íhagfræði á meðan millistríðs tímabilið stóð, en þeir innleiddu stofnanahyggju inn í námið ásamt mörgum öðrum háskólum ogframhaldsskólum.[13]

Stofnanahagfræði hafði mörg góð áhrif á millistríðs tímabilinu, til dæmis öll rannsóknarvinnan á hagsveiflum og einnig verðbreytingum ogvinnuafli, síðan má tileinka nemendum Mitchell um rannsóknir þjóðhagsreikninga. Stofnanahagfræðingar lögðu hins vegar mikla áherslu í að bæta tölfræðivinnu ríkisstofnana. [13]

Stofnanahagfræði missti stöðu sína og áhrif þrátt fyrir þau jákvæðu áhrif sem hún hafði á millistríðs tímabilinu, en það var vegna talsvert af ástæðum. Ein mikilvæg ástæða sem valdi því að stofnanahagfræði missti stöðu sína var vegna þess að ekki var búið að finna grunnin sem nútíma sálfræði átti að hafa sem var eitt af loforðum sem stofnanahagfræði gerði. Nýjar kenningar og aðferðir komu og tókkeynísk hagfræði við á mörgum sviðum.[13]

Snemma á árunum1940 var Colombia en með skylduáfanga sem fjallaði um Commons og Veblen, og var það ekki fyrr en1947 þegar þau færa sig meira yfir í nýklassísku kenninguna. Wisconsin var einnig lengi með stofnanahagfræði í skólanum en tók það enda árið1950. Stofnanahagfræði hvarf því ekki samstundis heldur gerðist það yfir tíma, stofnanahagfræðin hvarf smátt og smátt eftir því sem nýirprófessorar komu inn í skólana.[13]

Helsti munur á klassískri hagfræði og stofnanahagfræði

[breyta |breyta frumkóða]

Þegar stofnanahagfræðin kom fyrst fram þá gagnrýndi hún nýklassíska hagfræði.

Stofnanahagfræði og nýklassískri hagfræði hafa ólíkar hugmyndir, stofnanahagfræði leggur áherslu á að skilja hvernig stofnanir hafa áhrif á hagkerfið. Ný klassísk hagfræði leggur áherslu á það hvernig skapa megi auð með hámörkun.[8]

Stofnanahagfræði skoðar áhrif stofnana á hagkerfið en nýklassík hagfræði skoðar kenningar umeftirspurn, framboð, framleiðslu og dreifingu.[8]

Vandamálið við stofnanahagfræði er hversu dýnamísk/breytileg hún er og hversu erfitt er að skilja hvernig hún virkar. Vandamálið við nýklassíka hagfræði eru óraunhæfar hugmyndir hennar um til dæmis fullkomlegar upplýsingar á markaði og um skynsamlega hegðun.[8]

Í stofnana hagfræði er hlutverk stofnana ogstjórnvalda að þjónasamfélaginu á meðan nýklassísk hagfræði hefur hvata fyrir sjálfs hagsmunum og að einstaklingurinn sé skynsamur í vali.[14]

Helstu atriði i stofnanahagfræði eru að skilja stofnanir og hlutverk stofnana og stjórnvalda er að þjóna samfélaginu.[14]

Helstu atriði nýklassískri hagfræði eru að skapa auð, að einstaklingar eru skynsamir, sjálfs hagsmunir, klassísk hagfræði gerir ráð fyrir fullkomnum upplýsingum, samkeppni/fullkominni samkeppni, ósýnileg hönd, framboð og eftirspurn ákvarða verð og áhersla er á verkaskiptingu og sérhæfingu.[14]

Tengt efni

[breyta |breyta frumkóða]

Saga hagfræðinnar

John R. Commons

Thorstein Veblen

John R. Commons

Heimildir

[breyta |breyta frumkóða]

Faccarello, Gilbert; Kurz, Heinz D., ritstjórar (29 júlí 2016).Handbook on the History of Economic Analysis Volume II. Edward Elgar Publishing.ISBN 978-1-78536-736-6.

„Gustav von Schmoller“,Wikipedia (enska), 23. september 2024, sótt 28. október 2024

„HET: American Institutionalist School“.www.hetwebsite.net. Sótt 26 október 2024.

"https://www.hetwebsite.net/het/profiles/ayres.htm".www.hetwebsite.net. Sótt 31. október, 2024.

„Institutional Economics - What is it, Examples, History, Old vs. New“.www.wallstreetmojo.com (enska). Sótt 26 október 2024.

„John R. Commons, 1862-1945“.Wisconsin Historical Society (enska). 3 ágúst 2012. Sótt 26 október 2024.

Malcolm Rutherford (2001). „Institutional Economics: Then and Now“.

ResearchGate.(e.d.) Researchgate.net.https://www.researchgate.net/figure/Differences-between-neo-classical-and-institutional-economics_tbl5_294428042

SAMUELS, WARREN J.; BIDDLE, JEFF E.; DAVIS, JOHN B., ritstjórar (2003),„A Companion to the History of Economic Thought“,A Companion to the History of Economic Thought, Blackwell Publishing Ltd, bls. 360–361,ISBN 978-0-631-22573-7, sótt 21. september 2024

„Thorstein Veblen“,Wikipedia, frjálsa alfræðiritið, 22. september 2024, sótt 26 október 2024

„THREE. The Institutional Economics of John R. Commons“,Institutional Economics, University of California Press, bls. 63–94, 31. desember 1963,ISBN 978-0-520-34028-2, sótt 26 október 2024

„Walton Hale Hamilton“,Wikipedia (enska), 10. apríl 2023, sótt 31. október 2024

Tilvísanir

[breyta |breyta frumkóða]
  1. John R. Commons."Institutional Economics"(PDF).
  2. 12„Institutional Economics - What is it, Examples, History, Old vs. New“.www.wallstreetmojo.com (enska). Sótt 26 október 2024.
  3. „THREE. The Institutional Economics of John R. Commons“,Institutional Economics, University of California Press, bls. 63–94, 31. desember 1963,ISBN 978-0-520-34028-2, sótt 26 október 2024
  4. 123SAMUELS, WARREN J.; BIDDLE, JEFF E.; DAVIS, JOHN B., ritstjórar (2003),„A Companion to the History of Economic Thought“,A Companion to the History of Economic Thought, Blackwell Publishing Ltd, bls. 360–361,ISBN 978-0-631-22573-7, sótt 21. september 2024
  5. „HET: American Institutionalist School“.www.hetwebsite.net. Sótt 26 október 2024.
  6. „Thorstein Veblen“,Wikipedia, frjálsa alfræðiritið, 22. september 2024, sótt 26 október 2024
  7. 12„John R. Commons, 1862-1945“.Wisconsin Historical Society (enska). 3 ágúst 2012. Sótt 26 október 2024.
  8. 1234„Institutional Economics - What is it, Examples, History, Old vs. New“.www.wallstreetmojo.com (enska). Sótt 26 október 2024.
  9. „Gustav von Schmoller“,Wikipedia (enska), 23. september 2024, sótt 28 október 2024
  10. „Walton Hale Hamilton“,Wikipedia (enska), 10 apríl 2023, sótt 31 október 2024
  11. „Clarence E. Ayres“.www.hetwebsite.net. Sótt 31 október 2024.
  12. Faccarello, Gilbert; Kurz, Heinz D., ritstjórar (29 júlí 2016).Handbook on the History of Economic Analysis Volume II. Edward Elgar Publishing.ISBN 978-1-78536-736-6.
  13. 1234Malcolm Rutherford (2001).„Institutional Economics: Then and Now“.
  14. 123„ResearchGate“.
Sótt frá „https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Stofnanahagfræði&oldid=1886043
Flokkur:

[8]ページ先頭

©2009-2025 Movatter.jp