| Ítölsk stjórnmál
|
Stjórnlagaþing Ítalíu varstjórnlagaþing sem boðað var til eftirfrelsun Ítalíu til að setja landinu nýjastjórnarskrá eftirsíðari heimsstyrjöldina og hrunfasistastjórnarinnar 1943.Kosningarnar til þingsins fóru fram2. júní1946 og um leið fór framþjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort landið skyldi vera áframkonungsríki eðalýðveldi. Þetta voru fyrstu frjálsu kosningarnar í landinu frá árinu 1924 og fyrstu kosningarnar þar semkosningaréttur var almennur þannig að allir, 21 árs og eldri, bæði karlar og konur, höfðu kosningarétt.

Úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar urðu þau að 12,7 milljónir völdu lýðveldið en 10,7 konungdæmið þannig aðÚmbertó 2. hélt íútlegð 13. júní 1946 ásamt fjölskyldu sinni. 18. júní lýstistjórnlagadómstóllinn yfir afnámi konungdæmisins og stofnun lýðveldis.
Þingkosningarnar voruhlutfallskosning eftir listum. Í kosningalögunum var gert ráð fyrir 573 fulltrúum, en sökum þess að kosningar gátu ekki farið fram í hlutumBolzano,Trieste ogVenezia Giulia þar sem þessi svæði voru ekki undir stjórn Ítala, voru aðeins 552 fulltrúar kjörnir. Kosningarnar fóru þannig aðkristilegir demókratar fengu yfir 35% atkvæða og 207 fulltrúa,sósíalistar fengu tæp 21% og 115 fulltrúa,kommúnistar fengu 19% og 104 fulltrúa ogfrjálslyndir tæp 7% og 41 fulltrúa. Aðrir flokkar fengu 89 fulltrúa.
Stjórnlagaþingið var sett 25. júní 1946 undir forsætiGiuseppe Saragat. Fyrsta verk þingsins var að kjósa tímabundinn ríkisstjóra þar til forsetakosningar gætu farið fram. Frjálslyndi stjórnmálamaðurinnEnrico de Nicola var kjörinn með miklum mun. Helsta hlutverk þingsins var að semja nýja stjórnarskrá og var því skipuð 75 þingmanna stjórnarskrárnefnd til að semja drög. Nefndin lauk störfum í janúar 1947. Umræður um texta stjórnarskrárinnar stóðu síðan frá mars þar til hún var að lokum staðfest22. desember1947.
Auk þessa veitti stjórnlagaþingið 2., 3. og 4. ríkisstjórnDe Gasperis stuðning, samþykktifjárlög fyrir árin 1947 og 1948 og staðfestifriðarsamningana íParís10. febrúar 1947.
18. apríl 1948 voru fyrstu þingkosningarnar haldnar samkvæmt hinni nýju stjórnarskrá og fyrsta löggjafarþing lýðveldisins var sett 8. maí.