Keppt er í að sigla seglbáti tiltekna leið á sem stystum tíma. Bátarnir eru af ýmsum stærðum og gerðum og er skipt í tvo aðalflokka, kjölbáta (með föstum kili) og kænur (með lausum kili). Siglingaleiðir eru mislangar, gjarnan þríhyrnings- eða trapisulaga og afmarkaðar með baujum. Í blönduðum keppnum er gjarnan notast viðforgjafarkerfi til að jafna ólíkar gerðir báta.
Siglingar hafa haft gríðarmikla þýðingu fyrir þróunsiðmenningar. Elstu myndir af segli eru fráKúveit frá því um 3500 f.Kr. Þróun seglskipa gerðiEvrópumönnum á15. öld kleift að fara í langa könnunarleiðangra og sigla um svæði þar sem óveður eru tíð.
Talið er að siglingar verði að íþrótt á 17. öld. Fyrsta siglingakeppnin fór fram 1661 á Englandi og fyrsti siglingaklúbburinn var stofnaður 1775. Fyrstu bátarnir voru kjölbátar, en síðar byrjuðu Hollendingar að smíða báta sem ekki voru eins djúpristir og því hægt að sigla þeim á vötnum. Slíkur bátur erFlying Dutchman (Hollendingurinn fljúgandi), sem byrjað var að smíða um 1950.
Á Íslandi hafa siglingar verið stundaðar frá upphafi vega. Árabátaútgerðin reiddi sig ekki síður á segl en árar og með þilskipaútgerð á 18. öld komust stærri seglskútur í eigu Íslendinga. Undir lok 19. aldar stunduðu íslenskar útgerðir fiskveiðar með stórum tvímastrakútterum en upp úr aldamótunum tóku vélarnar við á bæði stærri skipum og minni bátum.Reiðabúnaður var samt áfram algengur öryggisbúnaður ef vélin bilaði.
Þegar farið var að ræða um skipulega iðkuníþrótta á Íslandi upp úr miðri 19. öld voru siglingar meðal þeirra íþróttagreina sem taldar voru hentugar fyrir íslenskar aðstæður, ásamt kappróðrum, kappreiðum og glímu. Fyrsta skipulega kappsiglingin sem sögur fara af var haldin í tengslum við héraðshátíð Eyfirðinga áAkureyri 1890. Eins var keppt í siglingum á þjóðhátíð Reykvíkinga 2. ágúst 1898. Þrír bátar þreyttu keppni í Víkinni. Keppnin þótti takast illa, bátarnir voru ekki rétt búnir og alls kyns óhöpp urðu.