Movatterモバイル変換


[0]ホーム

URL:


Fara í innihald
WikipediaFrjálsa alfræðiritið
Leit

Shansi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint fráShanxi)
Landakort sem sýnir legu Shansi héraðs í Norður-Kína.
Kort af leguShansi héraðs í Norður-Kína.

Shansi (eðaShanxi)(kínverska: 山西;rómönskun: Shānxī) er landlukthérað í Norður- Kína. Landslag héraðsins einkennist af hásléttu sem afmarkast að hluta af fjallgarði. Nafnið Shansi sem þýðir "vestur af fjöllunum" vísar til staðsetningar héraðsins vestur afTaihang-fjöllum. Nokkuð rétthyrnt að lögun, afmarkast Shansi af héruðunumHebei í austri,Henan í suðri og suðaustri,Shaanxi í vestri og af sjálfstjórnarsvæðinuInnri-Mongólíu í norðri. Héraðið er um 157.100 ferkílómetrar.

Höfuðborgin og stærsta borg héraðsins erTaiyuan, sem er staðsett í miðju þess, en næst fjölmennustu borgirnar í héraðinu eruChangzhi ogDatong. Árið 2010 var íbúafjöldi Shansi um 36 milljónir.

Shansi er sem gátt að frjósömum sléttumHebei ogHenan. Frá fornu fari hefur það einnig þjónað sem varðbelti milli Kína og mongólsku og mið-asískugresjanna. Héraðið var mikilvæg leið fyrir her- og viðskiptaleiðangra, varð héraðið ein helsta leiðin fyrir inngöngu búddisma til Kína fráIndlandi.

Menning Shansi byggir að mestu á þjóðarmenningu Han meirihlutans, sem er yfir 99 prósent íbúa. Héraðið er þekkt fyrir að hafa mikinn fjölda sögulegra bygginga sem er sá mesti meðal allra kínverskra héraða. Þar eru yfir 70 prósent þeirra bygginga í Kína sem byggðar voru á eða fyrir valdatíma Song ættarveldisins.

Shansi er leiðandi í framleiðandikols í Kína og áætlað er að um þriðjungur kola í jörðu í Kína sé þar. Engu að síður er landsframleiðsla á mann í Shansi undir landsmeðaltali.

Myndir

[breyta |breyta frumkóða]
  • Fjallið Wutai í Shansi er eitt fjögurra helgra fjalla í kínverskum búddisma. Þar eru 53 helg klaustur.
    Fjallið Wutai í Shansi er eitt fjögurra helgra fjalla í kínverskum búddisma. Þar eru 53 helg klaustur.
  • Pagóða í Lingfeng búddamusterinu í bænum Taihuai í Wutai sýslu Shansi.
    Pagóða í Lingfeng búddamusterinu í bænum Taihuai í Wutai sýslu Shansi.
  • Vesturhlið musteris Heshen ("Fljóta Guð") í Hequ, Xinzhou, Shansi.
    Vesturhlið musteris Heshen ("Fljóta Guð") í Hequ, Xinzhou, Shansi.
  • Borgarveggir í hinni fornu borg Pingyao í mið- Shansi héraði.
    Borgarveggir í hinni fornu borg Pingyao í mið- Shansi héraði.
  • Stræti kennt við Gulafljót í Shansi.
    Stræti kennt við Gulafljót í Shansi.
  • Munkar í Bishan musterinu í Shansi.
    Munkar í Bishan musterinu í Shansi.
  • Alþjóðaflugvöllurinn Taiyuan Wusu sem staðsettur er í höfuðborginni Taiyuan er meginflughöfn Shansi.
    Alþjóðaflugvöllurinn Taiyuan Wusu sem staðsettur er í höfuðborginni Taiyuan er meginflughöfn Shansi.
  • Changfeng göngubrúin á ánni Fen og Shansi leikhúsið.
    Changfeng göngubrúin á ánni Fen og Shansi leikhúsið.

Tenglar

[breyta |breyta frumkóða]

Heimildir

[breyta |breyta frumkóða]
Héruð
Sjálfstjórnarhéruð
Borghéruð
Sérstjórnarhérað
Sótt frá „https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Shansi&oldid=1834813
Flokkur:

[8]ページ先頭

©2009-2025 Movatter.jp