Sebrafinka | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
![]() Sebrafinkupar við Bird Kingdom, Niagara Falls, Ontario, Kanada | ||||||||||||||
Ástand stofns | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Taeniopygia guttata Vieillot, 1817 |
Sebrafinka (fræðiheiti:Taeniopygia guttata) er algengastispörfugl af ættinnistrildi íMið-Ástralíu og finnst alls staðar í álfunni nema á köldum og rökum svæðum í suðri og hitabeltisvæðum í norðri. Sebrafinkur eru einnig íIndónesíu ogTímor og hafa verið fluttar tilPúertó Ríkó,Portúgal,Brasilíu ogBandaríkjanna.
Sebrafinkur sem lifa á jörðu niðri verða um 10 sm og lifa á grassfræjum. Sebrafinkur finnast bæði í grasslendi og skógum og eru vanalega nálægt vatni. Ýmis afbrigði af sebrafinkum eru ræktuð til erfðarannsókna og semgæludýr. Sebrafinkur verpa eftir regntíma en það getur verið á hvaða tíma árs sem er. Búrfuglar geta verpt allt árið. Sebrafinkur verða um 5 ára í náttúrulegu umhverfi en búrfuglar verða venjulega 8 – 10 ára en geta náð hærri aldri. Sebrafinkur halda sig í hópum og eru aldrei einir á ferð í náttúrulegum heimkynnum sínum. Pörin eru mjög samrýmd, gera allt saman nema unga út og halda hita á ungum.
Það eru tvær undirtegundir
Taeniopygia guttata guttata er minni enTaeniopygia guttata castanotis'.
Sebrafinkur eru miklir söngfuglar og hver karl hefur eigin söngtón. Synir læra söng af feðrum sínum og syngja nánast eins og þeir. Söngvar geta breyst þangað til fuglar er orðinn kynþroska en eftir það haldast þeir óbreyttir til æviloka fuglsins.
Karlfuglar byrja að syngja á kynþroskaskeiði en kvenfuglar geta ekki sungið. Söngurinn er í fyrstu ótengdir tónar en þeir þjálfast og læra að syngja eins og feður þeirra. Á þessum tíma bæta þeir hljóðum frá umhverfinu í eigin söng og nota einnig söng frá karlfuglum í umhverfi sínu sem innblástur í eigin söng. Karlfuglar nota sönginn til að laða að kvenfugla og til að verja yfirráðasvæði sitt.