Lýðveldið dregur nafn sitt af steinsmiðnumheilögum Marínusi sem fæddist íRab íKróatíu um 275 og tók þátt í að endurreisa borgarmúra Rímíni. Marínus stofnaði klaustur á Monte Titano árið 301, sem er talið stofnár lýðveldisins. San Marínó telur sig því vera elsta samfellda sjálfstæða ríki heims og elsta stjórnarskrárbundna lýðveldi heims.Stjórnarskrá San Marínó kveður á um skipun tveggja þjóðhöfðingja sem eru titlaðir höfuðsmenn. Þeir gegna embættum sínum aðeins í hálft ár.
Samkvæmtdýrlingasögu umheilagan Marínus, var hann upphaflega steinsmiður frá bænumRab íKróatíu, sem hélt af stað þaðan ásamt æskuvini sínum, Leo, og kom til borgarinnarRímíní. Hann hraktist þaðan þegarDíókletíanus hóf að ofsækja kristna menn, stofnaðiklaustur og reisti litla kirkju áMonte Titano. Samkvæmt sögnum er stofndagur San Marínó 3. september 301.[2]
Árið 1503 hernamCesare Borgia San Marínó í hálft ár, en eftirmaður föður hans á páfastóli,Júlíus 2. páfi, endurreisti sjálfstæði lýðveldisins.[5] Árið 1543 reyndiFabiano di Monte San Savino, frændiJúlíusar 3. að leggja San Marínó undir sig, en her hans týndist í þykkri þoku, sem íbúar San Marínó eignuðuheilögum Kvirínusi af því þetta var á messudegi hans.[6]
Eftir aðhertogadæmið Úrbínó varð hluti afPáfaveldinu 1625 varð San Marínó hólmlenda innan þess. Ríkið leitaði því eftir vernd þess árið 1630, en páfi tók aldrei völdin þar í reynd.[7]
Framsókn herjaNapóleons árið 1797 ógnaði sjálfstæði San Marínó um tíma. Einn af stjórnendum landsins,Antonio Onofri, vingaðist við Napóleon sem hét því að virða sjálfstæði ríkisins og bauðst jafnvel til þess að stækka landamæri þess. Stjórnendur lýðveldisins höfnuðu tilboðinu af ótta við síðari hefndaraðgerðir annarra ríkja.[8][9]
Anita og Giuseppe Garibaldi í San Marínó, 1849.
Á seinni stigumsameiningar Ítalíu leituðu margir hælis í San Marínó undan ofsóknum gegn stuðningsmönnum sameiningarinnar. Þeirra á meðal voru herforinginnGiuseppe Garibaldi og eiginkona hansAnita Garibaldi. Garibaldi lét því San Marínó halda sjálfstæði sínu.Konungsríkið Ítalía og San Marínó undirrituðu vináttusáttmála árið 1862.[10]
VirkiðGuaita á Monte Titano.Hluti af varnarmúrGuaita.
San Marínó erhólmlenda íSuður-Evrópu innan landamæra Ítalíu, á mörkum hérðannaEmilía-Rómanja ogMarke. Landið er um 10 km frá ströndAdríahafsins við Rímíní. Ríkið er á fjalli sem er hluti afAppennínafjöllum og þar er ekkert flatlendi að ráði. Hæsti punkturinn er tindurMonte Titano í 749 metra hæð yfir sjávarmáli. Lægsti punkturinn er áinAusa sem er þveráMarecchia[11], 55 metra yfir sjávarmáli. Í San Marínó er ekkert stöðuvatn, en helstu árnar eru Ausa,Marano ogRio San Marino. Aðeins 17% landsins eruræktarland, en aðrar náttúruauðlindir eru grjótnámur.
Landið er eitt af þremur löndum heims sem er alveg umlukið öðru landi (hin löndin eruVatíkanið ogLesótó). Það er þriðja minnsta land Evrópu, á eftir Vatíkaninu ogMónakó, og fimmta minnsta ríki heims.[12]
San Marínó skiptist milli níusveitarfélaga sem eru kölluðcastelli („kastalar“). Hvert sveitarfélag hefur sinn höfuðstað og minni byggðir sem eru kallaðarfrazioni („brot“).
Knattspyrna er vinsælasta íþróttagreinin í San Marínó. Fimmtán félög taka þátt í deildarkeppni landsins og fá sigurvegararnir þátttökurétt í keppnumUEFA. Jafnframt var til ársins 2019 starfrækt í landinu félagiðSan Marino Calcio sem keppti í neðri deildunum á Ítalíu. Árið 1988 fékk San Marínó aðild að UEFA ogFIFA og lék sinn fyrsta opinbera landsleik tveimur árum seinna.Landsliðið vann sinn fyrsta og eina sigur í vináttuleik gegnLiechtenstein árið 2004. Þrívegis hefur liðið náð jafntefli í leikjum í forkeppni EM eða HM, þar á meðal gegnTyrkjum árið 1993.
Nafn San Marínó er órofa tengt söguFormúlu 1 keppninnar, en San Marínó-kappaksturinn var hluti af keppninni frá 1981 til 2006. Sjálf keppnisbrautin var þó utan landamæra San Marínó.
San Marino Baseball Club er eitt öflugastahafnaboltalið Ítalíu og hefur unnið ítalska meistaratitilinn nokkrum sinnum og orðið Evrópumeistari í greininni.
Íbúar San Marínó eru um 33.000. Þar af eru um 4.800 erlendir ríkisborgarar, flestir ítalskir. Aðrir 12.000 San Marínóbúar búa erlendis (5.700 á Ítalíu, 3.000 í Bandaríkjunum, 1.900 í Frakklandi og 1.600 í Argentínu).
Fyrsta manntalið frá árinu 1976 var gert árið 2010 og undir lok 2011 átti að birta niðurstöður, en 13% af fjölskyldum skiluðu aldrei inn upplýsingum.
Ítalska er aðaltungumálið sem er talað í San Marínó, enromagnolo (ítölsk mállýska) er líka talað víða. Nær allir íbúar San Marínó telja sigrómversk-kaþólska, líkt og íbúar Ítalíu.
↑Histoire abrégée des traités de paix entre les puissances de l'Europe depuis la Paix de Westphalie, Christophe-Guillaume Koch, ed., Paris, 1817, vol. V, p. 19.