Súesdeilan,þriggjaveldainnrásin,Kadesh-aðgerðin eðaSínaí-stríðið var innrásÍsraels,Bretlands ogFrakklands íEgyptaland árið 1956. Markmið innrásarríkjanna var að endurheimta völd vesturveldanna áSúesskurðinum og hrekjaGamal Abdel Nasser forseta Egyptalands, sem hafði þá nýlegaþjóðnýtt skurðinn, frá völdum.[1] Eftir að átökin hófust beittuBandaríkin,Sovétríkin ogSameinuðu þjóðirnar þrýstingi á innrásarríkin til að stöðva innrásina. Þessi atburðarás var mikil auðmýking fyrir Breta og Frakka[2] og styrkti mjög stöðu Nassers.[3][4]
Þann 29. október réðust Ísraelsmenn inn á yfirráðasvæði Egypta áSínaískaga. Bretar og Frakkar sendu sameiginlega úrslitakosti til beggja aðila um að hætta átökum nærri Súesskurði. Þann 5. nóvember lentu breskir og franskir fallhlífaliðar við Súesskurðinn. Egypski herinn var sigraður en tókst þó að loka ferð allra kaupskipa um skurðinn. Það varð síðar ljóst að innrás Ísraelsmanna og árás Breta og Frakka sem fylgdi í kjölfarið höfðu verið skipulagðar fyrirfram af ríkjunum þremur.
Bandamennirnir þrír náðu flestum hernaðarmarkmiðum sínum en skurðurinn var nú ónothæfur. Stjórnmálaþrýstingur frá Bandaríkjunum og Sovétríkjunum leiddi til þess að bandamenn drógu herafla sína burt úr Egyptalandi.Dwight D. Eisenhower Bandaríkjaforseti hafði varað Bretland gegn því að gera innrás og hótaði nú alvarlegum efnahagsrefsingum gegn Bretum með því að selja skuldabréf sem Bandaríkjastjórn átti í breskum pundum. Sagnfræðingar telja Súesdeiluna almennt marka endalok Bretlands sem heimsveldis.[5][6] Súesskurðurinn var lokaður frá október 1956 fram í mars 1957. Ísraelsmönnum tókst að ná fram sumum markmiðum sínum, eins og að tryggja siglingarétt Ísraelsmanna í gegnumTíransund, sem Egyptar höfðu lokað fyrir þeim frá árinu 1950.[7]
Vegna átakanna stofnuðu Sameinuðu þjóðirnar sérsveitfriðargæslusveita Sameinuðu þjóðanna (UNEF) til þess að standa vörð um landamæri Egyptalands og Ísraels.Anthony Eden forsætisráðherra Bretlands sagði af sér,Lester B. Pearson utanríkisráðherra Kanada vann friðarverðlaun Nóbels og Sovétríkin fengu hugsanlega kjark til þess aðráðast inn í Ungverjaland.[8][9]