Sómalía (sómalska:Soomaaliya;arabíska: الصومال,aṣ-Ṣūmāl) erland íAustur-Afríku með landamæri aðDjíbútí,Eþíópíu ogKenía og strandlengju viðAdenflóa í norðri ogIndlandshafi í austri. Sómalía er viðHorn Afríku og á lengstu strandlengju allra ríkja á meginlandiAfríku. Landslag í Sómalíu einkennist af sléttum og hásléttum þar sem er heitt árið um kring, árstíðabundnirmonsúnvindar blása og úrkoma er óregluleg.
Um fimmtán milljónir manna búa í landinu. Þar af eru 85%Sómalir sem flestir búa í norðurhlutanum. Minnihlutahópar, eins ogBantúmenn, búa aðallega í suðurhlutanum. Eftir áratugalanga borgarastyrjöld búa líka margir Sómalir utan Sómalíu víða um heim. Opinber tungumál Sómalíu eru sómalska og arabíska sem bæði eruafróasísk mál, þótt annað sékúsískt mál og hittsemískt. Flestir íbúar landsins erusúnnímúslimar.
Sómalía hefur verið mikilvæg miðstöð verslunar í þessum heimshluta frá því ífornöld og þar er talið líklegast að landiðPúnt, sem er þekkt úrfornegypskum heimildum, hafi verið. Nokkur öflugsoldánsdæmi komu þar upp ámiðöldum og ánýöld, eins ogSoldánsdæmið Mógadisjú,Soldánsdæmið Ajuran,Soldánsdæmið Warsangali ogSoldánsdæmið Geledi. Tvö síðastnefndu soldánsdæmin urðuBreska Sómalíland ogÍtalska Sómalíland þegar Evrópuveldin lögðu þau undir sig íkapphlaupinu um Afríku undir lok19. aldar.DervisjaríkiMúhameðs Abdúlla Hassans stóðst ásælni Breta inni í landi þar til hinum síðarnefndu tókst að sigra þá með loftárásum árið1920. Ítalir lögðuSoldánsdæmið Majeerteen ogSoldánsdæmið Hobyo undir sig eftir nokkur átök1924 og1926. Bretar lögðu svo nýlendur Ítala undir sig árið1941, ísíðari heimsstyrjöld. Eftir stríðið varð Norður-Sómalía breskt verndarsvæði enSameinuðu þjóðirnar stýrðu Suður-Sómalíu með umsjón Ítala. Árið1960 sameinuðust þessi tvö lönd í eitt sjálfstætt ríki, Sómalíu.
Árið1969 rændi herforinginnSiad Barre völdum í landinu og stofnaði Alþýðulýðveldið Sómalíu. Þegar andspyrnuhópar hröktu hann frá völdum árið1991 braustSómalska borgarastyrjöldin út. Á þeim tíma tóku sum héruð, eins ogSómalíland,Púntland ogGalmudug, upp eigin stjórn og landsmenn tóku uppóformlegt hagkerfi sem byggðist á kvikfé, peningasendingum og farsímakerfum. Eftir aldamótin voru gerðar nokkrar tilraunir til að skapasambandsríki og árið2004 hófTímabundna sambandsstjórnin að koma á fót ríkisstofnunum eins ogseðlabanka ogher. Árið2006 náði þessi stjórn að leggja undir sig átakahéruð í sunnanverðu landinu með aðstoðeþíópíska hersins. Ný stjórnarskrá var samþykkt árið2012 og sama ár tókSambandsstjórn Sómalíu við völdum.
Sómalía á landamæri aðEþíópíu í vestri ogKenía í suðvestri; og strönd aðAdenflóa í norðri,Sómalíuhafi ogGuardafui-sundi í austri. Landið er um 640 þúsund km2 að stærð og einkennist afhásléttum,sléttum oghálendissvæðum.[1] Strönd Sómalíu er um 3.300 km að lengd, sú lengsta af öllum löndum meginlands Afríku.[2] Lögun landsins hefur verið lýst sem „talan sjö á hlið“.[3]
Nyrst í landinu liggjaOgofjöll mislangt frá strönd Adenflóa. Loftslag er heitt árið um kring með árstíðabundnummonsúnvindum og óreglulegri úrkomu.[4] Jarðfræði landsins bendir til þess að þar sé að finna verðmæt jarðefni. Handan við Sómalíuhaf eruSeychelles-eyjar og handan við Guardafui-sund er eyjanSocotra.