|
| Real Madrid CF |
 |
|
| Fullt nafn | Real Madrid CF |
| Gælunafn/nöfn | Los Blancos þeir Hvítu ,Los VikingosVíkingarnir |
|---|
| Stytt nafn | Real Madrid |
|---|
| Stofnað | 29. nóvember1899 (1899-11-29) (125 ára) |
|---|
| Leikvöllur | Santiago Bernabeu |
|---|
| Stærð | 81.044 |
|---|
| Stjórnarformaður | Florentino Pérez |
|---|
| Knattspyrnustjóri | Xabi Alonso |
|---|
| Deild | La Liga |
|---|
| 2024/2025 | 2. sæti |
|---|
|
Real Madrid Club de Fútbol oftast þekkt semReal Madrid er spænsktknattspyrnufélag fráMadrid. Félagið var stofnað árið 1902 og hefur síðan haldið í hvíta litinn á búningunum á heimavelli. Félagið fékk konunglega heitið Real árið 1920 frá þáverandi konungi SpánarAlfonso XIII. Félagið fékk kórónuna í merki félagsins. Félagið var stutt afFrancisco Franco einræðisherra Spánar.
Síðan árið 1947 hefur Real Madrid spilað heimaleiki sína áSantiago Bernabéu, sem rúmar 85.454 áhorfendur í sæti. Ólíkt mörgum öðrum félögum í Evrópu, eru það meðlimirnir, sem eiga og reka félagið. Real Madrid er eitt af einungis þrem félögum íLa Liga sem aldrei hafa fallið. Hin liðin eruAthletic Bilbao ogFC Barcelona.
Real Madrid hefur verið með ríg við önnur félög en sá þekktasti er án nokkurs vafaEl clasico, sem leikir Real Madrid og FC Barcelona eru gjarnan kallaðir. Þar hafa einnig kristallast félagspólitísk átök Katalóníu og Kastilíu.
Félagið hefur unnið 36 titla íLa Liga, 19 íCopa del Rey, 11 Supercopas de España, 1 Copa Eva Duarte og 1 Copa de la Liga, og 13 sinnum hefur það sigraðMeistaradeild Evrópu, oftast allra liða.[1]