Movatterモバイル変換


[0]ホーム

URL:


Fara í innihald
WikipediaFrjálsa alfræðiritið
Leit

Rússneska

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Rússneska
Русский язык
MálsvæðiBúlgaría,Finnland,Grikkland,Indland,Ísrael,Kanada,Kína,Mongólía,Pólland,Rúmenía,Rússland,Tékkland ogÞýskaland
HeimshlutiFyrrumSovétríki,Vestur-Evrópa,Asía,Norður-Ameríka
Fjöldi málhafa253 milljónir
Sæti9
ÆttIndóevrópskt
 Baltóslavneskt
  Slavneskt
   Austurslavneskt
    Rússneska
Opinber staða
Opinbert
tungumál
Abkasía,Gagásía,Hvíta-Rússland,Kasakstan,Krím,Kirgistan,Rússland,Suður-Ossetía ogTransnistría
Stýrt afRússnesku tungumálastofnuninni
Tungumálakóðar
ISO 639-1ru
ISO 639-2rus
SILRUS
ATH: Þessi grein gæti innihaldiðhljóðfræðitákn úralþjóðlega hljóðstafrófinu íUnicode.

Rússneska (русский языкrússkíj jazyk, borið fram [ˈruskʲɪj jɪˈzɨk]hlusta) erausturslavneskt tungumál sem er talað íRússlandi, en er líka algengt samskipta- og móðurmál í öðrum fyrrverandi ríkjumSovétríkjanna. Rússneska varopinbert mál Sovétríkjanna og hefur enn opinbera stöðu í Rússlandi,Hvíta-Rússlandi,Kasakstan,Kirgistan ogTadsíkistan. Rússneska er algengt samskiptamál íÚkraínu,Moldóvu,Kákasus ogMið-Asíu, og í minna mæli íEystrasaltslöndunum ogÍsrael.[1][2]

Alls tala um 253 milljónir rússnesku á heimsvísu.[3] Rússneska er stærsta móðurmál í Evrópu, mest talaðaslavneska málið og útbreiddasta tungumálEvrasíu.[4] Hún er sjöunda stærsta móðurmál heims og níunda mest talaða mál heims.[5] Rússneska er eitt af sex opinberum málumSameinuðu þjóðanna,[6] og fjórða mest notaða málið á Internetinu.[7]

Rússneska er rituð með afbrigði afkýrillísku letri. Hún er eitt þriggja mála sem nú eru notuð sem teljast til austurslavnesku málagreinarinnar, hin tvö eruúkraínska oghvítrússneska. Elstu heimildir ritaðar á austurslavnesku máli eru frá10. öld. Rússneskan hefur í gegnum aldirnar orðið fyrir miklum áhrifum frákirkjuslavnesku, sem telst til suðurslavneskra mála, bæði hvað varðar orðaforða og málfræði. Þar að auki er í málinu gífurlegt magn tökuorða úr frönsku og þýsku yfir hugtök í stjórnmálum, vísindum og tækni.

Greining

[breyta |breyta frumkóða]

Rússneska er austur-slavneskt mál innanindóevrópskrar málaættar. Austurslavnesk eru enn fremurúkraínsku oghvítrússnesku.

Grunnorðaforði, orðmyndunarreglur auk annarrar málfræði og ekki síst bókmenntahefðin hefur orðið fyrir miklum áhrifum frá kirkjuslavnesku. Kirkjuslavneska sem er enn notuð sem helgimálrússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar er suðurslavneskt mál, á meðan að rússneska er austurslavnesk. Mörg orð í nútímarússnesku ritmáli eru líkarinútímabúlgörsku en úkraínsku eða hvítrússnesku. Austurslavneski orðaforðinn hefur þó oft varðveist í talmáli í ýmsum rússneskum mállýskum.

Nafnorð hafa 6 föll. Auk þeirra 4 sem við þekkjum úr íslensku eru staðarfall og tækisfall.Rússneska hefur hvorki ákveðinn né óákveðinn greini og tengisögn í nútíð (er) er ekki notuð. Viktor er námsmaður - Viktor student.

Útbreiðsla

[breyta |breyta frumkóða]
Útbreiðsla rússnesku
Útbreiðsla rússnesku


Rússneska er opinbert mál í Rússlandi og eitt af opinberum málum íKasakstan,Kirgistan ogHvíta-Rússlandi. Hún er ein af sex opinberun málumSameinuðu þjóðanna.

Rússneska er aðallega töluð í Rússlandi en er einnig mikið notuð í fyrrum Sovétríkjum. Fram að árinu1917 var rússneska eina opinbera málið íRússneska keisaradæminu (að undanteknuStórfurstadæminu Finnlandi). Á sovéska tímabilinu var opinber stefna að öll mál væru jafnrétthá, en í raun var rússneska hið opinbera mál og var notast mest við hana í öllu opinberu. Eftir upplausn Sovétríkjanna árið1991 hafa nánast öll hin nýfrjálsu ríki lagt mikið kapp á að styrkja þjóðtungu sína á kostnað rússneskunnar.

ÍLettlandi, þar sem meira en þriðjungur íbúa hafa rússnesku að móðurmáli, hefur staða málsins verið mjög umdeild. Stærstur hluti rússneskumælandi íbúa flutti til landsins frá Rússlandi þegar það var undir hæl Sovétríkjanna og eiga margir Lettar erfitt með að sætta sig við að þeir séu fullgildir íbúar landsins. Sama er að segja um Eistland þar sem um fjórðungur íbúa er rússneskumælandi.

Í þeim Austur-Evrópulöndum sem voru aðildarlönd aðVarsjárbandalaginu var rússneska skyldugrein í öllum skólum. Eftir upplausn Sovétveldisins hefur hlutverk rússnesku sem samskiptamál í þessum löndum minnkað verulega og má segja aðenska hafi algjörlega tekið við því hlutverki hjá yngra fólki.

Mállýskur

[breyta |breyta frumkóða]

Mállýskumunur hefur verið mjög mikill í rússnesku þó að munur á milli mállýskna hafi minnkað mikið á 20. öld. Mállýskumunur er bæði hvað varðar framburð, orðaforða og málfræði. Sú rússneska sem notuð er opinberlega og kennd í skólum byggist á mállýskuMoskvusvæðisins.

Stafagerð

[breyta |breyta frumkóða]

Rússneska er rituð með afbrigði afkyrillísku letri með stafrófi sem er myndað úr 33bókstöfum; 20samhljóðum, tíusérhljóðum, einuhálfsérhljóði (й), og tveimurbreytistöfum (ъ og ь) sem breyta framburði þess stafs sem kemur á undan þeim.

Kýrillískt letur var búið til á 9. öld til að rita kirkjuslavnesku. Það var tekið upp sem skrifletur íGarðaríki á 10. öld. Síðasta stóra stafsetningarbreytingin í rússnesku átti sér stað 1917-18.[8]

Kyrillískur
bókstafur
SkrifleturAkademísk
umritun
Nálgun með
íslensku stafrófi
Framburðarábending
А аaa
Б бbb
В вvv
Г гgg
Д дdd
Е еje, eé, e
Ё ёjo, ojo, o(eins og o í boð)
Ж жžzh, zj(raddað sje-hljóð)
З зzz(raddað s-hljóð)
И иií
Й йjj
К кkk(ófráblásið)
Л лll
М мmm
Н нnn
О оoo
П пpp(ófráblásið)
Р рrr
С сss
Т тtt(ófráblásið)
У уuú(eins og ú í bú)
Ф фff
Х хch/khch(líktþýsku ch; dauft ach-hljóð)
Ц цcts
Ч чčtsj
Ш шšsh, sj
Щ щščstsj(langt, mjúkt tje-hljóð)
Ъ ъ(sýnir harðan framburð af samhljóðanum á undan)
Ы ыyi(hart i-hljóð)
Ь ь' eða jj(sýnir mjúkan framburð af samhljóðanum á undan)
Э эee(samsvarar dönsku æ)
Ю юju
Я яjaja

Tilvísanir

[breyta |breyta frumkóða]
  1. „Russian Language Enjoying a Boost in Post-Soviet States“. Gallup. 1 ágúst 2008.Afrit af uppruna á 18 maí 2010. Sótt 16 maí 2010.
  2. Арефьев, Александр (2006).Падение статуса русского языка на постсоветском пространстве[The decline of the status of the Russian language in the post-Soviet space].Демоскоп Weekly (rússneska) (251).Afrit af uppruna á 8. mars 2013.
  3. „Russian Language (RUS)“.Ethnologue. Sótt 25.8.2025.
  4. „Russian“.University of Toronto School of Continuing Studies. Sótt 25.8.2025.
  5. „The World's Most Widely Spoken Languages“.Saint Ignatius High School. Cleveland, Ohio. Afrit afupprunalegu geymt þann 27. september 2011. Sótt 17 febrúar 2012.
  6. „Official Languages“. United Nations.Afrit af uppruna á 13 júlí 2021. Sótt 16 júlí 2021.
  7. „Most used languages online by share of websites 2024“.Statista.com (enska).Afrit af uppruna á 27 apríl 2024. Sótt 12 apríl 2024.
  8. Verhoeven, Ludo Th; Perfetti, Charles (12 október 2017).Learning to Read across Languages and Writing Systems (enska). Cambridge University Press. bls. 401.ISBN 978-1-107-09588-5.

Tenglar

[breyta |breyta frumkóða]
Wikipedia
Wikipedia
Wikipedia: Rússneska, frjálsa alfræðiritið
Austurslavnesk tungumál
Vesturslavnesk tungumál
Suðurslavnesk tungumál
Pan-slavnesk tungumál
Sótt frá „https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Rússneska&oldid=1927146
Flokkur:
Falinn flokkur:

[8]ページ先頭

©2009-2025 Movatter.jp