Rússland (rússneska:Росси́я, umritun:Rossíja), formlegt heitiRússneska sambandsríkið (rússneska:Росси́йская Федера́ция, umritun:Rossíjskaja federatsíja), er víðfeðmt land íAustur-Evrópu ogNorður-Asíu. Landið er það langstærsta að flatarmáli í heiminum, yfir 17 milljón ferkílómetrar, nær yfir 11tímabelti og þekur 8. hluta af þurrlendi Jarðarinnar. Það er nánast tvöfalt stærra en Kanada sem er næststærst. Rússland á landamæri að 16 öðrum ríkjum. Landið er einnig það níunda fjölmennasta í heiminum og fjölmennasta Evrópulandið. Höfuðborgin,Moskva, er stærsta borg Evrópu. Önnur stærsta borg landsins erSankti Pétursborg.Rússar eru fjölmennasti hópurSlava ogrússneska er þaðslavneska mál sem hefur langflesta málhafa.
ÞjóðaheitiðRússar (РусьRusj) var upphaflega heiti ánorrænum mönnum,víkingum fráEystrasalti ogværingjum fráMiklagarði, sem stofnuðuGarðaríki í kringum borgirnarHólmgarð ogKænugarð á miðöldum. Orðið er hugsanlega dregið af finnska orðinuRuotsi yfir Svía fráRoslagen, skylt sögninni „að róa“. Latneska útgáfanRúþenía var algengara heiti yfir löndAustur-Slava þar sem nú eru Rússland og Úkraína á Vesturlöndum á miðöldum og síðar. Latneska heitiðMoscovia var líka áfram notað á Vesturlöndum, þóttStórhertogadæmið Moskva yrði formlega séð fyrst Stórfurstadæmið Rússland og síðan Keisaradæmið Rússland.
Núverandi heiti landsins Россия (Rossija) er dregið af gríska heitinu Ρωσσία (Róssía) sem var notað íAustrómverska ríkinu yfir Garðaríki. Þessi útgáfa heitisins komst fyrst í notkun á 15. öld eftir aðÍvan mikli hafði sameinað nokkur af fyrrum löndum Garðaríkis og titlaði sig „stórfursta alls Rúsj“. Á 17. öld voru löndkósakka þar sem Úkraína er nú kölluðMalorossija („Litla Rússland“) og löndin við Svartahaf sem Rússar unnu afTyrkjaveldi voru kölluðNovorossija („Nýja Rússland“). Vesturhluti hins forna Garðaríkis varð hlutiStórfurstadæmisins Litáens og skiptist íHvíta-Rússland (austurhluti núverandi Hvíta-Rússlands),Svarta-Rússland (vesturhluti núverandi Hvíta-Rússlands) ogRauða-Rússland (vesturhluti núverandi Úkraínu og suðausturhluti núverandiPóllands).
Þau víðerni sem Rússland nútímans þekur voru áður byggð ýmsum ósamstæðum ættbálkum sem sættu stöðugum innrásumHúna,Gota ogAvara á milliþriðju ogsjöttu aldar eftir Krist. Fram á8. öld bjugguSkýþar,írönsk þjóð, á gresjunum þar sem nú er sunnanvert Rússland ogÚkraína og vestar bjótyrknesk þjóð,Kasarar en þessir þjóðflokkar viku fyrirsænskumvíkingum sem kallaðir voruVæringjar ogSlövum sem þá voru teknir að flytjast á svæðið. Væringjar stofnuðuGarðaríki með höfuðborg íHólmgarði og runnu síðar saman við slavana sem urðu fljótlega fjölmennasti þjóðflokkurinn þar.
Garðaríki stóð í nokkrar aldir og á þeim tíma tengdist þaðrétttrúnaðarkirkjunni og flutti höfuðborg sína tilKænugarðs árið1169. Á þessum tíma var fyrst farið að nota orðin „Rhos“ eða „Russ“, bæði um Væringjana og Slavana. Á9. og10. öld var þetta ríki hið stærsta íEvrópu og einnig var það auðugt vegna verslunarsambanda sinna við bæði Evrópu ogAsíu.
Á13. öld var svæðið illa leikið af innbyrðis deilum sem og innrásum úr austri, bæði af hendiMongóla ogíslömskum, tyrkneskumælandi hirðingjum sem áttu eftir að valda miklum óskunda á svæðinu næstu þrjár aldirnar. Þeir gengu einnig undir nafninuTatarar og réðu lögum og lofum í mið- og suðurhluta Rússlands á meðan vesturhluti þess féll undir yfirráðPólsk-litáíska samveldisins. Upplausn Garðaríkis leiddi til þess að aðskilnaður varð milli Rússa sem bjuggu norðar og austar og Úkraínumanna ogHvítrússa í vestri og þessi aðskilnaður hefur haldist fram á þennan dag.
Norður-Rússland og Hólmgarður nutu einhverrar sjálfstjórnar á valdatíma mongóla og þessi svæði sluppu betur undan þeirri skálmöld sem ríkti annars staðar í landinu. Íbúarnir þar þurftu þó að kljást viðþýska krossfara sem reyndu að leggja undir sig svæðið.
Líkt og áBalkanskaga og íLitlu Asíu varð langvarandi valdaskeið hirðingja til þess að hægja mikið á efnahagslegri og félagslegri þróun landsins. Þrátt fyrir það náðu Rússar að rétta úr kútnum ólíkt býsanska keisaradæminu sem var andlegur leiðtogi þeirra, ráðast gegn óvinum sínum og leggja lönd þeirra undir sig. Eftir aðKonstantínópel féll árið1453 var Rússland eina burðuga kristna ríkið í Austur Evrópu og það gat því litið á sig sem arftaka Austrómverska ríkisins.
Þrátt fyrir að vera enn þá að nafninu til undir yfirráðum Mongóla tók hertogadæmið Moskva að auka áhrif sín og seint á14. öld losnaði það alveg undan yfirráðum innrásarþjóðanna.Ívan grimmi sem var fyrsti leiðtoginn sem krýndur var keisari Rússlands hélt útþenslustefnunni áfram og náði nærliggjandi héruðum undir stjórn Moskvu og lagði svo undir sig víðerni Síberíu og Rússneska keisaraveldið varð til. Því næst komstRómanovættin til valda, fyrsti keisari hennar varMikael Rómanov sem krýndur var1613.Pétur mikli ríkti frá1689 til1725 en hann færði Rússland nær Vestur-Evrópu og sótti þangað hugmyndir og menningu til að draga úr áhrifum hirðingjamenningar sem hafði hafði haldið aftur af efnahagslegri framþróun landsins.Katrín mikla (valdatíð:1767-1796) lagði áfram áherslu á þessi atriði og Rússland var nú stórveldi, ekki bara íAsíu heldur einnig íEvrópu þar sem það stóð nú jafnfætis löndum eins ogEnglandi,Frakklandi ogÞýskalandi.
Stöðugur órói var þó viðloðandi meðal ánauðugra bænda og niðurbældra menntamanna og við upphafFyrri heimsstyrjaldar virtist staða þáverandi keisaraNikulásar 2. og keisaradæmisins vera fremur óviss. Miklir ósigrar rússneska hersins í stríðinu kyntu undir uppþotum í stærri borgum sem að lokum leiddu til þess að Rómanovættinni var steypt af stóli1917 í uppreisnkommúnista.
Að stríðinu loknu öðluðust Sovétríkin mikil áhrif í Austur-Evrópu og komu þar til valda leppstjórnum kommúnista í mörgum ríkjum og stofnuðuVarsjárbandalagið með þeim sem beint var gegnAtlantshafsbandalagiBandaríkjanna og bandamanna þeirra en þessi tvö ríki voru nú einu risaveldin í heiminum og börðust um hugmyndafræði, völd og áhrif íKalda stríðinu svokallaða sem braust í raun aldrei út í beinum vopnuðum átökum þessara tveggja ríkja en á milli þeirra ríktiógnarjafnvægi sem byggði á stórumkjarnorkuvopnabúrum beggja aðila. Á áratugunum eftir fráfall Stalíns stöðnuðu Sovétríkin efnahagslega og félagslega og reynt var að slaka á kjarnorkuviðbúnaðinum en þeir voru einnig tímabil mikilla afreka hjá Sovéskum vísindamönnum.
Um miðjan9. áratuginn kynnti þáverandi leiðtogi Sovétríkjanna,Míkhaíl Gorbatsjov tillögur sínarglasnost (opnun) ogperestroika (endurskipulagning) í þeim tilgangi að nútímavæða kommúnismann en óviljandi leystu þær úr læðingi öfl semtvístruðu Sovétríkjunum í 15 sjálfstæð ríki í desember1991, Rússland langstærst þeirra. Rússland hefur síðan þá verið að reyna að byggja upplýðræðislega stjórnunarhætti ogmarkaðshagkerfi en gengur hægt. Skömmu eftir fall Sovétríkjanna tók að bera á þjóðernisdeilum á meðal sumra þeirra fjölmörgu þjóðernishópa sem búa innan landamæra Rússlands og á stöðum eins ogTéténíu ogNorður-Ossetíu braust útskæruhernaður sem entist í mörg ár.
Rússland nær yfir stóra hluta tveggja heimsálfa,Evrópu ogAsíu.[2] Landið nær yfir nyrsta hlutaEvrasíu og á fjórðu lengstu strandlengju heims, 37.653 km að lengd.[3] Rússland er á milli 41. og 82. breiddargráðu norður og 19. lengdargráðu austur og 169. lengdargráðu vestur. Landið er raunar stærra en þrjár heimsálfur:Eyjaálfa, Evrópa ogSuðurskautslandið,[4] og er um það bil jafnstórt og yfirborðPlútós.[5]
Í Rússlandi eru yfir 100.000 ár[2] og landið ræður yfir einum mesta vatnsforða heims. Stöðuvötn í Rússlandi geyma um fjórðung ferskvatnsbirgða heims.[7]Bajkalvatn er stærsta stöðuvatn Rússlands. Það er dýpsta, elsta og vatnsmesta stöðuvatn heims[12] og geymir um fimmtung alls ferskvatns á yfirborði Jarðar.[7]Ladogavatn ogOnegavatn í norðvesturhluta Rússlands eru tvö af stærstu vötnum Evrópu.[2] Rússland er í öðru sæti á eftir Brasilíu yfir mesta endurnýjanlega vatnsforða heims.[13]Volga er lengsta fljót Evrópu.[14] Í Síberíu eruOb,Jenisej,Lena ogAmúrfljót með lengstu fljótum heims.[14]
Auk lögbundinna yfirráðasvæða Rússlands gerir ríkið tilkall til ýmissa landsvæða íÚkraínu sem Rússar hafa lagt undir sig ístríði ríkjanna frá árinu 2014. Rússarinnlimuðu Krímskaga árið 2014 og viðhalda þar fullum yfirráðum. Stjórn Rússlands tilkynnti um innlimun fylkjannaDonetsk.Lúhansk.Kherson ogZaporízjzja á tímainnrásarinnar í Úkraínu árið 2022. Rússar hafa nær fulla stjórn á Donetsk en ráða aðeins um helmingi af hinum þremur fylkjunum.
Flest ríki viðurkenna ekki tilkall Rússlands til þessara svæða og líta á stjórn þeirra þar sem ólöglegt hernám. Víðast hvar er litið á þau sem lögmætan hluta Úkraínu.
* Borgirnar Kherson og Zaporízjzja eru undir yfirráðum Úkraínumanna þrátt fyrir að Rússar segist hafa innlimað þær sem fylkishöfuðborgir samnefndra fylkja.
↑Taylor, Callum (2. apríl 2018).„Russia is huge, and that's about the size of it“.Medium. Sótt 6. júlí 2021. „Russia takes up 17,098,250 square kilometres, roughly one-eighth of the world's total land mass. That's larger than the entire continent of Antarctica...“
↑Clark, Stuart (28. júlí 2015).„Pluto: ten things we now know about the dwarf planet“.The Guardian. Sótt 20. júní 2021. „Pluto's diameter is larger than expected at 2,370 kilometres across. This is about two-thirds the size of Earth's moon, giving Pluto a surface area comparable to Russia.“