Rækjumauk
Verkfæri
Almennt
Prenta/flytja út
Í öðrum verkefnum

Rækjumauk ergerjað mauk gert úr heilumrækjum eðaátu og er vinsæll bragðbætir í matargerðSuðaustur-Asíu ogSuður-Kína. Smárækjur eru þerraðar, maukaðar og blandaðar salti, og maukið síðan látið gerjast í nokkrar vikur. Rækjumauk er bæði bragð- og lyktsterkt, en mauk af betri gæðum hefur venjulega mildara bragð. Rækjumauk gengur undir ýmsum nöfnum, eins ogterasi (í Indónesíu),belacan (í Malasíu),bagoóng (á Filippseyjum),haam ha (í Kína) ogkapi (í Kambódíu og Taílandi).