Attalídar ríktu af skynsemi og örlæti. Mörg skjöl eru varðveitt sem sýna hvernig Attalídar studdu við vöxt bæja með því að senda hæfa |handverksmenn og með skattaívilnun. Þeir leyfðugrísku borgunum á yfirráðasvæði sínu að halda sjálfstæði sínu í orði kveðnu og sendu gjafir til menningarborgaGrikklands, svo semDelfí,Delos ogAþenu. Þeir unnu sigur á innrásarherkelta. Háborg Pergamonborgar var skipulögð eftir fyrirmynd háborgar Aþenu,Akrópólis-hæð. Altarið mikla frá Pergamon er nú varðveitt á Pergamon safninu íBerlín.
Í Pergamon var næstbestabókasafn fornaldar, á eftir bókasafninu íAlexandríu. ÞegarPtólemajar hætti að flytja útpapyrus, að hluta vegna samkeppni og að hluta vegna skorts, fundu Pergamonbúar upp nýja aðferð til að varðveita rit, á skinni sem nefndistpergaminus. Þetta varkálfskinn, forveriskinnhandritamiðalda ogpappírs.
ÞegarAttalos III lést án erfingja árið133 f.Kr. arfleiddi hann Rómverja að öllu konungdæminu til þess að koma í veg fyrir að borgarastríð brytist út.
Skammt frá borginni var helgidómurAsklepíosar lækningaguðsins. Þangað kom fólk sem átti við heilsufarsvandamál að stríða og baðaði sig í vatni úr helgri lind. Sagt var að Asklepíos vitjaði sjúklinganna ídraumi og segði þeim hvernig þeir skyldu vinna bug á meinsemdum sínum.Fornleifafræðingar hafa fundið fjölmargar gjafir frá gestum staðarins, svo sem litlar leirstyttur af líkamshlutum, sem vafalaust táknuðu það sem hafði læknast.