Patricia Smith Churchland | |
---|---|
![]() Patricia Smith Churchland | |
Persónulegar upplýsingar | |
Fædd | 16. júlí1943 (1943-07-16) (81 árs) |
Svæði | Vestræn heimspeki |
Tímabil | Heimspeki 20. aldar, Heimspeki 21. aldar |
Skóli/hefð | Rökgreiningarheimspeki |
Helstu ritverk | Neurophilosophy: Toward a Unified Science of the Mind-Brain |
Helstu kenningar | Neurophilosophy: Toward a Unified Science of the Mind-Brain |
Helstu viðfangsefni | hugspeki,vísindaheimspeki |
Patricia Smith Churchland (fædd16. júlí1943 íOliver, British Columbia íKanada) erkanadískurheimspekingur ogprófessor í heimspeki viðKaliforníuháskóla í San Diego. Hún hlautMacArthur-verðlaunin árið1991.
Churchland hlaut menntun sína viðHáskólann í British Columbia,Pittsburgh-háskóla ogOxford-háskóla. Hún kenndi heimspeki viðHáskólann í Manitoba frá1969 til1984. Patricia er eiginkona heimspekingsinsPauls Churchland.
Churchland hefur einkum einbeitt sér að tengslum taugavísinda og heimspeki. Ásamt eiginmanni sínum Paul er hún einn helsti málsvariútrýmingarefnishyggju en samkvæmt henni eru hugtök alþýðusálfræðinnar á boðr viðskoðun ogmeðvitund óskýr og illa skilgreind hugtök sem koma til með að verða óþörf í fræðilegri útskýringu á starfsemi heilans. Patricia hefur einnig verið kölluðnáttúruhyggjusinni af því að hún telur að rannsaka beri hugann með vísindalegum aðferðum. Hún hefur undanfarið rannsakað hvernig gera megi grein fyrir vali, ábyrgð og undirstöðumsiðferðisins á grundvelli heilastarfsemi.