Indusdalsmenningin náði yfir hluta þess svæðis sem Pakistan telur í fornöld. Landið hefur sögulega verið hluti af ýmsum stórum ríkjum eins ogPersaveldi,Mógúlveldinu ogBreska heimsveldinu. Þegar barátta hófst fyrir sjálfstæðiBreska Indlands barðistPakistanhreyfingin undir stjórnMuhammad Ali Jinnah fyrir því að norðvestur- og austurhéruðin, þar sem meirihluti íbúa var múslimar, yrðu sérstakt ríki. Austurhéruðin mynduðuAustur-Pakistan þar til þau fengu sjálfstæði semBangladess árið 1971 eftir blóðuga sjálfstæðisbaráttu. Saga Pakistan hefur einkennst af pólitískum óstöðugleika og átökum við Indland yfir umdeildum svæðum í og við norðausturhluta landsins.
Pakistan er sambandslýðveldi myndað úr fjórum fylkjum og fjórum alríkishéruðum. Landið er menningarlega fjölbreytt og þar eru töluð yfir sextíu tungumál. Þrír fjórðu íbúa talaúrdú sem er eitt af tveimur opinberum tungumálum landsins. Pakistan er eina múslimaríki heims sem býr yfirkjarnorkuvopnum. Landið er aðili aðBreska samveldinu.
Nafnið Pakistan merkir bókstaflega „land hinna hreinu“ áúrdú ogpersnesku. Orðið پاک (pāk) merkir „hreinn“ á persnesku og pastúnsku. Ekki er um fornt heiti að ræða heldur var orðið búið til af aðgerðasinnanumChoudhry Rahmat Ali í bæklingi sem bar titilinnNow or Never árið 1933. Nafnið var notað afPakistanhreyfingunni sem barðist fyrir sjálfstæði landsins fráBreska heimsveldinu ogIndlandi yfir norðvesturhéruðBreska Indlands: Púnjab, Norðvesturhéruðin, Kasmír, Sindh og Balúkistan. Nafnið var upphaflega myndað úr heitum þessara héraða:Púnjab,Afganía (Norðvesturhéruðin),Kasmír,Sindh og Balúkistan.
Landfræði ogveðurfar í Pakistan er mjög margbreytilegt og í landinu er fjölbreytt dýralíf.[1] Pakistan er 881.913 km2 að stærð, sem er svipað og samanlögð stærð Bretlands og Frakklands. Pakistan er 33. stærsta land heims, þótt það velti líka á því hvort umdeilda héraðið Kasmír er reiknað með. Strönd Pakistan við Arabíuhaf og Ómanflóa í suðri er 1.046 km að lengd,[2] og landamæri landsins eru alls 6.774 km: 2.430 km aðAfganistan, 523 km aðKína, 2.912 aðIndlandi og 909 km aðÍran.[3] Landhelgi Pakistan liggur að landhelgi Óman.[4]Wakhan-ræman skilur milli landsins ogTadsíkistan í norðri.[5] Pakistan er staðsett þar sem Suður-Asía, Mið-Austurlönd og Mið-Asía mætast.[6]
Jarðfræðilega er Pakistan á Indus-Tsangpo-misgenginu sem nær yfirIndlandsflekann í héruðunum Sindh og Púnjab. Balúkistan og mest af Khyber Pakhtunkhwa eru áEvrasíuflekanum, aðallega áÍransflekanum.Gilgit-Baltistan ogAzad Kasmír liggja við brún Indlandsflekans þar sem harðir jarðskjálftar ríða reglulega yfir. Á þessu svæði Himalajafjalla eru jarðhræringar mestar og jarðskjálftar stærstir.[7] Landslag Pakistan, frá strandhéruðunum í suðri að jöklum í norðri, einkennist af sléttum, eyðimörkum, skógum, hæðum og hásléttum.[8]
Pakistan skiptist í þrjú meginsvæði: hálendið í norðri, árdal Indusfljóts og hásléttuna í Balúkistan.[9] Á hálendinu í norðri eru fjallgarðarnirKarakoram,Hindu Kush ogPamírfjöll þar sem eru nokkrir af hæstu tindum heims, þar á meðal fjórir af 14 tindum sem ná yfir 8.000 metra hæð. Þessir tindar draga að sér fjallafólk alls staðar að úr heiminum, sérstaklegaK2 sem er 8.611 metrar, ogNanga Prabat sem er 8.126 metrar.[10] Balúkistanhásléttan er í vestri ogThar-eyðimörkin í austri.Indusfljótið og þverár þess renna gegnum landið frá Kasmír út í Arabíuhaf. Meðfram fljótinu eru stórar ársléttur í héruðunum Púnjab og Sindh.[11]
Loftslag er frá því að vera hitabeltisloftslag í suðri að tempruðu loftslagi í norðri. Loftslag er þurrt við ströndina í suðri. Í landinu ermonsúntímabil sem oft veldur flóðum vegna mikillar úrkomu, og þurrkatímabil með mun minni eða engri úrkomu. Það eru fjórar árstíðir í Pakistan: svalur og þurr vetur frá desember til febrúar, heitt og þurrt vor frá mars til maí, regntíminn eða monsúntíminn í suðvestri frá júní til september, og hörfandi monsúnrigningar í október og nóvember.[12] Úrkoma er mjög breytileg milli ára og algengt að flóð og þurrkar skiptist á.[13]
Stjórnsýslan er þrískipt með umdæmi, sýslur (tehsil) og sveitarfélög. Umdæmin eru um 130 talsins, þar af tíu í Azad og Kasmír og sjö í Gilgit-Baltistan.
↑„Land and People“. Ministry of Information, Broadcasting, and National Heritage. Afrit afupprunalegu geymt þann 22 febrúar 2015. Sótt 18 febrúar 2015.
↑„PNS Gwadar“. Global Security. 21 nóvember 2011. Sótt 4 janúar 2012.