Movatterモバイル変換


[0]ホーム

URL:


Fara í innihald
WikipediaFrjálsa alfræðiritið
Leit

Oskar Schindler

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Oskar Schindler
Schindler eftir árið 1945.
Fæddur28. apríl1908
Dáinn9. október1974 (66 ára)
GröfKaþólski kirkjugarðurinn áSíonhæð,Jerúsalem,Ísrael
ÞjóðerniÞýskur
FlokkurNasistaflokkurinn (1939–1945)
MakiEmilie Pelzl (g. 1928)

Oskar Schindler (28. apríl 1908 – 9. október 1974) var þýskur iðnjöfur, mannúðarvinur og meðlimur íNasistaflokknum sem er talið til tekna að hafa bjargað lífum 1.200Gyðinga á tímahelfararinnar með því að ráða þá til starfa í gljábrennslu- og skotfæraverksmiðjum sínum á hernámssvæðum Þjóðverja íPóllandi ogVerndarsvæðinu Bæheimi og Mæri.

Schindler er aðalersónan í sögulegu skáldsögunniListi Schindlers frá árinu 1982 og ísamnefndri kvikmynd sem gerð var eftir bókinni árið 1993. Bókin og kvikmyndin lýstu Schindler sem svo að hann hefði í upphafi verið tækifærissinni með hugann við sjálfsauðgun en að hann hefði síðan sýnt frumkvæði, þrautsegju, dirfsku og áræðni við að bjarga lífum Gyðinga sem unnu í verksmiðjum hans.

Æviágrip

[breyta |breyta frumkóða]

Oskar Schindler fæddist árið 1908 í þeim hlutaausturrísk-ungverska keisaradæmisins sem nú tilheyrirTékklandi. Hann fékkst við ýmsan rekstur sem ekki skilaði arði en eignaðist síðan verksmiðju íKraká stuttu fyririnnrás Þjóðverja í Pólland árið 1939.[1] Schindler ferðaðist til Krakár frá heimabæ sínum,Zwittau, og tók þar við rekstri verksmiðjunnar, sem var gljábrennslufyrirtæki sem hafði orðið gjaldþrota mörgum árum fyrr. Schindler hóf rekstur í verksmiðjunni veturinn 1939-40 og hafði þá 100 starfsmenn, þar af sjö Gyðinga. Þeirra á meðal réð SchindlerItzhak Stern sem bókara hjá fyrirtækinu.[2]

Starfsfólki í verksmiðjum Schindlers fjölgaði mjög á næstu árum og Gyðingar urðu hlutfallslega stærri hluti af vinnuafli hans.[2] Á þessum tíma voru Gyðingar ódýrt vinnuafl sem þýskir herforingjar og vinir Schindlers íNasistaflokknum veittu honum aðgang að, en Schindler var sjálfur meðlimur í flokknum. Eftir því sem leið áseinni heimsstyrjöldina fór Schindler að gera sér betur grein fyrir illri meðferð nasista á Gyðingum og lagði sig því fram við vernda Gyðinga í verksmiðju sinni og koma í veg fyrir að þeir yrðu sendir annað.[1]

Schindler hjálpaði Gyðingunum í verksmiðjum sínum á margvíslegan hátt, meðal annars með því að falsa upplýsingar um þá í verksmiðjuskránum. Hann breytti aldri margra þeirra í skránum til þess að þeir gætu haldið áfram að vinna í verksmiðjunum og skráði marga sem málmsmiði, sem voru taldir ómissandi fyrir hergagnaframleiðslu Þjóðverja á stríðstímanum.[2]

Vorið 1943 var Schindler farinn að beita sér af alefli til að hjálpa Gyðingunum og hættur að leggja áherslu á hergagnaframleiðsluna. Í mars þetta ár höfðu allir Gyðingar verið fluttir úrgettóinu í Kraká íPłaszów-útrýmingarbúðirnar fyrir utan borgina. Var þá búið að loka mörgum öðrum búðum í Póllandi og drepa fangana. Schindler beitti persónutengslum sínum til að fá samþykki fyrir því að Płaszów-búðirnar yrðu nýttar til hergagnaframleiðslu og þeim því ekki lokað. Schindler fékk þannig góðan aðgang að fangabúðastjóranumAmon Göth og taldi hann á að leyfa að Gyðingarnir sem unnu í verskmiðjunni hans yrðu fluttir í sérstakar búðir nálægt Płaszów. Schindler átti þaðan af auðvelt með að smygla til þeirra mat og lyfjum.[2]

Vorið 1944, þegar Þjóðverjar voru á undanhaldi áausturvígstöðvunum, bárust skipanir um að tæma Płaszów-búðirnar og aðrar búðir. Schindler þrýsti því á þýsk stjórnvöld þar til þau veittu honum leyfi til að flytja 700 menn og 300 konur frá Płaszów til nýrrar verksmiðjuBrněnec íSúdetahéruðunum. Flestir hinna fanganna í Płaszów, um 25.000 talsins voru sendir tilAuschwitz.[2]

Í nýju verksmiðjunni áttu starfsmenn Schindlers að framleiða hluti íV2-eldflaugar fyrir herinn, en framleiðsla verksmiðjunnar frá 1944 til 1945 var í reynd engin. Gyðingar sem náðu að flýja úr haldi nasista á leiðinni til Auschwitz fengu skjól í verksmiðju Schindlers. Schindler fékk jafnframtGestapo til að afhenda sér Gyðinga sem höfðu verið handteknir á flótta og sagði það nauðsynlegt til að halda stríðsframleiðslunni gangandi.[2]

Alls er talið að Schindler hafi bjargað tæplega 1.200 Gyðingum í stríðinu. Í stríðslok var hann fjárhagslega bágstaddur eftir að hafa notað mestallan auð sinn við björgunarstarfið. Schindler flutti tilArgentínu árið 1948 en vegnaði ekki vel þar og þyrfti að lýsa yfir gjaldþroti. Hann fluttist aftur til Þýskalands árið 1957 en tilraunir hans til að hefja rekstur í viðskiptum á ný tókust ekki. Schindler lést í Þýskalandi þann 9. október 1974. Hann var jarðsettur í kaþólska kirkjugarðinum áSíonhæð íJerúsalem. Schindler er eini meðlimur Nasistaflokksins sem er grafinn þar.[1]

Í dægurmenningu

[breyta |breyta frumkóða]

Árið 1982 gaf ástralski rithöfundurinnThomas Keneally út bókinaListi Schindlers (e.Schindler's Ark), sem fjallaði um sögu Schindlers og Gyðinganna sem hann bjargaði frá ofsóknum nasista.Steven Spielberg leikstýrði árið 1993kvikmynd eftir bókinni (Schindler's List) þar semLiam Neeson fór með hlutverk Schindlers.[3] Kvikmyndin naut mikilla vinsælda og vann til sjöÓskarsverðlauna.[1]

Tilvísanir

[breyta |breyta frumkóða]
  1. 1,01,11,21,3Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir (15. apríl 2009).„Hvað getið þið sagt mér um Oskar Schindler sem bjargaði gyðingum með því að láta þá vinna í verksmiðjum sínum?“.Vísindavefurinn. Sótt 6. október 2024.
  2. 2,02,12,22,32,42,5„Sagan um Oskar Schindler“.Morgunblaðið. 17. apríl 1994. bls. 20–21.
  3. „Hetjusaga úr helförinni“.Morgunblaðið. 13. mars 1994. bls. 16.
Sótt frá „https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Oskar_Schindler&oldid=1882818
Flokkar:
Falinn flokkur:

[8]ページ先頭

©2009-2025 Movatter.jp