Mongólía erlandlukt land íAustur-Asíu sem á landamæri aðRússlandi í norðri ogKína í suðri. Landið er rúmlega 1,5 milljón ferkílómetrar að stærð, en íbúar eru aðeins 3,3 milljónir sem gerir það að dreifbýlasta sjálfstæða ríki heims. Mongólía er stærsta landlukta land heims sem ekki á strönd aðinnhafi. Stór hluti landsins er þakinngresju, með fjöll í norðri ogGóbíeyðimörkina í suðri. Um helmingur íbúa landsins býr í höfuðborginni,Úlan Bator.
Heitið Mongólía merkir einfaldlega „landMongóla“ á latínu. Upprunimongólska orðsins монголmongol er óviss og orðið hefur ýmist verið talið dregið af heiti fjalls eða fljóts, afbökun á mongólska orðinumongkhe-tengri-gal („eilífur himnaeldur“)[5] eða dregið afMugulü sem stofnaði Rouran-veldið á 4. öld.[6] Upphaflega kemur heitiðMungu[7] (kínverska: 蒙兀,pinyinMěngwù,miðkínverskaMuwngu[8]) fyrir sem nafn á grein afShiwei-þjóðinni í lista yfir norræna ættbálka frá tímumTangveldisins á 8. öld, og tengjast líklegaMungku frá tímumLiaoveldisins.[7] (kínverska: 蒙古,pinyinMěnggǔ,miðkínverskaMuwngkuX[9]).
Þjóðin er komin afhirðingjaættflokkum sem um aldir hafa reikað um slétturnar. Djengis Khan gerði Mongólíu aðstórveldi á þrettándu öld. Hann náði að sameina allar hirðingjaþjóðirnar og byggði upp ósigrandi reiðmannaher. Hver hermaður hafði þrjá til reiðar í hverjum herleiðangri til að yfirferðin yrði sem hröðust. Með ótrúlegri hörku og grimmúð náði Mongólía að þenja sig yfir stóran hluta Asíu, þar með talið Kína. Þegar ríki Mongóla var hvað stærst náði það allt fráVíetnam í austri aðUngverjalandi í vestri. Sonarsonur Djengis,Kublai Khan, var í ýmsum landvinningum og reyndi að halda ríkinu saman, en það tókst ekki og ríkið leystist fljótlega upp í minni einingar.
Seinna náðu Kínverjar völdum í Mongólíu og skiptu henni íInnri- og Ytri-Mongólíu sem voru héruð innan Kína. Ytri-Mongólía sagði skilið við Kína árið1921 með stuðningiSovétríkjanna og hefur kallað sig Alþýðulýðveldið Mongólíu frá árinu1924.Kommúnismi var tekinn upp í landinu og hélst þangað til Sovétríkin féllu. Sovétríkin vörðu landið fyrirJapönum ísíðari heimsstyrjöld og þegar slettist upp á vinskap Sovétmanna og Kínverja árið1958 tóku Mongólar afstöðu með Sovétríkjunum og leyfðu þeim að reka herstöðvar á landi sínu.
Árið1990 var bann við rekstri annarra stjórnmálaflokka en Kommúnistaflokksins afnumið en kommúnistar héldu þó áfram að vera með stærstu flokkum landsins. Árið1992 var tekin upp nýstjórnarskrá í Mongólíu þar sem alþýðulýðveldið var afnumið og blöndu afforseta- ogþingræði komið á.
Mongólía er hálf önnur milljón ferkílómetra að stærð, sem jafngildir ríflega fimmtánfaldri stærðÍslands, og eins og Ísland er Mongólía afar fámennt land. Einungis tvær milljónir af 5 ½ milljón Mongóla, búa í Mongólíu, hinir búa í ýmsum héröðum nágrannalandanna. Þetta fámenni gerir landið allnokkru strjálbýlla, með 1,7 íbúa á ferkílómetra, en til dæmis Ísland, sem hefur 3,4 íbúa á ferkílómetra. Í höfuðborginni, Ulaanbataar, búa um 700.000 manns. Aðrar borgir eru öllu minni. Landið liggur beggja vegna við 46°N sem þýðir að hnattstaða þess er svipuð ogFrakklands.
Í Norður-, Mið- og Vestur-Mongólíu mikið fjalllendi sem nær upp í 3600 metra hæð. Á landamærunum viðRússland er nokkuð um eldfjöll. Flestar ár landsins aldrei komast til sjávar en hverfa í sölt stöðuvötn. Fjölbreytt dýralíf er í kringum stöðuvötn landsins, einkum norðantil. Loftslag Mongólíu er hefðbundið meginlandsloftslag en öfgakennt, vetur eru langir, kaldir og þurrir en sumrin heit. Úrkoma er allt frá 50 mm á ári íGóbíeyðimörkinni upp í 500 mm í fjöllunum, en meirihluti landsins er allþurr.
Dýra- og plöntulíf er fjölbreytt, skógar, gresjur og steppur skiptast á með sínum plöntu- og dýrategundum. Veðurfar og hæð yfir sjó setja vistkerfinu þó þröngar skorður.
Þar til27. júní2004 varByltingarflokkur alþýðunnar stærsti flokkur Mongólíu, en hann var stofnaður af fyrrverandi kommúnistaleiðtogum landsins þegarkalda stríðinu lauk. Stærsti andstöðuflokkurinn hefur verið Lýðræðisflokkurinn sem leiddi samsteypustjórn á árunum1996-2000. Í kosningunum 2004 beið Byltingarflokkurinn mikinn ósigur og lenti ístjórnarandstöðu en kosningaþátttaka hafði aldrei verið meiri í landinu. Byltingarflokkurinn, endurnefndur Alþýðuflokkurinn, komst aftur til valda í kosningum árið 2016.
Mongólía skiptist í 21 hérað (aimag) sem aftur skiptast í 331umdæmi (sum).[11] Höfuðborgin er undir sérstakri stjórn og hefur sömu stöðu og hérað. Héruðin eru:
Kaupmáttur er rúmlega fimmtán sinnum minni en á Íslandi, sem jafnast ögn út vegna lægra verðlags þar. Þó er ljóst að fátækt er mjög mikil og í því sambandi má nefna að 36% íbúa lifa undir fátæktarmörkum. Landið er ríkt af málmum og kolum og kemur megnið af útflutningstekjum landsins af sölu þessa, einkum kopars. Mest viðskipti eiga Mongólar við Rússland, Kína og Japan.
Kommúnismi, sem var tekinn upp 1921, olli straumhvörfum í lifnaðarháttum Mongóla. Heilsugæsla stórefldist og komið varð böndum á marga helstu sjúkdóma þess tíma. Iðnaður, sem áður var enginn, var rifinn upp og skóp landinu velsæld. Enn í dag er þó hráefnaútflutningur mikilvægastur í útflutningi, og róa nú stjórnvöld öllum árum að því að skapa meiri verðmæti úr þessum auðlindum með fullvinnslu og að koma styrkari og fjölbreyttari stoðum undir atvinnulífið. Einkavæðing hefur verið nokkur undanfarin ár en slæmir vetur hafa verið nokkuð tíðir og ýtt undir verðbólgu og hægt á hagvexti.
Úlan Bator er höfuðborg og stærsta borg Mongólíu.Margar fjölskyldur búa í svokölluðumger-hverfum.
Íbúar Mongólíu voru áætlaðir vera um 3,3 milljónir árið 2020.[12] Um 59% þjóðarinnar eru undir þrítugu og 27% eru undir 14 ára aldri. Mongólar eru því ung þjóð í hröðum vexti sem hefur valdið álagi á efnahagslíf landsins.[heimild vantar]
Fyrsta manntal 20. aldar var tekið árið 1918, en þá voru íbúar 647.500.[13] Síðan sósíalistastjórnin hvarf frá völdum hefurfrjósemishlutfall minnkað hraðar en í nokkru öðru landi heims. Samkvæmt áætlun Sameinuðu þjóðanna var frjósemi talin vera 7,33 börn á konu milli 1970 og 1975, en var orðin 2,1 barn á konu milli 2000 og 2005.[14] Hlutfallið hefur síðan orðið stöðugt í kringum 2,2-2,3 börn á konu.[heimild vantar]
Um 95% þjóðarinnar eruMongólar, aðallegaKalkamongólar og aðrir hópar sem tala ýmsar mállýskurmongólsku. Kalkamongólar eru 86% Mongóla í Mongólíu, en 14% eruOiratar,Burjatar og önnur þjóðarbrot.Tyrkísku þjóðirnarKasakar ogTúvanar eru um 4,5% af íbúum Mongólíu, en þar búa líka litlir hópar Rússa, Kínverja, Kóreumanna og Bandaríkjamanna.[15]
↑„Mongolia“.The World Factbook. CIA. Sótt 9 ágúst 2015.
↑National University of Mongolia, School of Social Sciences, Department of History (1999). „2. Хүний үүсэл, Монголчуудын үүсэл гарвал“[2. Origins of Humanity; Origins of the Mongols].Монгол улсын түүх[History of Mongolia] (mongólska). Admon. bls.67–69.
↑Г. Сүхбаатар (1992). „Монгол Нирун улс“[Mongol Nirun (Rouran) state].Монголын эртний түүх судлал, III боть[Historiography of Ancient Mongolia, Volume III] (mongólska). 3.bindi. bls.330–550.
12Svantesson, Jan-Olov & al.The Phonology of Mongolian, pp. 103–105. Oxford Univ. Press (Oxford), 2005.
↑„Mongolia“(PDF). United Nations Economic and Social Commission for Asia and the Pacific.Afrit(PDF) af uppruna á 11 maí 2013. Sótt 28 júní 2013.
↑Spoorenberg, Thomas (2009). „The impact of the political and economic transition on fertility and family formation in Mongolia. A synthetic parity progression ratio analysis“.Asian Population Studies.5 (2):127–151.doi:10.1080/17441730902992067.S2CID153650562.