Midnights er tíunda breiðskífa bandarísku söngkonunnarTaylor Swift. Platan var gefin út 21. október 2022 afRepublic Records. Platan erþemaplata sem fjallar um hugsanir hennar yfir svefnlausar nætur. Þemu breiðskífunnar snerta tilfinningar eins og eftirsjá, sjálfsgagnrýni, og hugarangur. Swift ogJack Antonoff sátu í upptökustjórn fyrir stöðluðu útgáfu plötunnar. Stefnur hennar má flokka semhljóðgervlapopp,draumapopp, ogsvefnherbergispopp. Lögin áMidnights draga eiginleika úrelectronica,hipphoppi,R&B, ogöðruvísi tónlist.
Swift tilkynntiMidnights áMTV Video Music-verðlaununum árið 2022 og birti lagalistann í gegnumTikTok. Í Bandaríkjunum varMidnights ellefta samfellda plata Swift til að ná fyrsta sæti áBillboard 200 listanum og fimmta platan hennar til að seljast í yfir milljón eintökum í útgáfuviku. Platan gerði Swift að fyrsta listamanninum til að halda öllum topp 10 sætunum áBillboard Hot 100 listanum.Midnights komst á topp margra vinsældalista í Evrópu, Asíu, Norður-Ameríku og Eyjaálfu. Hún hlaut fjölplatínuviðurkenningu í Ástralíu, Kanada, Nýja-Sjálandi, Póllandi, Bretlandi, og Bandaríkjunum.
Margar útgáfur nefnduMidnights eina af bestu plötum ársins 2022. Platan og lögin á henni hlutu sex tilnefningar á 66. árleguGrammy-verðlaununum árið 2024 þar sem hún vann flokkana plata ársins (Album of the Year) og besta söng-popp platan (Best Pop Vocal Album).[1] Swift auglýsti breiðskífuna ásamt hinum plötunum hennar meðEras Tour (2023–2024) tónleikaferðalaginu.