Hitler skrifaði bókina með hjálp ritara síns,Rudolfs Hess, á meðan hann sat í fangelsi íLandsberg íBæjaralandi árið1924, en þangað var hann sendur vegna þátttöku sinnar íbjórkallarauppreisninni árið áður. Fyrsta bindið (Eine Abrechnung) kom fyrst út þann18. júlí árið1925 og það síðara árið1926 (Die Nationalsozialistische Bewegung).
Upphaflega valdi Hitler nafniðFjögur og hálft ár [af baráttu]gegn lygum, heimsku og hugleysi (þýska:Viereinhalb Jahre [des Kampfes]gegen Lüge, Dummheit und Feigheit) en útgefandi hans,Max Amann, stytti það niður íMein kampf, eðaBaráttan mín.
Bókin seldist vel. Um 287.000 eintök höfðu selst þegarnasistarnáðu völdum í Þýskalandi árið1933. Bókin rauk út eftir það og á árinu 1933 voru yfir milljón eintök prentuð. Upplagið var orðið 5,2 milljónir á 11 tungumálum árið 1939.[1] Árið1943 höfðu yfir 10 milljón eintök verið prentuð af bókinni. Bókin er bönnuð í Austurríki og Rússlandi.[2][3]
Valdir kaflar úr bókinni hafa verið þýddir á íslensku og gefnir út á bók.
Hitler skrifaði 200 blaðsíðna handrit að framhaldsbók árið1928, sem hefur verið kölluðZweites Buch eða „Önnur bókin,“ en hún var aldrei gefin út.