Manmohan Singh (26. september 1932 – 26. desember 2024) varindverskur hagfræðingur sem varforsætisráðherra Indlands frá 2004 til 2014. Singh var fyrstisíkinn sem gegndi embættinu og að auki fyrsti forsætisráðherrann frá dögumJawaharlal Nehru sem var endurkjörinn eftir að hafa setið heilt fimm ára kjörtímabil.
Singh fæddist í Gah í Pakistan en flutti ásamt fjölskyldu sinni til Indlands viðskiptingu þess árið 1947. Eftir að hafa útskrifast með doktorsgráðu í hagfræði úrOxford-háskóla vann Singh fyrirSameinuðu þjóðirnar á árunum 1966-69. Hann hóf síðan feril sinn í stjórnsýslu þegar Lalit Naryan Mishra réð hann sem ráðgjafa í efnahags- og iðnaðarráðuneyti Indlands. Á áttunda og níunda áratugnum gegndi Singh ýmsum ábyrgðarstörfum í indversku ríkisstjórninni, t.d. stöðu efnahagsráðgjafa (1972-76), bankastjóra og formanns fimmáraáætlananefndarinnar (1985-87).
Árið 1991, þegar Indland átti við mikinn efnahagsvanda að glíma, réð nýi forsætisráðherrannP. V. Narasimha Rao hinn ópólitíska Singh sem fjármálaráðherra. Næstu árin stóð Singh, gegn miklum andmælum, fyrir ýmsum kerfisumbótum sem gerðu efnahagskerfi Indlands frjálslyndara. Með umbótunum tókst að bæta efnahaginn og Singh vann sér inn orðspor sem framsýnn og umbótasinnaður hagfræðingur. Þrátt fyrir það gekk hinum sitjandiindverska þjóðarráðsflokki illa í kosningunum árið 1996. Singh gerðist því leiðtogi stjórnarandstöðunnar á efri deild indverska þingsins á stjórnarárumAtal Bihari Vajpayee frá 1998-2004.
Þegar Sameinaða framsóknarbandalagið undir stjórn Þjóðarráðsflokksins komst til valda árið 2004 steig formaðurinnSonia Gandhi öllum að óvörum til hliðar og leyfði Singh að taka við forsætisráðherraembætti. Fyrsta ríkisstjórn Singh kom ýmsu í verk, þar á meðal heilsufarsátaki á landsbyggðinni, nýju kennitölukerfi til að sanna búsetu á Indlandi, nýjum atvinnulögum til að tryggja vinnuréttindi og frumvarpi um upplýsingafrelsi. Árið 2008 urðu ósættir með kjarnorkusamning Indlands við Bandaríkin næstum því til þess að ríkisstjórn Singh hrundi þegar Vinstrifylkingin dró stuðning sinn til baka. Efnahagur Indlands óx mjög undir fyrstu ríkisstjórn Singh en öryggi Indlands var hins vegar ógnað af hryðjuverkaárásum og áframhaldandi uppreisnmaóista.
Í þingkosningum árið 2009 vann flokksbandalag Singh endurkjör og Singh varð áfram forsætisráðherra. Næstu árin var ríkisstjórn Singh nokkrum sinnum ásökuð um spillingu. Þegar kjörtímabilinu lauk árið 2014 ákvað Singh að bjóða sig ekki fram aftur.[1] Singh var aldrei meðlimur á neðri deild þingsins (Lok Sabha) en sat á efri þingdeildinni sem fulltrúi ríkisinsAssam frá 1991 til 2019 og fyrir Rajasthan frá 2019 til 2024.[2]