Luka Modrić (fæddur 9. september 1985) erkróatískur knattspyrnumaður sem spilar meðAC Milan og króatíska landsliðinu. Hann þykir einn besti miðherji í heimi og hefur unnið verðlaun fyrir þá stöðu íLa Liga og hjáUEFA.
Modric fæddist í borginniZadar viðAdríahafsströnd Króatíu. Æska hans var lituð afJúgóslavíustríðinu og fjölskylda hans bjó á hótelum í nokkur ár.
Eftir að hafa vakið athygli með heimaliði borgarinnar hélt hann til Dinamo Zagreb árið 2002. Árið 2005 hóf hann að spila með aðalliðinu. Modric vann þrjá deildartitla og bikartitla með félaginu.
Árið 2008 hélt hann tilTottenham Hotspur og árið 2012 til Real Madrid. Hann vann spænsku deildina fjórum sinnum ogMeistaradeild Evrópu sex sinnum með Real.
Árið 2025 hélt hann til Ítalíu og gerði samning viðAC Milan.
Modric var valinn besti leikmaðurinn áHM 2018 í Rússlandi þegar hann leiddi Króata til silfurverðlauna. FIFA valdi hann einnig sem leikmann ársins.[1]Einnig hlaut hann gullknöttinn sama ár.
Modric hefur spilað meira en 1000 leiki í öllum keppnum.