Lordi erfinnskþungarokkshljómsveit sem sigraðiSöngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2006. Sveitin er þekkt fyrir að koma ávallt fram í skrímslabúningum, raunar neita þeir alfarið að láta taka af sér myndir eða fara í viðtöl án búninganna. Nafnið er samsvarandi enska orðinu „lord“ sem getur þýtt ýmislegt í íslensku.
Sveitin hefur verið starfandi síðan1992 en gaf út sína fyrstu plötu2002. 2006 tók hún svo þátt í undankeppni Eurovision í Finnlandi með lagi „Hard Rock Hallelujah“ sem hún sigraði með nokkrum yfirburðum. Hljómsveitin var þó nokkuð umdeild sem framlag Finna í aðalkeppninni íAþenu bæði í Finnlandi sem og annars staðar íEvrópu, t.d. neitaðiKýpur að spila myndbandið við lag þeirra. Sveitin hefur verið sökuð umdjöfladýrkun en herra Lordi, söngvari hennar, hefur vísað því á bug enda hefur hún m.a. sent frá sér lög eins og „The Devil is a Loser“ (djöfullinn er aumingi). Lordi vann þó keppnina með 292 stigum, 44 fleiri en lagið sem var í öðru sæti, og mesta stigafjölda sem hefur sést í keppninni frá upphafi. Þetta var einnig fyrsti sigur Finnlands í Eurovision sem aldrei hafði lent í hærra sæti en því sjöunda.