Elsta þekkta heimildin um nafnið Litáen er úrQuedlinburg-annálnum þar sem færsla fyrir 9. mars 1009 segir frá því hvernig trúboðinnBruno frá Querfurt var hálshöggvinn af heiðingjum við landamæri Rússlands og Litáen.[3] Þar kemur nafnið fram í latneskri útgáfu,Lituæ (afLitua).[4] Ekki eru til heimildir um það af hverju nafnið var dregið, svo merking þess er óþekkt og fræðimenn deila um uppruna orðsins.[5]
Vegna þess aðLietuva er með viðskeyti (-uva) er talið að upprunalega orðið hafi ekki haft viðskeyti.[5] Það gæti því hafa veriðLietā. Úr því að mörg baltnesk þjóðaheiti eru dregin af vatnaheitum, hafa málfræðingar leitað að uppruna orðsins í vatnaheitum.[6]Lietava er lækur sem rennur skammt fráKernavė, á kjarnasvæði þess sem síðar varðhertogadæmið Litáen og var líklega fyrsta höfuðborgstórfurstadæmisins. Hann er því talinn líklegur uppruni heitisins.[6] Lækurinn er hins vegar svo lítill að mörgum þykir ólíklegt að landið geti hafa dregið nafn sitt af honum, þótt slíkt sé ekki einstakt í veraldarsögunni.[7]
Litáíski sagnfræðingurinn Artūras Dubonis hefur stungið upp á annarri tilgátu,[8] að heitið Lietuva tengist orðinuleičiai (fleirtala afleitis). Frá miðri 13. öld voruleičiai stríðsmenn í litáísku samfélagi sem heyrðu undir þjóðhöfðingjann eða ríkið sjálft. Orðiðleičiai er notað í heimildum frá 14. til 16. aldar sem þjóðarheiti yfir Litáa (en ekkiSemgalla) og er enn notað í sögulegu samhengi, í lettnesku, sem er náskyld litáísku.[9][10][11]
Talið er að fólk hafi fyrst sest að á svæðinu sem nú er Litáen eftir lok síðustuísaldar, fyrir um 10.000 árum. Talið er að þetta hafi veriðveiðimenn og safnarar án fastrar búsetu. Um árið 3000 f.o.t. barstsnúrukeramikmenningin til Eystrasaltsins með skipuleganlandbúnað. Hugsanlega voru það fyrstuIndóevrópumennirnir sembaltneskar þjóðir greindust síðar út frá. Litáísk-bandaríski fornleifafræðingurinnMarija Gimbutas ályktaði út fráörnefnum að frumheimkynni baltnesku þjóðanna hefðu náð frá strönd núverandiPrússlands aðRígaflóa í norðri aðMoskvu í austri, en það er umdeilt.[12]
Litlar heimildir eru til um baltneskar þjóðir frá fornöld.Kládíus Ptólmæos ritaði umJótvinga ogGalinda. Áármiðöldum er minnst áPrússa,Kúri ogSemigalla. Litáen byggðist meðframNeman-fljóti. Á ármiðöldum skiptist landið sem í dag er Litáen í tvö menningarsvæði:Samógitíu, láglendið í vestri þar sem fólk stundaði greftranir; ogAukštaitija, hálendið í austri þar sem fólk stundaði bálfarir.[13] Vegna þess hve Litáar héldu lengi íheiðna trú og ýmis fornleg einkennilitáísku er talið að landið hafi verið lengur afskipt en önnur héruð við austurströnd Eystrasalts. Litáíska er talin hafa greinst frá lettnesku á 7. öld.[14]
Fyrstu skriflegu heimildir þar sem minnst er á Litáen (semLitua) eru í þýska miðaldahandritinuAnnálar Quedlinborgar, frá 9. mars 1009.[15] Frá 9. til 11. aldar urðu strandhéruðin við Eystrasalt reglulega fyrir árásumvíkinga og á 11. öld gerðiJarisleifur Valdimarsson innrásir í Litáen. Á 12. öld snerist taflið við, og Litáar herjuðu áGarðaríki, allt suður til Kænugarðs.
Stækkun stórhertogadæmisins til austurs frá 13. til 15. aldar.
Átök við norrænu konungsríkin í vestri,Kænugarð í austri og þýskumælandi landnema í suðri, urðu til þess að baltnesku þjóðirnar tóku upp meira samstarf sín á milli. Sérstök stétt hermanna varð til sem fór í ránsferðir inn í nágrannaríki og tók þræla, sérstaklega í hinu stóra ríki Kænugarðs sem var á fallanda fæti í byrjun 13. aldar. Árið 1219 undirritaði 21 litáískur höfðingi friðarsamning sem er ein fyrsta heimildin um sameiningu þeirra í stærri ríkisheild.[16] Á sama tíma hófusverðbræður í norðri ogþýsku riddararnir í suðri að gera árásir á lönd Litáa sem sameinuðust undir stjórnMindaugasar. Litáar unnu sigur á sverðbræðrum íorrustunni við Sól 1236. Eftir það gengu sverðbræður í þýsku riddararegluna. Mindaugas þurfti að tryggja völd sín gegn keppinautum innanlands og voldugum óvinum utanlands, eins ogDaníel af Galisíu.[17] Hann tók kristni, gerði samkomulag við riddarana og náði þannig að vinna sigur á bandalagiJótvinga,Samógita og Líflendinga 1250. Tíu árum síðar gekk Mindaugas af trúnni, gerði samkomulag við Samógíta og réðist á þýsku riddarana, um leið og hann vann ný lönd í austri.
Eftir lát Mindaugasar tók við ófriðartími þar sem Litáen átti í átökum við bæði evrópskakrossfara ogGullnu horduna.[18] Þýsku riddararnir lögðu fleiri Eystrasaltsþjóðir undir sig og héldu í ránsferðir inn í Litáen. Árið 1285 tókGediminas-ætt við völdum í Litáen.Gediminas átti í bréfaskiptum viðJóhannes 22. páfa og fékk hann til að banna riddurunum að ræna í Litáen tímabundið.[19] Dóttir Gediminasar,Aldona af Litáen, gekk að eigaKasimír erfðaprins í Póllandi og varð síðar drottning þar. Undir stjórn Gediminasar lagði Litáen undir sig stór svæði fyrrum Kænugarðs í austri (Rúteníu) sem hafði mikil áhrif á stjórnkerfi, menningu og trú landsins.[20] Aðeins um 10% af löndum hertogadæmisins voru í hinu eiginlega Litáen.[13]:60 Árið 1345 tók elsti sonur Gediminasar,Algirdas, við titli stórhertoga, en ríkti aðallega yfir austurhlutanum, meðan vesturhlutinn var undir stjórn bróður hans,Kęstutis. Árið 1377 tók sonur Algirdasar,Jogaila, við hertogatitlinum og lenti nær strax í átökum við frænda sinn, Kęstutis.Borgarastyrjöld hófst í kjölfarið og Jogaila náði Kęstutis á sitt vald, en sonur hans,Vytautas, slapp.
Orrustan við Grunwald 15. júlí 1410 var ein af stærstu orrustum Evrópu miðalda.
Árið 1385 bauð pólski aðallinnJogaila stórhertoga að gerastkonungur Póllands með því að giftast 13 ára dóttur Ungverjalandskonungs,Játveigu, sem var ríkjandi einvaldur. Eina skilyrðið var að hann tæki uppkaþólska trú. Skírn Jogaila fól í sérkristnitöku í Litáen þegar hann sneri aftur þangað frá Póllandi sumarið 1386 og stofnaði biskupsdæmi í Vilníus árið eftir. Það kom þó ekki í veg fyrir aðlitáíska borgarastyrjöldin brytist út 1389 þar semVytautas barðist gegn frænda sínum Jogaila með stuðningiþýsku riddaranna. Með samningum 1392 fékk Vytautas yfirráð yfir Litáen, en varð að láta riddurunum hluta Samógitíu eftir meðSalynas-sáttmálanum. Í austri reyndi Vytautas að auka við lönd sín með stríði viðGullnu horduna og samningum viðStórhertogadæmið Moskvu.
Uppgjör við þýsku riddarana hófst með uppreisn íbúa í Samógitíu árið 1409. Árið eftir vann sameinaður her Litáa og Pólverja afgerandi sigur á riddurunum íorrustunni við Grunwald. ÞegarVasilíj 1. af Moskvu lést 1423 stýrði Vytautas Moskvu ásamt dóttur sinni, ekkju Vasilíjs,Soffíu af Litáen. Hann innlimaðiPskov ogHólmgarð í ríki sitt 1426 og 1428. Eftir að Vytautas lést braustönnur borgarastyrjöld út í Litáen sem lauk með því aðKasimír 4., sonur Jogaila, var gerður að stórhertoga.Jagiellon-ætt ríkti eftir það óslitið yfir bæði stórhertogadæminu og konungsríkinu Póllandi. Stjórnkerfi ríkjanna voru aðskilin ogrútenska var áfram stjórnsýslumál í Litáen. Árið 1492 hófÍvan 3. af Moskvu (barnabarnabarn Vytautasar) að leggja undir sig fyrrum löndKænugarðs sem nú voru hluti af Litáen. Í kjölfarið misstu Litáar þriðjung af rútensku héruðunum til Moskvu, allt aðGomel (nú austurlandamæriHvíta-Rússlands). Í norðri varLíflandi skipt milli Svía, Rússa, Pólverja og Litáa.[21] Litáar voru háðir pólskum her við að halda löndum sínum í austri sem skapaði aukinn þrýsting á nánari samruna ríkjanna.Sigmundur 2. Ágústus fékk rútensku bojarana til að samþykkja sameiningu með því að auka völd þeirra til samræmis við aðra aðalsmenn í Litáen, og neyddi svo litáíska aðalinn til að samþykkja sameiginlegt þing landanna íLúblín árið 1569.
MeðLúblínsambandinu mynduðu Pólland og Litáen nýtt aðalsmannalýðveldi sem var almennt nefntPólsk-litáíska samveldið.Konungsríkið Pólland ogStórhertogadæmið Litáen voru samt áfram til sem aðildarlönd lýðveldisins undir stjórn aðalsins. Löndin tóku upp sameiginlega utanríkisstefnu, gjaldmiðil og tollheimtu, en héldu aðskildum lögum, herjum og fjárveitingarvaldi.Litáíski dómstóllinn var stofnaður sem hliðstæða viðKrúnudómstólinn í Póllandi 1581. Eftir aðSigmundur 2. Ágústus lést 1572, varStefán Báthory kosinn einvaldur yfir báðum löndum. Á þeim tíma var litáíski aðallinn farinn að nota pólsku í stað hinnar hefðbundnurútensku sem stjórnsýslumál. Í byrjun voru flestir íbúar Litáens írétttrúnaðarkirkjunni en með tímanum sótti kaþólska kirkjan á. Með tímanum varð Litháen fyrir pólskum áhrifum á nær öllum sviðum, bæði í stjórnmálum, tungumáli og menningu, og sjálfsmynd íbúanna breyttist. Frá miðri 16. öld fram á miðja 17. öld blómstruðu menning, listir og menntun. Var það ekki síst vegna áhrifa fráendurreisninni ogmótmælendatrú.
Við sameininguna flutti Sigmundur 2. suðausturhluta stórhertogadæmisins (Úkraínu) undir pólsku krúnuna. Stórhertogadæmið náði þá yfir núverandi Litáen, auk núverandiHvíta-Rússlands og hluta núverandiRússlands. Konungur Póllands og stórhertogi Litáens voru alltaf sami maður. Aðallinn naut réttinda sem voru skilgreind semgyllta frelsið (Złota Wolność) og fólu í sérneitunarvald. Í landinu ríkti mikiðtrúfrelsi sem var einstakt í Evrópu á þeim tíma og leiddi til þess að þar blómstruðu ólíkar kirkjudeildir og samfélög gyðinga. Ríkið veiktist hins vegar vegna innbyrðis átaka og stríðs við rísandi veldi Svía og Rússa.Kmelnitskíjuppreisnin 1648 bjó til hálfsjálfstætt ríki kósakka í Úkraínu í bandalagi við ýmist Rússa, Pólverja eða Tyrki.[22] ÍKarls Gústafsstríðunum 1655-1661 réðust Svíar inn í Litáen og Rússar brenndu Vilníus til grunna. Landið varð aftur stríðsvettvangur íNorðurlandaófriðnum mikla 1700-1721.
Þessi stríðsátök og sjúkdómsfaraldrar sem þeim fylgdu urðu til þess að íbúum fækkaði um 40%. Tilraunir til lagalegra umbóta voru stöðvaðar af aðalsmönnum sem beittu neitunarvaldi sínu gegn þeim. Meðnýrri stjórnarskrá 1791 var reynt að sameina löndin frekar, enskiptingar Póllands 1772, 1793 og 1795 þurrkuðu landið út af landakortum þegarPrússland,Rússaveldi ogHabsborgaraveldið skiptu því á milli sín. Yfir 90% af landi stórhertogadæmisins féllu Rússaveldi í skaut.
Árið 1830 hófstNóvemberuppreisnin í Póllandi sem var barin á bak aftur og leiddi til aukinnar kúgunar af hálfu keisarastjórnarinnar. Háskólanum var lokað í valdatíðNikulásar 1. og herferðrússneskuvæðingar hófst. Litáen og nágrannalönd urðu hluti afNorðvesturhéraðinu. Þrátt fyrir það var pólska áfram notuð í skólum. Margir menntamenn í Litáen töldu að áhersla á litáísku og menningu bænda væri forsenda nýrrar litáískrar sjálfsmyndar og aukinnar sjálfstjórnar, þótt þeir væru flestir sjálfir pólskumælandi. Saga Litáens í níu bindum eftirTeodor Narbutt sem kom út frá 1835-1841 varð undirstaða litáískrar þjóðernisvakningar.[23]
Afnámbændaánauðar í Rússaveldi 1861 skapaði stétt sjálfseignarbænda sem áttu litáísku að móðurmáli, ólíkt íbúum í borgum sem flestir töluðu pólsku sem fyrsta mál. EftirJanúaruppreisnina 1864 var hert árússneskuvæðingu Litáens sem bitnaði fyrst og fremst á pólsku. Prentun bóka með latínuletri var bönnuð og mörgum framhaldsskólum var lokað. Hungursneyð reið yfir landið 1868-9 og þúsundir Litáa fluttust til vaxandi borga í Rússlandi og til Ameríku.[24] Undir lok 19. aldar efldist þjóðernisvakning Litáa. Bækur og tímarit á litáísku, eins ogAušra ogVarpas, voru prentuð íAustur-Prússlandi og smyglað yfir landamærin.
Ífyrri heimsstyrjöld lagðiÞýska keisaradæmið Litáen og Kúrland undir sig og náði Vilníus á sitt vald 19. september 1915. Litáen varð hluti af hernámssvæðinuOber Ost. Þjóðverjar sáu fyrir sér að gera Kúrland, Litáen og Hvíta-Rússland að leppríkjum sem væru sjálfstæð að nafninu til, þar sem innlimun hefði vakið neikvæð viðbrögð alþjóðasamfélagsins.
20 meðlimir Litáenráðsins sem lýsti yfir sjálfstæði 1918.
Undir lokfyrri heimsstyrjaldar reyndi hernámsliðÞýska keisaradæmisins að gera Litáen að sjálfstæðuleppríki í nánum tengslum við Þýskaland. Kosið var 20 mannaLitáenráð sem fór með framkvæmdavald fyrir hönd Litáa.[25] Ráðið lýsti yfir stofnun sjálfstæðs ríkis Litáa 16. febrúar 1918. Þýska hernámsliðið var andvígt yfirlýsingunni og reyndi að koma í veg fyrir útfærslu hennar. Á sama tíma reyndu sósíalistar að koma á fjölþjóðlegu ríki Litáa og Hvítrússa miðað við landamæri gamla stórhertogadæmisins.Alþýðulýðveldið Belarús var stofnað og átti að ná yfir Vilníus. Litáar höfðu hins vegar meiri áhuga á stofnunþjóðríkis. Eftir ósigur Þjóðverja í heimsstyrjöldinni mynduðu Litáar nýja ríkisstjórn undir forsætiAugustinas Voldemaras.
Rauði herinn sótti að landamærum Litáen í árslok 1918 ogstríð Sovétríkjanna og Litáens hófst. Þann 1. janúar 1919 dró þýski herinn sig frá Vilníus og lét Pólverjum borgina eftir.Pólland gerði tilkall til héraðsins í kringum borgina.Józef Piłsudski vildi koma á sambandsríki landanna tveggja, en litáískir stjórnmálamenn voru því mótfallnir. Ífrelsisstríði Litáens börðust Litáar því gegn Rauða hernum, Pólverjum ogVestrússneska sjálfboðahernum. Þegar stríðinu lauk í október réði Litáen yfir stærstum hluta núverandi landsvæðis, nema Vilníushéraði sem Pólverjar héldu.Kaunas var því tímabundin höfuðborg landsins næstu 19 árin.
Stjórnlagaþing Litáens kom saman í maí 1920 og ný stjórnarskrá var samþykkt í október 1922.Friðarsamningarnir í Ríga milli Póllands og Sovétríkjanna gerðu öðrum Evrópuveldum það ljóst að Pólland-Litáen yrði ekki endurreist og í kjölfarið viðurkenndu þau sjálfstæði Litáens. Árið 1923 nýtti Litáen sérRuhr-kreppuna í Þýskalandi og lagði hafnarborginaKlaipéda undir sig. Árið 1926 misstuKristilegir demókratar meirihluta sinn á þinginu. Ótti við valdatöku sósíalista varð til þess aðþjóðernissinnar og demókratar frömduvaldarán og komu á alræðisstjórnAntanas Smetona.
Þegarnasistar komust til valda í Þýskalandi reyndu þeir að ná Klaipéda aftur á sitt vald og samskipti ríkjanna versnuðu til muna. Eftirinnrás Þjóðverja í Tékkóslóvakíu 1939 settu Þjóðverjar Litáum úrslitakosti sem stjórnin samþykkti. Þjóðverjar tóku þá Klaipėda yfir sem var mikið áfall fyrir efnahagslíf Litáens.Adolf Hitler sá í fyrstu fyrir sér að Litáen yrði leppríki, en íMolotov-Ribbentrop-samningnum var landið sett á áhrifasvæði Sovétríkjanna í skiptum fyrir héruð í Póllandi sem Sovétríkin réðu þá yfir.
Litáískir samverkamenn Þjóðverja (með hvít armbönd) handtaka gyðinga sumarið 1941.
Þegar Sovétríkin ogÞriðja ríkið gerðu með sérMolotov-Ribbentrop-sáttmálann 1939 lenti Litáen inni á áhrifasvæði Sovétríkjanna. Fyrst eftirinnrásina í Pólland lagðirauði herinn Vilnius undir sig, en gaf borgina eftir við stjórn Litáens gegn því að fá að staðsetja 20.000 hermenn í landinu samkvæmt samningi um gagnkvæma aðstoð.Vetrarstríðið hófst þegarFinnland neitaði að undirrita sams konar samning. Eftir að því lauk settu Sovétmenn Litáum úrslitakosti 14. júní 1940. Þann 21. júlí samþykkti leppstjórn Sovétmanna stofnunSovétlýðveldisins Litáens og sótti um inngöngu í Sovétríkin.
Ári eftir stofnun sovétlýðveldis gerðu Þjóðverjarinnrás í Sovétríkin. Tveimur dögum eftir innrásina náði þýski herinn Vilnius á sitt vald og viku síðar var allt Litáen undir þeirra stjórn. Litáar gerðuJúníuppreisnina gegn sovéskum yfirvöldum og mynduðulitáísku bráðabirgðastjórnina. Hún sagði af sér í ágúst og hernámsstjórnin í Litáen var felld undirReichskommissariat Ostland.[26] Í byrjun fögnuðu margir Litáar Þjóðverjum sem frelsurum undan oki Sovétstjórnarinnar og tóku þátt í að útfæraHelförina í Litáen. Um 90% af þeim rúmlega 200.000 gyðingum sem bjuggu í Litáen voru myrt, sem er eitt hæsta hlutfallið af öllum löndum Evrópu.[27]
Sumarið 1944 náði sókn rauða hersins að austurlandamærum Litáens. Í júlí reyndi pólska andspyrnuhreyfinginArmia Krajowa að ná Vilnius úr höndum Þjóðverja án árangurs.[28]:88 Rauði herinn náði borginni 13. júlí. Í janúar 1945 hrakti hann þýska herinn fráKlaipéda.
Fyrrum höfuðstöðvar KGB í Vilnius eru nú safn um hernámið og andspyrnuna.
Eftir að Sovétmenn náðu Litáen úr höndum Þjóðverja í janúar 1945 flúðu þúsundir Litáa undan framrás Sovéthersins, meðal annars til Þýskalands. Aðrir gengu íandspyrnuhópa og hófu skæruhernað gegn Sovétmönnum. Þúsundir Litáa voru fluttarnauðungarflutningum frá Litáen til annarra svæða í Sovétríkjunum, meðal annars tilSíberíu. Fólksflutningarnir náðu hámarki 1948 (Vesna-aðgerðin) og 1949 (Priboi-aðgerðin). Með þessum hætti náðu hernámsyfirvöldin að berja andspyrnu á bak aftur og draga úr andstöðu viðsamyrkjuvæðingu í landbúnaði. Síðasti andspyrnuleiðtoginn,Adolfas Ramanauskas, var tekinn af lífi í nóvember 1957.[29] Sovésk yfirvöld hvöttu til innflutnings fólks annars staðar frá til að styðja viðiðnvæðingu í Litáen.
Þrátt fyrir nauðungarflutningana varlitáískuvæðing einkenni á Sovéttímanum fremur enrússneskuvæðing, þar sem pólsku- og þýskumælandi íbúar Vilnius hröktust á brott meðan litáískumælandi íbúar settust þar að.[28]:93Vilnius-háskóli var endurreistur eftir stríðið og kennsla fór þar fram á litáísku. Eftir að Stalínstímanum lauk gengu litáískir menntamenn íLitáíska kommúnistaflokkinn sem ríkti yfir landinu.[28]:93–95 Ofsóknir gegnkaþólsku kirkjunni voru áberandi og kúgun og spilling einkenndi samfélagið, líkt og annars staðar í Sovétríkjunum.[30]
Hátíðahöld í tilefni af 100 ára afmæli Litáens árið 2018.
Þann 11. mars árið 1990 lýstiæðstaráð lýðveldisins Litáens því yfir að landið væri sjálfstætt. Litáen varð þar með fyrsta sovétlýðveldið sem lýsti yfir sjálfstæði fráSovétríkjunum. Sovétríkin brugðust við með því að setjaviðskiptabann á Litáen og hættu að senda þangað hráefni.[31] Brátt gerði vöruskortur vart við sig. Viðskiptabannið stóð í 74 daga, án þess að Litáar drægju sjálfstæðisyfirlýsinguna til baka.
Viðskiptum var smám saman komið á á ný, en spenna jókst í janúar 1991 þegarsovéska innanríkisráðuneytið og öryggislögreglanKGB reyndu að fremja valdarán með aðstoðsovéthersins. Stjórnvöld í Moskvu töldu að efnahagsástandið í Litáen myndi tryggja stuðning almennings við valdaránið.[32] Þess í stað flykktist fólk til Vilnius til að verja æðstaráðið og sjálfstæði landsins. Sovétherinn drap 14 manns og særði mörg hundruð íJanúarviðburðunum.[33][34] Þann 11. febrúar samþykktiAlþingi ályktun um að viðurkenning Íslands á sjálfstæði Litáens frá 1922 stæði enn[35] og að koma bæri á stjórnmálatengslum milli landanna sem fyrst.[36][37] Í kjölfarið kölluðu Sovétríkin sendiherra sinn frá Íslandi.[38] Danmörk og fleiri Evrópuríki fylgdu í kjölfarið og 26. ágúst var sendiherra Danmerkur í Litáen skipaður fyrsti erlendi stjórnarerindrekinn í landinu.[39] Þann 31. júlí 1991 myrtu sovéskir hermenn sjö litáíska landamæraverði við landamærin að Hvíta-Rússlandi íMedininkai-blóðbaðinu.[40] Þann 17. september 1991 var aðildarumsókn Litáens aðSameinuðu þjóðunum samþykkt.
Þann 25. október 1992 samþykktu Litáar núverandistjórnarskrá Litáens í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þann 14. febrúar 1993 tókAlgirdas Brazauskas við embættiforseta Litáens. Síðustu hersveitir fyrrum sovéthersins yfirgáfu landið 31. ágúst 1993.[41]
Fyrst eftir aðildina að Evrópusambandinu var efnahagsuppgangur í Litáen. Landið varð fyrir miklum skakkaföllum íalþjóðlegu fjármálakreppunni og samdrátturinn varð 15% árið 2009.[51] Eftir inngöngu Litáens í Evrópusambandið hefur brottflutningur ungs fólks í leit að tækifærum erlendis verið einna mestur í Litáen, á eftir Búlgaríu.[52]
Litáen er viðEystrasalt íNorður-Evrópu og nær yfir 65.300 km2 svæði.[53] Landið er að mestu á milli 53. og 57. breiddargráðu norður og 21. og 27. lengdargráðu austur (hluti afKúrlandseiði liggur vestan við 21. gráðu). Sendin strandlengjan er um 99 km löng, en aðeins 38 km liggja að Eystrasalti, sem er minna en hjá hinum Eystrasaltslöndunum. Afgangurinn af ströndinni liggur aðKúrlandslóni innan við Kúrlandseiði. Helsta hafnarborg Litáens,Klaipeda, liggur við norðurenda Kúrlandseiðis þar sem er siglingaleið inn á lónið. Lónið skiptist milli Litáens og Rússlands (Kaliníngrad). Stærsta fljót Litáens,Nemunasfljót, rennur út í lónið og ber skipaumferð.
Litáen liggur á brúnNorður-Evrópusléttunnar. Landslagið er mótað af jöklum viðsíðustu ísöld þar sem hæðardrög og láglendi skiptast á. Hæsti tindur Litáens erAukštojas-hæð, 294 metrar á hæð, í austurhluta landsins. Fjölmörg stöðuvötn eru í Litáen (til dæmisVištytis-vatn) og mikið um votlendi. Blandaður skógur þekur yfir þriðjung landsins. Stærsta stöðuvatn Litáens erDrūkšiai, það dýpsta erTauragnas og það lengsta erAsveja.
Síðan Litáen lýsti yfir sjálfstæði 11. mars 1990 hefur landið komið á sterkri lýðræðishefð. Fyrstu almennu kosningarnar voru haldnar 25. október 1992 þar sem 56,75% kjósenda samþykktustjórnarskrá Litáens[55] Miklar deilur urðu í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar, sérstaklega um hlutverk forsetans. Sérstök þjóðaratkvæðagreiðsla var haldin 23. maí 1992 þar sem 41% kjósenda vildu endurreisaforsetaræði.[55] Þess í stað varforsetaþingræði komið á sem málamiðlun.[56]
Forseti Litáens erþjóðhöfðingi landsins og er kosinn í beinum kosningum til fimm ára í senn og má sitja í mest tvö kjörtímabil. Forsetinn fer með utanríkismál, þjóðaröryggismál og er yfirmaður heraflans.[57] Forsetinn skiparforsætisráðherra Litáens og aðra ráðherra samkvæmt tilnefningu forsætisráðherra, auk annarra æðstu embættismanna og dómara í alla dómstólana nema stjórnlagadómstólinn.[57] Núverandi forseti,Gitanas Nausėda, var kjörinn 26. maí 2019 eftir að hafa unnið í öllum sveitarfélögum í annarri umferð kosninganna.[58]
Dómarar viðstjórnlagadómstól Litáens (Konstitucinis Teismas) sitja í níu ár í senn. Þriðjungi dómstólsins er skipt út á 3 ára fresti. Dómarar eru skipaðir af þinginu, samkvæmt tilnefningu forseta, þingforseta og forseta hæstaréttar.Litáíska þingið (Seimas) kemur saman í einni deild. Á þinginu sitja 141 þingmenn, þar sem 71 er kosinn íeinmenningskjördæmum og 70 meðhlutfallskosningu á landsvísu. Til að komast inn á þing með landskjörinn þingmann þarf flokkur að ná minnst 5% atkvæða.[59]
Núverandi skiptingu í stjórnsýslueiningar var komið á 1994 og breytt árið 2000 til að mæta kröfum Evrópusambandsins. Landið skiptist í 10 sýslur (litáíska:apskritis (et.),apskritys (ft.)), sem aftur skiptast í 60 sveitarfélög (litáíska:savivaldybė (et.),savivaldybės (ft.)), sem aftur skiptast í 500 öldungsdæmi (litáíska:seniūnija (et.),seniūnijos (ft.)).
Sveitarfélögin hafa verið helsta neðra stjórnsýslustigið síðan embætti sýslumanna voru lögð niður árið 2010.[60] Sum sveitarfélög hafa verið nefnd „héraðssveitarfélög“ meðan önnur eru nefnd „borgarsveitarfélög“. Hvert sveitarfélag hefur kjörna stjórn. Kosið er til sveitarstjórna á fjögurra ára fresti (en var áður á þriggja ára fresti). Sveitarstjórn skipar öldunga yfir öldungaumdæmin. Sveitarstjórar hafa verið kosnir í beinum kosningum síðan 2015. Áður voru þeir skipaðir af sveitarstjórn.[61]
Öldungsdæmin, sem eru yfir 500 talsins, eru minnstu einingarnar og gegna engu formlegu hlutverki í stjórnmálum. Þau sjá um að veita opinbera þjónustu á staðnum, eins og skráningu fæddra og látinna í dreifbýli. Helsta hlutverk þeirra er félagsþjónusta, að skipuleggja fátækraþjónustu og aðstoða fjölskyldur og einstaklinga í vanda.[62] Sumum þykir að öldungsdæmin hafi engin raunveruleg völd og hljóti of litla athygli, meðan þau gætu verið vettvangur til að takast á við staðbundin vandamál.[63]
Raunhagvöxtur í Eystrasaltsríkjunum frá 1973 til 2018.Hlutfallslegt virði vöruútflutnings frá Litáen 2019.
Litáen býr við opiðblandað hagkerfi ogAlþjóðabankinn skilgreinir landið semhátekjuland.[65] Árið 2022 var skipting landsframleiðslu milli helstu geira atvinnulífs þannig að þjónustugeirinn var 61%, iðnaður 26% og landbúnaður 4%.[66] Litáen gerðist aðili aðNATO árið 2004,[67] gekk íEvrópusambandið 2004,[68] varð hluti afSchengen-svæðinu 2007,[69] og gerðist aðili aðOECD árið 2018.[70] Þann 1. janúar 2015 tók landið uppevru sem gjaldmiðil í staðlitasins, á genginu 1 €:3,45280.[71]
Helstu útflutningsafurðir Litáens er jarðefnaeldsneyti og olíuafleiður (18%). Þar á eftir koma vélar og raftæki (11%), áburður og önnur kemísk efni (10%), plastvörur (8%) og húsgögn (8%). Landbúnaðarafurðir eru um 5% af útflutningi (miðað við 2022).[72] Helstu útflutningslönd árið 2022 voru Lettland, Pólland, Þýskaland og Rússland.[72] Á milli 2020 og 2022 varð hrun í útflutningi til Rússlands, en mikill vöxtur í útflutningi til Kasakstan, Hvíta-Rússlands og Póllands.[72]
Líkt og hin Eystrasaltsríkin gekk Litáen í gegnum niðursveiflu fyrst eftir endurheimt sjálfstæðis, og síðan hraðan vöxt sem náði hámarki (11%) árið 2007. Á þeim tíma var Litáen stundum kallaðEystrasaltstígur.Alþjóðlega fjármálakreppan 2007-2008 olli 15% samdrætti[73] og atvinnuleysi fór í 17,8% árið 2010.[74] Síðan þá hefur hagvöxtur verið minni. Samkvæmt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eru skilyrði hagvaxtar góð.[75] Hlutfall opinberra skulda af landsframleiðslu náði hæst 45% árið 2020, en var 37% árið 2023.[76]
Bein erlend fjárfesting kemur að langmestu leyti (80% árið 2023) frá öðrum Evrópusambandsríkjum.[77] Erlendir fjárfestar koma aðallega frá Þýskalandi, Svíþjóð og Eistlandi.[78] Erlend fjárfesting náði hámarki árið 2017 með metfjárfestingu í skipulögðum fjárfestingarverkefnum. Sama ár var Litáen í þriðja sæti á eftir Írlandi og Singapúr með meðalvirði starfa í fjárfestingarverkefnum.[79]
Á milli 2004 og 2016 flutti einn af hverjum fimm Litáum úr landi, aðallega vegna lágra tekna[80] eða vegna náms. Brottflutningur til langs tíma og mikill hagvöxtur á sama tíma leiddi til skorts á vinnuafli[81] og laun uxu hraðar en framleiðni vinnumarkaðarins.[82] Atvinnuleysi var 9% í upphafi árs 2023.[83]
Miðgildi eignastöðu fullorðinna var $32.000 (meðaltalið var $70.000), en heildareignir voru metnar $147 milljarðar.[84] Á öðrum ársfjórðungi 2023 voru meðaltekjur í Litáen um €2.000.[85]
Tekjuskattur einstaklinga í Litáen er 20% á tekjur undir ákveðnu marki og 32% á vissar tekjur umfram það mark. Fjármagnstekjuskattur er 15%.[86] Tekjuskattar á fyrirtæki eru með því lægsta sem gerist í Evrópu, eða 15% á stærri fyrirtæki og 0-6% á smáfyrirtæki, að uppfylltum vissum skilyrðum.[87] Í Litáen eru 7fríiðnaðarsvæði, þar sem fyrirtæki njóta skattafríðinda í vissan tíma, og 5tæknidalir, þar sem fyrirtæki fá endurgreiddan kostnað viðrannsóknir og þróun.[88]
Upplýsingatæknigeirinn hefur vaxið hratt í Litáen og stóð árið 2022 undir 5% af landsframleiðslu með 2,8% starfa.[89] Árið 2017 skráðu 35Fintech-fyrirtæki sig í Litáen[90] eftir að ríkisstjórn og seðlabanki einfölduðu regluverk.[91] Fyrsta bálkakeðjumiðstöð Evrópu hóf starfsemi í Vilníus árið 2018.[92] Litáen hefur gefið út leyfi fyrir yfir 70stafræna gjaldmiðla.[93] Aðeins Bretland hefur gefið út fleiri, eða yfir 200.[94] Árið 2018 settiGoogle upp greiðsluþjónustu í Litáen[95] og árið 2020 flutti breska rafræna greiðsluþjónustanRevolut starfsemi sína í Evrópu til Litáen frá Bretlandi í kjölfarBrexit.[96]
Íbúar Litáens voru rúmlega 2,8 milljónir árið 2023.[97] Um 20% eru yfir 65 ára aldri sem er nálægt meðaltali Evrópusambandsins (21,3%).[98]Fæðingartíðni er 1,27%.[99] Miðaldur er 44 ár.[100] Næstum 70% íbúa búa í þéttbýli.[101]
Litáískt samfélag er einsleitara en í hinum Eystrasaltsríkjunum, þar sem yfir 80% íbúa tala litáísku sem fyrsta mál. Stærstu minnihlutahópar í Litáen eru pólskir Litáar (6,4%), rússneskir Litáar (5,1%), Hvítrússar (1,7%) og Úkraínumenn (1,6%). Litlir hóparRómafólks,Lipkatatara ogKaraíta hafa búið í landinu frá alda öðli.Litáískir gyðingar eru rúmlega 2000 talsins. Yfir 90% gyðinga í Litáen voru myrt íHelförinni.[102]Litáíska eropinbert tungumál landsins og samkvæmt manntalinu árið 2021 töluðu yfir 85% íbúa litáísku sem fyrsta mál, 6,8% töluðu rússnesku og 5,1% pólsku. Yfir 60% töluðurússnesku sem annað mál, en aðeins um 30%ensku.[103]
Íbúum Litáens hefur fækkað um allt að fjórðung frá því landið fékk sjálfstæði vegna brottflutnings. Áætlað er að ein milljón hafi flust frá landinu á síðasta aldarfjórðungi, mest til annarra Evrópulanda.[104] Árið 2022 var fyrsta árið þar sem aðflutningur til Litáens var meiri en brottflutningur.[97]
↑Dubonis, Artūras (1998).Lietuvos didžiojo kunigaikščio leičiai: iš Lietuvos ankstyvųjų valstybinių struktūrų praeities Leičiai of Grand Duke of Lithuania: from the past of Lithuanian stative structures (litháíska). Vilnius: Lietuvos istorijos instituto leidykla.
12Jerzy Ochmański (1982).Historia Litwy. Zakład Narodowy im. Ossolińskich. bls.37.
↑Eidintas, A., Bumblauskas, A., Kulakauskas, A., & Tamošaitis, M. (2013).The history of Lithuania. "Eugrimas" Publishing House. bls.13.
↑Baranauskas, Tomas (Fall 2009). „On the Origin of the Name of Lithuania“.Lithuanian Quarterly Journal of Arts and Sciences.55 (3).ISSN0024-5089.
↑Jakštas, Juozas (1984). „Beginning of the State“. Í Albertas Gerutis (ritstjóri).Lithuania: 700 Years. translated by Algirdas Budreckis (6th. útgáfa). New York: Manyland Books. bls.45–50.ISBN0-87141-028-1.
↑Dąbrowski, D. (2022). „Between the World of Christians and Pagans: Galician-Volhynian Rus' towards Lithuania in the 13th Century“.Continuation or Change? Borders and Frontiers in Late Antiquity and Medieval Europe. Routledge. bls.296–315.
↑Gulevych, V. (2021). „Expansion of the Grand Duchy of Lithuania in the middle and the second half of the fourteenth century and its relations with the Horde 1“.The Routledge Handbook of the Mongols and Central-Eastern Europe. Routledge. bls.340–367.
↑Rowell, S. C. (1993). „The Letters of Gediminas:" Gemachte Lüge"? Notes on a Controversy“.Jahrbücher für Geschichte Osteuropas (3):321–360.
↑Dubonis, A. (2016). „The prestige and decline of the official (state) language in the Grand Duchy of Lithuania (Fifteenth–Sixteenth Century): Problems in Belarusian Historiography“.Lithuanian Historical Studies.20 (1):1–30.
↑Skinner, B. (2009). „Khmelnytsky's shadow: the confessional legacy“.Citizenship and Identity in a Multinational Commonwealth: Poland-Lithuania in Context. bls.149–169.
↑Paweł Sierżęga (2019). „At the Foundations of Narbutt's Vision of Lithuania and the Relations Between Poland and Lithuania“.Res Historica.47.doi:10.17951/rh.2019.47.157-179.
↑Paulauskienė, A. (2007).Lost and found: The discovery of Lithuania in American fiction. 10.bindi. Rodopi. bls.38.
↑Eidintas, Alfonsas; Vytautas Žalys; Alfred Erich Senn (september 1999). „Chapter 1: Restoration of the State“. Í Edvardas Tuskenis (ritstjóri).Lithuania in European Politics: The Years of the First Republic, 1918–1940 (Paperback. útgáfa). New York: St. Martin's Press. bls.20–28.ISBN0-312-22458-3.
↑Gaunt, D. (2010). „Reichskommissariat Ostland“.The Routledge history of the Holocaust. Routledge. bls.210–220.
↑Porat, D. (2002). „The Holocaust in Lithuania: some unique aspects“.The Final Solution. Routledge. bls.169–184.
↑Kozakaitė, J. (2022). „Forest brothers-the search and identification of the participants of anti-soviet resistance“.Scandinavian Journal of Forensic Science.28 (s1):50–54.
↑Streikus, A. (2021). „The Roman Catholic Church in Lithuania and Its Soviet Past“.Churches, Memory and Justice in Post-Communism. Palgrave Macmillan. bls.203–221.
↑Martha Brill Olcott (1990).„The Lithuanian Crisis“.www.foreignaffairs.com.Afrit af uppruna á 20 júlí 2021. Sótt 18 nóvember 2018.
↑Kumpikaitė-Valiūnienė, V. (2019). „Four Lithuanian emigration waves: comparison analysis of the main host countries“.Diaspora Networks in International Business: Perspectives for Understanding and Managing Diaspora Business and Resources. bls.159–181.
↑Kulikauskienė, Lina (2002).Lietuvos Respublikos Konstitucija[The Constitution of the Republic of Lithuania] (litháíska). Native History, CD.ISBN978-9986-9216-7-7.