Movatterモバイル変換


[0]ホーム

URL:


Fara í innihald
WikipediaFrjálsa alfræðiritið
Leit

Ladder

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Forritunarmálið Ladder eðarelay ladder logic er myndræntforritunarmál sem er mjög vinsælt til að forritaiðntölvur (programmable logic controller eða PLC).

Forrit í ladder er á margan hátt byggt upp til að líkja eftir almennum gamaldagsliðastýringum. Þetta var gert til að auðveldarafvirkjum, sem ekki höfðu nauðsynlega forritunarkunnáttu, að tileinka sér þessa forritunarleið. Forritið byggist upp á rimum sem hver og ein er sjálfstæð eining. Hver rim inniheldur svo skilyrði og aðgerðir. Séu skilyrðin uppfyllt til að komast í gegnum rimina, er aðgerðin framkvæmd.

Best er að útskýra þetta með dæmi. Greinum virkni eftirfarandi rimar.

|                                                                                ||----| |----+----| |----+----|/|------------------------------------------( )----||    B1     |    B2     |    B4                                           O1     ||           |           |                                                        ||           +----| |----+                                                        ||                B3                                                              ||                                                                                |

Þar sem engar flóknar aðgerðir eru í riminni, er hægt að skrifa hana upp semboolean jöfnu:

O1=B1(B2+B3)B4¯{\displaystyle O1=B1\left(B2+B3\right){\bar {B4}}}

Það eru sem sagt tvær leiðir fyrir þessa rim til að verða virka, það erboolean breytan O1 verður sönn. Það er ef B1 er sönn og B2 eða B3 er sönn og B4 er ósönn.

Flestar útgáfur af ladder, hafa einnig flóknar aðgerðir sem hægt er að framkvæma á hin ýmsu gögn. Til dæmis færa til gögn milli minnishólfa, framkvæma stærðfræðilegar aðgerðir eða vinna með textastrengi.

Sótt frá „https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Ladder&oldid=1773617
Flokkur:

[8]ページ先頭

©2009-2025 Movatter.jp