Líffærafræði mannsins erundirgreinlíffræði mannsins oglíffærafræðinnar sem fæst viðrannsóknir álíffærakerfummannsins. Í líkama mannsins eru að starfi mismunandi gerðir vefja. Þegar tveir eða fleiri vefir eru pakkaðir saman þá mynda vefirnir líffæri. Vefirnir starfa saman og hjálpa líffærinu til að vinna sérstakt hlutverk. Líffærakerfi er svo það þegar nokkur líffæri vinna saman að sérstakri virkni. Hvert líffæri hefur þá sérstakt hlutverk að gæta í því kerfi. Öll líffærakerfi líkamans vinna saman að halda líkamanum starfandi.[1]
Yfir 99% mannslíkamans samanstendur af 13frumefnum;kolefni,vetni,súrefni,fosfór,kalíum,joð,nitur,brennistein,kalsíum,járn,magnesíum,natríum ogklór. Um 60%-70% mannslíkamans ervatn, sem er þá með einföldustu lífrænu efnasamböndunum innan líkamans, en þau flóknu erusykrur,fita,sterar,hormón,fosfólípið o.fl. Líkaminn þarfnast einnig ýmissa annarra efna fyrir viðhald sem hann fær úr umhverfinu, um er að ræðastein- ogfjörefni.
- ↑Belk, C. og Maier, V.B. (2013). Biology: Science for Life With Physiology. Glenview: Pearson Education Inc.