Kynhneigð er lýsing á því hvaðakyni einhver laðasttilfinningalega og/eðakynferðislega að. Fólk upplifir kynhneigð á mismunandi máta. Þar að auki eru skilgreiningar og flokkanir hvorki þær sömu millisamfélaga né milli einstaklinga. Það er ekki óalgengt að tilfinningaleg hrifning leiði af sér kynferðislega löngun, en það þarf ekki að vera svo.
Þrír helstu flokkarnir á kynhneigðarskalanum erugagnkynhneigð,samkynhneigð, ogtvíkynhneigð. Ekki er vitað hvað veldur mismunandi kynhneigð í mönnum, en talið er að það orsakist af samspilierfðaþátta,hormóna, og umhverfisþátta ímóðurkviði og að fólk hafi ekki val um það.[1][2][3] Gagnkynhneigð er algengasta kynhneigðin, en vísindalegar rannsóknir hafa sýnt að margvíslegar kynhneigðir eru eðlilegur hluti af breytileika innan margradýrategunda.[4][5]Sálfræðimeðferðir og önnur inngrip hafa ekki sýnt að þau geti haft áhrif á kynhneigð.[6]
Í kringum 3,5% af fullorðnum skilgreina sig sem sam- eða tvíkynhneigð samkvæmt könnun sem gerð var íBandaríkjunum árið 2011.[7][8] Á milli 2% og 11% af fullorðnum hafa átt í einhverju kynferðislegu sambandi við einstakling af sama kyni.[9][10][11][12] Íbreskri könnun frá 2010 sögðust 95%Breta skilgreina sig semgagnkynhneigða, 1,5% sem sam- eða tvíkynhneigða, og 3,5% voru óvissir eða svöruðu ekki spurningunni.[13][14]
Eikynhneigðir einstaklingar eru þeir sem laðast aldrei eða nær aldrei kynferðislega að öðru fólki. Breytilegt er hvort það fólk hafi kynhvöt eða ekki.[15]