Klámvæðing erhugtak sem vísar til ýmissa breytinga áfjölmiðlum, einkum með tilkomu alþjóðlegrasjónvarpsstöðva oginternetsins, sem urðu undir lok20. aldar og fólu í sér aukið aðgengi aðklámi um leið og þær gerðu það erfitt eða ómögulegt að framfylgja takmörkunum eða banni á sölu þess. Á sama tíma urðu endalokKalda stríðsins og þróunskipulagðrar glæpastarfsemi til þess að breyta framboði og samsetningu bæði klámútgáfu ogvændis íEvrópu. Þetta hefur leitt til ótta viðsiðferðilega hnignun með því aðkynlífsiðnaðurinn í heild verði smám saman viðurkenndur og samþykktur, ekki aðeinsútgáfa klámefnis, heldur einnig hlutir eins ognektardans og vændi sem margir hafa bent á að tengistnútímaþrælahaldi (mansali) ogkynbundnu ofbeldi og sumir vilja jafnvel meina að feli þetta óhjákvæmilega í sér. Oft er talað um að í tiltekinni þróunafþreyingariðnaðarins; t.d.auglýsinga,tísku ogtónlistar, sjáist merki klámvæðingarinnar.
Umræða um nauðsyn þess að sporna við klámvæðingu hefur verið áberandi innan ýmissa hópa sem láta sig siðferðismál varða, t.d.trúarhópa sem tengja klámvæðinguna við almennakynlífsvæðingu samfélagsins. Þannig hefurbandaríska útvarpskonanLaura Ingraham meðal annars gagnrýnt fólk á borð viðHoward Stern ogHugh Hefner fyrir að smita bandarískt samfélag af klámi. ÁÍslandi hefur umræða um klámvæðingu einkum tengst þriðju bylgjufemínismans sem hefur fordæmt aukið vægi kynlífsiðnaðar í íslensku samfélagi, til dæmis með tilkomunektardansstaða, sem ýti undirkynferðislega hlutgervingu kvenna og kynbundið ofbeldi.