King Crimson var ensk hljómsveit sem spilaði tilraunakennt ogframsækið rokk. Sveitin var stofnuð árið1968 og fór gítarleikarinnRobert Fripp fyrir henni. Ýmsar mannabreytingar voru í sveitinni utan Fripps. King Crimson var starfrækt með hléum:1968–1974, 1981–1984, 1994–2008 og 2013–2021.
Þekktasta verk Crimson er fyrsta plata þeirra:In the Court of the Crimson King.
Alls skipaði á þriðja tug manna King Crimson og fjölmargir komu að auki við sögu á plötum sveitarinnar, helst má nefna: Greg Lake, Keith Tippett, Jon Anderson, Mel Collins, Boz Burrell, Bill Bruford, John Wetton, David Cross, Jamie Muir, Tony Levin og Adrian Belew.[1] Peter Sinfield var textasmiður á fyrstu 4 plötum Crimson.
Sveitin hætti árið2021. En fyrrum meðlimir hennar flytja enn lög hennar undir öðru nafni.