Kaş er lítill hafnarbær íAntalyahéraði íSuður-Tyrklandi, bærinn er 168 km vestan við borginaAntalya. Samkvæmt talningu árið 2007 bjuggu 5.922 manns í Kaş.
Þetta svæði í Tyrklandi hefur verið í byggð síðan ásteinöld. Talið er að Kaş hafi verið stofnað afLycia-fólki og átungumáli þeirra hét KaşHabesos eðaHabesa. Mikilvægi bæjarins á þeim tíma sést á því að þar var einn stærsti greftrunarstaður þeirra.
Forn-Grikkir nefndu borginaAntifellos eðaAntífilos þar sem bærinn þjónaði semhöfn fyrir borginaFellos. Á tímumRómaveldis varAntifellos þekkt fyrir útflutning ásvömpum ogtimbri.Plinius eldri minntist á bæinn í fimmtu bók í riti sínuNaturalis Historia. Eftir 395 varðAntifellos hluti afAustrómverska keisaradæminu og fram eftirMiðöldum varbiskupsdæmi þar.
Í kjölfarkrossfaranna sóttuArabar stíft aðAntifellos og lögðu undir sig semAndifli sem var nú hluti afSoldánsdæminu Rüm íAnatólíu undir stjórnSeljúktyrkja. Eftir aðSeljúkveldið leið undir lok komst svæðið undir stjórnTyrkjaveldis. Tyrkjaveldi leið undir lok 1922 og þá, strax eftir að Tyrkland hafði lýst yfir sjálfstæði, skiptustGrikkland og Tyrkland á fólki eftirstríð þeirra á milli. Þá yfirgaf meirihluti bæjarbúa bæinn þar sem þau voru grískt að uppruna.
Snemma á tíunda áratug 20. aldar tókferðamannaiðnaðurinn við sér í Kaş. Ferðamennirnir voru aðallega frá Bretlandi og Þýskalandi. Þessi mikla aukning af ferðamönnum þýddi að mikil uppbygging tók við sem er umdeild.