Ólíktskordýrum, en líkt og aðrar áttfætlur, hafa köngulær tvískiptan búk. Höfuð og frambolur eru samvaxin í það sem kallast höfuðbolur, en ekki aðskilin með skoru eins og hjá skordýrum. Þar eru mikilvæg líffæri, svo sem heilinn. Í afturbolnum (latína:abdomen; sem þýðir kviður) er að finna meltingarfærin, öndunarfæri og hjarta og utan á honum er einnigspunavartan. Ytri stoðgrind kóngulóa kallast hamur. Hann er loðinn og er að mestu úr efni sem nefnistkítín. Köngulær hafahamskipti, sem þýðir að þær þurfa reglulega að leggja af sér stoðgrindina og mynda nýja því hún stækkar ekki með þeim. Stærð köngulóa er breytileg eftir tegundum, en í flestum tilvikum er kvendýrið stærra en karlinn.
Fjöldi augna er oftast átta og eru auguneinlinsa — en ekki eins og í mörgum skordýrum, sem eru meðfjöllinsa (samsett) augu. Bifhár á fótum greina loftstrauma og önnur hár virka sem bragðskynhár eða annars konar nemar. Einnig hefur köngulóin svokallaðalýrunema, en það eru raufar á fótunum með taugaendum sem nema titring, til dæmis í vef köngulóarinnar.
Köngulær hafaopið æðakerfi, sem þýðir að blóð rennur á milli æða og um sérstök hólf í stað þess að fylgja föstu æðakerfi.