Juventus Football Club S.p. A einnig þekkt semJuventus Torino,Juventus F.C.,Juventus eða einfaldlegaJuve, er knattspyrnulið fráTórínó áÍtalíu, stofnað árið 1897. Liðið hefur unnið til 36 meistaratitla og 13 bikara í heimalandinu og er sigursælasta liðið þar. Juventus varð sigurvegariMeistaradeildar Evrópu tímabilin 1984–85 og 1995–96. Árin 2012-2020 vann liðið 9 meistaratitla í röð og síðustu 2 árin einnig ítalska bikarinn. Árið 2006 var liðið dæmt niður um deild vegna spillingarmála.
Gomul mynd af Juventus leikmönnum í bleikum treyjum og svörtum stuttbuxum.
Litirnir á búningumJuventus eru svartar hvítar rendur. þeir hafa notað þessa liti síðan árið 1903, fyrstu árin spiluðu þeir í bleikum treyjum og svörtum stuttbuxum. Juventus hefur ýmis gælunöfn m.a:la Vecchia Signora (gamla daman) ogla Fidanzata d'Italia (kærasta ítalíu),i bianconeri (þeir svört og hvítu),le zebre (sebra-hestarnir), það er tilvísun í treyjur félagsins sem eru svart-hvít röndóttar.