FráJinan höfuðborg Shandong héraðs í Kína. Árið 2020 bjuggu á stórborgarsvæði Jinan um 9,2 milljónir manna.Kort sem sýnirJinan borg í Shandong héraði í Kína.
Jinan borg (einnig nefnd Tsinan)(kínverska:济南;rómönskun: Jǐnán) er höfuðborgShandonghéraðs í austurhluta Alþýðulýðveldisins Kína. Borgin er á landsvæði sem hefur gegnt mikilvægu hlutverki allt frá upphafi siðmenningar í Kína og hefur þróast í að verða stór stjórnsýslu-, efnahags- og samgöngumiðstöð. Jinan liggur við norðanverðar fjallsræturMassifjallsins, rétt sunnanGulafljóts sem skapar helstu samgönguleiðina meðfram norðurhlið Shandong-hæða.
Nafn Jinan borgar þýðir „Suður af ánni Ji“ er það var á í norðaustur Shandong . Sú á hvarf í miklum flóðumGulafljóts árið1852, þegar fljótið færðist til frá neðanverðum Shandong skaga til norðurs, og rann inn í árfarveg Ji.
Það landsvæði sem borgin er byggð á nýtur náttúrulegra uppspretta og byggðist snemma. Á 8. öld f.Kr. var þar borgin Lixia, sem var borg Qi-ríkis, sem blómstraði á tíma Zhou-veldisins (1046–256 f.Kr.).
Árið 2020 þegar síðasta manntal var gert í Kína, var íbúafjöldi borgarkjarna Jinan 5.648.162 en íbúafjöldi undir lögsögu borgarinnar var 9.202.432.[1][2]
Maitreya vináttugarður Kína og Japan á Þúsund Búdda fjalli við Jinan.Í Batou garði í Jinan er ein af 72 sjálfrennandi vatnslindum borgarinnarGervihnattamynd af Jinan borg og nágrenni.Shandong háskólinn er virtasti háskóli Jinan borgar.
Jinan var mikilvæg miðstöð stjórnsýslu en undir ýmsum nöfnum. Að auki gegndi hún mikilvægu trúarlegu hlutverki enda nálægtTai-fjalli, í suðri, sem hefur lengi verið talið eitt heilagasta fjall Kína. Frá 4. til 7. öld voru mörgbúddahof reist í hellum á hæðunum suður af Jinan. Á valdatíma Sui-veldisins (581–618) ogTangveldisins (618–907) var Jinan áfram mikilvæg borg, undir Qi héraðs og yfirstjórnar Jinan. Árið 1116 varð fékk Jinan stöðu æðsta héraðs, sem það hélt allt til ársins 1911. Þegar Mingveldið (1368–1644) kom á fótShandong héraði, varð Jinan að höfuðborg þess. Árið 1911 varð það aftur sýslu en árið 1929 var það aftur gert að sveitarfélagi.
Hagur Jinan jóks verulega eftir árið 1852 þegarGulafljót færðist til í árfarveg Ji, rétt norður af borginni. Skóp þetta tengingu fyrir minni báta, við „Mikla skurð“ sem var manngerð skipgeng vatnaleið, og vatnaleiðir í norðurhluta Shandong og suðurhluta Hebei héraða. Xiaoqing-áin, sem rennur frá Jinan til sjávar suður af Gula fljóti, var einnig leið fyrir minni báta. Árið 1904 jókst mikilvægi Jinan enn sem flutningamiðstöðvar þegar járnbraut byggð fráQingdao borg í austurShandong sem opnaði borgina fyrir utanríkisviðskipti. Árið 1912 kom einnig norður-suður járnbrautinni fráTianjin tilPukou með mótum í Jinan. Borgin varð fljótt mikil verslunar- og söfnunarstöð fyrir auðug landbúnaðarsvæðið fyrir norðan og markaður var öflugur fyrir bómull, korn, jarðhnetur og tóbak. Í Jinan byggist upp textílframleiðsla, mjölverksmiðjur, olíupressur og pappír, sement og varð borgin með næststærsta iðnaðarmiðstöð Shandong héraðs á eftir Qingdao.
Þegar áhrif Japana jukust í Shandong eftir fyrri heimsstyrjöldina var komið á fót japanskri nýlendu í Jinan. Borgin varð hluti af átakasvæði á millli Japana oglýðveldishers þjóðernissinna. Hún varð svohernumin af Japönum frá 1937 til 1945. Borgin var síðan tekin yfir af hersveitumkínverskra kommúnista árið 1948.
Eftir að friður komst á þróaðist Jinan borg enn frekar sem mikilvæg stjórnsýslu- og iðnaðarmiðstöð. Seint á fimmta áratug síðustu aldar varð Jinan miðstöð fyrir járn- og stáliðnaður sem og efnaiðnað. Textíliðnaður og vélsmíðaiðnaður byggist einnig upp. Snemma á áttunda áratug síðustu aldar var Jinan orðin ein helsta miðstöð bílaiðnaðar Kína. Þar voru einnig flutningabílar og jarðvinnuvélar.
Jinan er í dag miðpunktur menningar, mennta og vísinda Shandong héraðs. Þar eru öflugir landbúnaðar-, læknis- og verkfræðiskólar og nokkrir háskólar. Meðal mikilvægra háskóla eru Shandong háskólinn (1901) sem talinn er einn virtari háskóla Kína.