Jakob 2. (16. október1430 –3. ágúst1460) var konungurSkotlands frá því að faðir hans var myrtur21. febrúar1437 og til dauðadags. Hann var barn að aldri þegar hann tók við krúnunni og þegar hann lést skildi hann eftir sig ríkiserfingja á barnsaldri. Sömu sögu var að segja um fimm Skotakonunga í röð sem báru Jakobsnafn, frá Jakobi 1. til Jakobs 5.; allir settust í hásætið á barnsaldri og enginn þeirra náði að sjá arftaka sinn verða fullveðja.
Jakob 2. var sonurJakobs 1. ogJóhönnu Beaufort. Hann var tvíburi en eldri bróðir hans, Alexander, lést skömmu eftir fæðingu. Hann var fæddur með áberandivalbrá í andliti og var því oft kallaður „Fiery Face“ (Eldfés). Hann tók við konungdæminu sex ára að aldri og voru völdin framan af í höndum frænda hans Archibalds, fimmta jarlsins af Douglas, en eftir lát hans1539 var enginn skoskur aðalsmaður nógu öflugur til að halda einn um stjórnartaumana og nokkrir aðalsmenn skiptu með sér völdum eftir að hafa látið myrða syni jarlsins af Douglas í „svarta kvöldverðinum“ íEdinborgarkastala.
William, áttunda jarlinum af Douglas, tókst að efla gengi Douglasættarinnar að nýju og árið 1445 tók hann við stjórn landsins og stýrði því þar til Jakob konungur varð myndugur1449. Fátt breyttist þó við það því Douglas og William Crichton lávarður höfðu öll raunveruleg völd og konungurinn fékk litlu ráðið. Hann sætti sig þó ekki við það, heldur reyndi að ná valdataumunum úr höndum þeirra og fór svo að konungur og menn hans myrtu Douglas íStirling-kastala22. febrúar1452.
Þar með var átökunum þó ekki lokið því Douglas-ættin (Svörtu Douglasarnir) var áfram valdamikil. Jakob konungur reyndi að gera lendur þeirra upptækar en var þvingaður til að skila þeim til níunda jarlsins. Þó fór svo að lokum að konungur og bandamenn hans unnu sigur á Douglas-mönnum í orrustunni við Arkonholm. Eignir þeirra voru gerðar upptækar og jarlinn flúði til Englands. Eftir þetta var konungsvaldið í Skotlandi mun sterkara en það hafði lengst af verið.
Næstu árin hélt Jakob um stjórnartaumana af festu og sýndi mikinn áhuga á málefnum ríkisins, ferðaðist um land sitt og kom á ýmsum nýjungum. Árið 1460 settist hann með her sínum umRoxburgh-kastala, sem Englendingar héldu. Hann hafði mikinn áhuga á notkunfallbyssna í hernaði og keypti fjölmargar slíkar fráFlæmingjalandi. Þann 3. ágúst, þegar hann var sjálfur að fást við að hleypa skoti úr einni fallbyssunni, sprakk hún og konungur lést. Skotar héldu umsátrinu áfram og kastalinn féll í hendur þeirra fáum dögum síðar.
Kona Jakobs 2., gift 3. júlí 1449, varMaría af Guilders. Þrír synir þeirra og tvær dætur komust til fullorðinsára; elstur sonanna varJakob 3., sem var átta eða níu ára þegar faðir hans lést. Móðir hans var ríkisstjóri fyrstu árin en dó1463.